Chelsea skoraði fögur mörk en missti tvo framherja Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. október 2021 11:01 Romelu Lukaku er hér sárþjáður eftir að hann meiddist á ökkla í gær. Getty/James Williamson Framherjarnir Romelu Lukaku og Timo Werner fóru báðir meiddir af velli þegar Chelsea vann 4-0 sigur á sænska liðinu Malmö í Meistaradeildinni í gær. Ítalski miðjumaðurinn Jorginho skoraði úr tveimur vítaspyrnum en hin mörkin skoruðu miðvörðurinn Andreas Christensen og þýski landsliðsmaðurinn Kai Havertz. Havertz hafði komið inn á sem varmaður fyrir Romelu Lukaku strax á 23. mínútu. Þetta var flottur og öruggur sigur en hann var líka dýrkeyptur því liðið missti báða framherja sína meidda af velli. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Meiðsli þeirra Lukaku og Timo Werner þýða líka að Chelsea liðið er án þekkts framherja fyrir leik sinn í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, býst líka við því að vera án þeirra beggja í næstu leikjum liðsins. Lukaku tognaði á ökkla og Werner tognaði aftan í læri en báðir meiddust þeir í fyrri hálfleiknum. Not what we wanted!!! #CHEMAL pic.twitter.com/hVYs759iA9— Frank Khalid (@FrankKhalidUK) October 20, 2021 „Það mun taka tíma hjá þeim báðum að ná sér góðum en við þurfum frekari rannsóknir til að vera viss,“ sagði Thomas Tuchel eftir leikinn. „Þeir verða frá í nokkra leiki,“ sagði Tuchel. Chelsea á eftir deildarleiki á móti Norwich og Newcastle á næstunni auk deildabikarleiks á móti Southampton. Chelsea liðið er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með eins stigs forskot á Liverpool en í öðru sæti síns riðils í Meistaradeildinni þremur stigum á eftir Juventus. Enski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Sjá meira
Ítalski miðjumaðurinn Jorginho skoraði úr tveimur vítaspyrnum en hin mörkin skoruðu miðvörðurinn Andreas Christensen og þýski landsliðsmaðurinn Kai Havertz. Havertz hafði komið inn á sem varmaður fyrir Romelu Lukaku strax á 23. mínútu. Þetta var flottur og öruggur sigur en hann var líka dýrkeyptur því liðið missti báða framherja sína meidda af velli. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Meiðsli þeirra Lukaku og Timo Werner þýða líka að Chelsea liðið er án þekkts framherja fyrir leik sinn í ensku úrvalsdeildinni um helgina. Thomas Tuchel, knattspyrnustjóri Chelsea, býst líka við því að vera án þeirra beggja í næstu leikjum liðsins. Lukaku tognaði á ökkla og Werner tognaði aftan í læri en báðir meiddust þeir í fyrri hálfleiknum. Not what we wanted!!! #CHEMAL pic.twitter.com/hVYs759iA9— Frank Khalid (@FrankKhalidUK) October 20, 2021 „Það mun taka tíma hjá þeim báðum að ná sér góðum en við þurfum frekari rannsóknir til að vera viss,“ sagði Thomas Tuchel eftir leikinn. „Þeir verða frá í nokkra leiki,“ sagði Tuchel. Chelsea á eftir deildarleiki á móti Norwich og Newcastle á næstunni auk deildabikarleiks á móti Southampton. Chelsea liðið er í efsta sæti ensku úrvalsdeildarinnar með eins stigs forskot á Liverpool en í öðru sæti síns riðils í Meistaradeildinni þremur stigum á eftir Juventus.
Enski boltinn Mest lesið Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Enski boltinn Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bónus, Besta og D-deildin á Englandi Sport „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Opnar sig um djammið: „Hjálpaði mér ekki“ Sjáðu alla dramatíkina í enska: Níu mörk skoruð í uppbótartíma Sjá meira