Mikilvægt að barnabókin endurspegli raunveruleika barna Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. október 2021 19:00 Kristín Helga Gunnarsdóttir hélt lokaávarp hátíðarinnar og skildi gesti eftir með mikilvæg skilaboð fyrir framtíðina. Mýrin, alþjóðleg barnabókahátíð, fór fram í Norræna húsinu á dögunum sem leið. Bergrún Íris Sævarsdóttir, barnabókahöfundur og einn af skipuleggjendum Mýrinnar, segir hátíðina hafa farið fram úr hennar björtustu vonum. „Ég er í hálfgerðu spennufalli eftir ótrúlega skemmtilega daga,“ segir Bergrún glöð í bragði. „Hátíðin átti að fara fram í fyrra en við tókum þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun að fresta henni um ár vegna Covid. Þá vorum við bjartsýn um að lífið væri komið í eðlilegar skorður tólf mánuðum síðar en það reyndist samt erfið ákvörðun að láta vaða og halda hátíðina.“ Veðrið lék við gesti sem fengu leiðsögn um Reykjavík frá Lindu Ólafsdóttur og Margréti Tryggvadóttur. Bergrún segir ekki hlaupið að því að flytja hingað til lands erlenda rithöfunda frá fjölmörgum löndum enda heimsfaraldurinn enn ekki genginn yfir. Það hafðist þó að lokum og gátu erlendir höfundar notið nokkurra góðra daga á Íslandi. Bergrún Íris ásamt forseta Íslands sem bauð gestum og aðstandendum hátíðarinnar á Bessastaði þar sem hann ávarpaði hópinn með skemmtilegri ræðu um barnabækur. „Hingað komu margir af bestu rit- og myndhöfundum bransans auk þess sem við fengum tvo mjög sérstaka gesti, alla leið úr Múmíndal.“ Heimsókn Múmínsnáða og Míu litlu vakti sérstaka lukku hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Starfsfólk Norræna hússins gladdist þegar Múmínsnáði og Mía litla kíktu í heimsókn. „Ég held að starfsfólk Norræna hússins hafi orðið enn æstara en börnin og allir fengu mynd með þessum dásamlegu persónum, sem segir okkur hversu mikil áhrif skáldaðar barnabókapersónur geta haft og hversu lengi þær lifa með okkur.“ Börn bjuggu til sína eigin fjölnota poka með þeim Agnese Vanaga og Anna Vaivare frá Litháen. Er þetta í tíunda skipti sem Mýrin fer fram og var þema ársins tengt loftslagsbreytingum, náttúru og samfélagi. Kennarar frá Íslenska myndasögusamfélaginu héldu fyrirlestur fyrir unglinga. „Þegar við í stjórninni litum yfir barnabækur nútímans sáum við að loftslagsmál og fólksflutningar koma gjarnan við sögu, enda liggja þau mál þungt á börnum rétt eins og öðrum jarðarbúum. Sjálf tel ég mikilvægt að barnabókin endurspegli raunveruleika barna. Vönduð og vel gerð barnabók getur hjálpað barni að átta sig betur á aðstæðum, stýrt þeim frá kvíða og hvatt til aðgerða. Þetta eru allt málefni sem við getum betur tekist á við saman og þess vegna varð yfirskrift hátíðarinnar „Saman úti í Mýri,“ segir Bergrún brosandi að lokum. Gestir hlýddu á fjölbreyttar og áhugvaverðar málstofur fyrsta daginn. Fleiri vel valdar myndir frá hátíðinni má sjá í albúminu hér fyrir neðan. Rit- og myndhöfundurinn Lára Garðarsdóttir las upp úr fallegu bókinni sinni Flökkusaga sem fjallar á einlægan hátt um fólksflutninga, eða öllu heldur bjarnar-flutninga.Indrek Koff hélt vinnustofu þar sem hann kenndi krökkum að finna innblástur frá hljóðum, dró af því tilefni upp kornett og blés nokkra tóna.Hópur barna teiknaði sinn uppáhalds stað í sólkerfinu með Stjörnu-Sævari.Kristín Helga Gunnarsdóttir hélt lokaávarp hátíðarinnar og skildi gesti eftir með mikilvæg skilaboð fyrir framtíðina.Teikninemar Myndlistaskólans í Reykjavík skissuðu á meðan pallborðsumræðum stóð.Norræna húsið hefur verið heimili hátíðarinnar frá upphafi. Bókmenntir Börn og uppeldi Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira
„Ég er í hálfgerðu spennufalli eftir ótrúlega skemmtilega daga,“ segir Bergrún glöð í bragði. „Hátíðin átti að fara fram í fyrra en við tókum þá erfiðu en nauðsynlegu ákvörðun að fresta henni um ár vegna Covid. Þá vorum við bjartsýn um að lífið væri komið í eðlilegar skorður tólf mánuðum síðar en það reyndist samt erfið ákvörðun að láta vaða og halda hátíðina.“ Veðrið lék við gesti sem fengu leiðsögn um Reykjavík frá Lindu Ólafsdóttur og Margréti Tryggvadóttur. Bergrún segir ekki hlaupið að því að flytja hingað til lands erlenda rithöfunda frá fjölmörgum löndum enda heimsfaraldurinn enn ekki genginn yfir. Það hafðist þó að lokum og gátu erlendir höfundar notið nokkurra góðra daga á Íslandi. Bergrún Íris ásamt forseta Íslands sem bauð gestum og aðstandendum hátíðarinnar á Bessastaði þar sem hann ávarpaði hópinn með skemmtilegri ræðu um barnabækur. „Hingað komu margir af bestu rit- og myndhöfundum bransans auk þess sem við fengum tvo mjög sérstaka gesti, alla leið úr Múmíndal.“ Heimsókn Múmínsnáða og Míu litlu vakti sérstaka lukku hjá börnum jafnt sem fullorðnum. Starfsfólk Norræna hússins gladdist þegar Múmínsnáði og Mía litla kíktu í heimsókn. „Ég held að starfsfólk Norræna hússins hafi orðið enn æstara en börnin og allir fengu mynd með þessum dásamlegu persónum, sem segir okkur hversu mikil áhrif skáldaðar barnabókapersónur geta haft og hversu lengi þær lifa með okkur.“ Börn bjuggu til sína eigin fjölnota poka með þeim Agnese Vanaga og Anna Vaivare frá Litháen. Er þetta í tíunda skipti sem Mýrin fer fram og var þema ársins tengt loftslagsbreytingum, náttúru og samfélagi. Kennarar frá Íslenska myndasögusamfélaginu héldu fyrirlestur fyrir unglinga. „Þegar við í stjórninni litum yfir barnabækur nútímans sáum við að loftslagsmál og fólksflutningar koma gjarnan við sögu, enda liggja þau mál þungt á börnum rétt eins og öðrum jarðarbúum. Sjálf tel ég mikilvægt að barnabókin endurspegli raunveruleika barna. Vönduð og vel gerð barnabók getur hjálpað barni að átta sig betur á aðstæðum, stýrt þeim frá kvíða og hvatt til aðgerða. Þetta eru allt málefni sem við getum betur tekist á við saman og þess vegna varð yfirskrift hátíðarinnar „Saman úti í Mýri,“ segir Bergrún brosandi að lokum. Gestir hlýddu á fjölbreyttar og áhugvaverðar málstofur fyrsta daginn. Fleiri vel valdar myndir frá hátíðinni má sjá í albúminu hér fyrir neðan. Rit- og myndhöfundurinn Lára Garðarsdóttir las upp úr fallegu bókinni sinni Flökkusaga sem fjallar á einlægan hátt um fólksflutninga, eða öllu heldur bjarnar-flutninga.Indrek Koff hélt vinnustofu þar sem hann kenndi krökkum að finna innblástur frá hljóðum, dró af því tilefni upp kornett og blés nokkra tóna.Hópur barna teiknaði sinn uppáhalds stað í sólkerfinu með Stjörnu-Sævari.Kristín Helga Gunnarsdóttir hélt lokaávarp hátíðarinnar og skildi gesti eftir með mikilvæg skilaboð fyrir framtíðina.Teikninemar Myndlistaskólans í Reykjavík skissuðu á meðan pallborðsumræðum stóð.Norræna húsið hefur verið heimili hátíðarinnar frá upphafi.
Bókmenntir Börn og uppeldi Menning Mest lesið Bragðlaust eins og skyr með sykri Gagnrýni „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Menning Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Lífið Snýr aftur í leiklistina eftir sjö ára fjarveru Bíó og sjónvarp Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Lífið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Lífið „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Lífið Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Fleiri fréttir „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Sjá meira