Þorsteinn: Við viljum fara á HM og því ætlum við að vinna í kvöld Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. október 2021 12:01 Íslensku stelpurna fagna hér marki á móti Írlandi á Laugardalsvellinum í sumar. Vísir/Hulda Margrét Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu spilar í kvöld gríðarlega mikilvægan leik í undankeppni HM þegar Tékkar mæta á Laugardalsvöllinn. Þetta er leikur sem má ekki tapast og verður helst að vinnast ætli stelpurnar okkar að komast á HM í fyrsta skiptið. Þorsteinn Halldórsson stýrir íslenska liðinu þarna í annað skiptið í keppnisleik en fyrsti leikurinn tapaðist á móti Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hann segir ástandið á liðinu gott og nú snúist þetta mikið um hugrekki. „Þetta hefur bara gengið vel og rúllað ágætlega. Ég held að þetta hafi verið góður undirbúningur og að við komust í góðan leik á morgun (í kvöld),“ sagði Þorsteinn Halldórsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. „Það eru allar stelpurnar í fínu standi og allar klárar í þetta. Ég hef ekkert að óttast varðandi hópinn eða liðið sem er að fara að spila,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið tapaði 2-0 á móti Hollandi og þarf væntanlega að spila betur í leiknum í kvöld. „Auðvitað er maður alltaf að leita að hinum fullkomna fótboltaleik og það er alveg sama hvernig gengur því maður leitar alltaf að einhverju hlutum sem hægt er að laga. Maður fer líka yfir það sem vel er gert. Það verður að vera jafnvægi og að fara í gegnum báða þætti, hvort sem það var vel gert eða hvort að það þurfi að laga eitthvað,“ sagði Þorsteinn en verður liðið ekki að vinna í kvöld? Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson fyrir Tékkaleik „Ef við setjum þetta í samhengi þá viljum við fara á HM og þá ætlum við að vinna á morgun (í kvöld). Það er okkar markmið og það verður alltaf þannig að við ætlum að vinna leiki sem við förum í. Svo þurfum við bara að taka því sem kemur út úr þessu. Í grunninn þá erum við að undirbúa okkur það vel og spila það vel að við munum vinna,“ sagði Þorsteinn. „Við ætlum að mæta til leiks í góðri stemmningu, spila þétt og agað og með hugrekki og krafti. Við þurfum að þora að vera við sjálf inn á vellinum og þora að vera betra liðið á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Tékkneska liðið er þegar búið að taka stig af Evrópumeisturum Hollands í riðlinum. „Miðað við leikinn á móti Hollandi þá voru þær mjög þéttar til baka. Þær spiluðu agaðan og skipulagðan varnarleik og beittu skyndisóknum. Þær gerðu það vel. Þær skoruðu eitt mark og annað mark var dæmt af þeim sem var vafasamt,“ sagði Þorsteinn „Þær sýndu að þær eru lið sem eru tilbúið að þurfa verjast mikið en í öðrum leikjum hafa þær líka verið tilbúnar að vera með boltann og sækja á mörgum mönnum líka. Við þurfum að vera undirbúin fyrir alla þessa þætti og tilbúnar að bregðast við sem kemur upp inn á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld. HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Sjá meira
Þorsteinn Halldórsson stýrir íslenska liðinu þarna í annað skiptið í keppnisleik en fyrsti leikurinn tapaðist á móti Evrópumeisturum Hollands í síðasta mánuði. Hann segir ástandið á liðinu gott og nú snúist þetta mikið um hugrekki. „Þetta hefur bara gengið vel og rúllað ágætlega. Ég held að þetta hafi verið góður undirbúningur og að við komust í góðan leik á morgun (í kvöld),“ sagði Þorsteinn Halldórsson í samtali við Svövu Kristínu Grétarsdóttur. „Það eru allar stelpurnar í fínu standi og allar klárar í þetta. Ég hef ekkert að óttast varðandi hópinn eða liðið sem er að fara að spila,“ sagði Þorsteinn. Íslenska liðið tapaði 2-0 á móti Hollandi og þarf væntanlega að spila betur í leiknum í kvöld. „Auðvitað er maður alltaf að leita að hinum fullkomna fótboltaleik og það er alveg sama hvernig gengur því maður leitar alltaf að einhverju hlutum sem hægt er að laga. Maður fer líka yfir það sem vel er gert. Það verður að vera jafnvægi og að fara í gegnum báða þætti, hvort sem það var vel gert eða hvort að það þurfi að laga eitthvað,“ sagði Þorsteinn en verður liðið ekki að vinna í kvöld? Klippa: Viðtal við Þorstein Halldórsson fyrir Tékkaleik „Ef við setjum þetta í samhengi þá viljum við fara á HM og þá ætlum við að vinna á morgun (í kvöld). Það er okkar markmið og það verður alltaf þannig að við ætlum að vinna leiki sem við förum í. Svo þurfum við bara að taka því sem kemur út úr þessu. Í grunninn þá erum við að undirbúa okkur það vel og spila það vel að við munum vinna,“ sagði Þorsteinn. „Við ætlum að mæta til leiks í góðri stemmningu, spila þétt og agað og með hugrekki og krafti. Við þurfum að þora að vera við sjálf inn á vellinum og þora að vera betra liðið á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Tékkneska liðið er þegar búið að taka stig af Evrópumeisturum Hollands í riðlinum. „Miðað við leikinn á móti Hollandi þá voru þær mjög þéttar til baka. Þær spiluðu agaðan og skipulagðan varnarleik og beittu skyndisóknum. Þær gerðu það vel. Þær skoruðu eitt mark og annað mark var dæmt af þeim sem var vafasamt,“ sagði Þorsteinn „Þær sýndu að þær eru lið sem eru tilbúið að þurfa verjast mikið en í öðrum leikjum hafa þær líka verið tilbúnar að vera með boltann og sækja á mörgum mönnum líka. Við þurfum að vera undirbúin fyrir alla þessa þætti og tilbúnar að bregðast við sem kemur upp inn á vellinum,“ sagði Þorsteinn. Það má horfa á allt viðtalið hér fyrir ofan. Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 18.45 á Laugardalsvellinum í kvöld.
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Fleiri fréttir Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Í beinni: FH - Valur | Botnliðið fær taplausa gesti Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Sjá meira