Íslendingar geta sótt um miða á EM strax eftir drátt á fimmtudag Sindri Sverrisson skrifar 26. október 2021 16:30 Íslenska landsliðið fékk góðan stuðning á Evrópumótinu í Hollandi árið 2017. Getty/Catherine Ivill Það ræðst á fimmtudaginn hvaða liðum Ísland verður með í riðli á Evrópumóti kvenna í fótbolta í Englandi næsta sumar. Strax eftir dráttinn geta stuðningsmenn sótt um miða á leikina en miðaverðið er frá innan við þúsund krónum. Sextán lið leika á Evrópumótinu næsta sumar en mótinu var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir dráttinn á fimmtudag verður ljóst hvaða þremur liðum Ísland mætir í riðlakeppninni í Englandi, á hvaða leikvöngum Ísland spilar og hverjir mögulegir andstæðingar liðsins gætu orðið í 8-liða úrslitum. Dregið verður klukkan 16 að íslenskum tíma og klukkutíma síðar verður opnað fyrir miðasölu. Hægt verður að sækja um miða fram til 16. nóvember og eftir það skýrist hverjir fá miða. Ætla má að eftirspurnin verði langmest eftir miðum hjá heimakonum í enska landsliðinu sem hefja munu keppni á Old Trafford í Manchester miðvikudagskvöldið 6. júlí. Miðasala fer fram í gegnum vef UEFA og hægt er að lesa nánar um framkvæmd hennar með því að smella hér. Nokkur þúsund Íslendinga fylgdu Íslandi á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 en það var þriðja stórmót íslenska liðsins sem leikur á sína fjórða Evrópumóti í röð næsta sumar. Styrkleikaflokkar fyrir dráttinn á fimmtudag: Flokkur 1: England Holland Þýskaland Frakkland Flokkur 2: Svíþjóð Spánn Noregur Ítalía Flokkur 3: Danmörk Belgía Sviss Austurríki Flokkur 4: Ísland Rússland Finnland Norður-Írland Kelly Smith hjálpar til við dráttinn í riðla á EM.Getty EM 2021 í Englandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira
Sextán lið leika á Evrópumótinu næsta sumar en mótinu var frestað um eitt ár vegna kórónuveirufaraldursins. Eftir dráttinn á fimmtudag verður ljóst hvaða þremur liðum Ísland mætir í riðlakeppninni í Englandi, á hvaða leikvöngum Ísland spilar og hverjir mögulegir andstæðingar liðsins gætu orðið í 8-liða úrslitum. Dregið verður klukkan 16 að íslenskum tíma og klukkutíma síðar verður opnað fyrir miðasölu. Hægt verður að sækja um miða fram til 16. nóvember og eftir það skýrist hverjir fá miða. Ætla má að eftirspurnin verði langmest eftir miðum hjá heimakonum í enska landsliðinu sem hefja munu keppni á Old Trafford í Manchester miðvikudagskvöldið 6. júlí. Miðasala fer fram í gegnum vef UEFA og hægt er að lesa nánar um framkvæmd hennar með því að smella hér. Nokkur þúsund Íslendinga fylgdu Íslandi á Evrópumótið í Hollandi sumarið 2017 en það var þriðja stórmót íslenska liðsins sem leikur á sína fjórða Evrópumóti í röð næsta sumar. Styrkleikaflokkar fyrir dráttinn á fimmtudag: Flokkur 1: England Holland Þýskaland Frakkland Flokkur 2: Svíþjóð Spánn Noregur Ítalía Flokkur 3: Danmörk Belgía Sviss Austurríki Flokkur 4: Ísland Rússland Finnland Norður-Írland Kelly Smith hjálpar til við dráttinn í riðla á EM.Getty
Styrkleikaflokkar fyrir dráttinn á fimmtudag: Flokkur 1: England Holland Þýskaland Frakkland Flokkur 2: Svíþjóð Spánn Noregur Ítalía Flokkur 3: Danmörk Belgía Sviss Austurríki Flokkur 4: Ísland Rússland Finnland Norður-Írland
EM 2021 í Englandi Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Foden í stuði gegn Dortmund Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Davíð Smári tekur við Njarðvík Íslenski boltinn „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Fleiri fréttir „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Sjá meira