Sjö breytingar á byrjunarliðinu og þær Cecilía, Amanda og Sif koma allar inn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2021 17:28 Amanda Andradóttir á ferðinni á Laugardalsvelli gegn Evrópumeisturum Hollands, í sínum fyrsta A-landsleik en í kvöld er hún í byrjunarliðinu í fyrsta sinn. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, gerir sjö breytingar á byrjunarliðinu sínu fyrir leikinn á móti Kýpur í undankeppni HM 2023 sem fer fram á Laugardalsvellinum í kvöld. Það eru aðeins fjórir leikmenn liðsins sem halda sæti sínu frá því í 4-0 sigrinum á Tékklandi á föstudaginn en það eru þær Guðný Árnadóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Elísa Viðarsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir komu allar inn á sem varamenn í þeim leik en þær eru í byrjunarliðinu í dag. Hin sautján ára gamla Amanda Jacobsen Andradóttir er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og Sif Atladóttir mun í kvöld spila sinn fyrsta A-landsleik í rúm tvö ár. Sif lék síðast með íslenska A-landsliðinu í leik á móti Lettlandi 8. október 2019. Sif er fyrirliði liðsins í kvöld. Hin átján ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld. Þetta er hennar fjórði A-landsleikur en í fyrsta sinn sem hún er í byrjunarliðinu í keppnisleik. Leikmennirnir sem missa sæti sitt í byrjunarliðinu eru þær Sandra Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Agla María Albertsdóttir og Guðrún Arnardóttir. Þær áttu flestar mjög góðan leik á móti Tékkum en Þorsteinn ætlar greinilega að nýta tækifærið og gefa fleiri leikmönnum möguleika á að sýna sig og sanna. Þetta þýðir að sex leikmenn íslenska byrjunarliðsins í kvöld, meirihluti liðsins, eru fæddar á þessari öld eða árið 2000 eða síðar. Íslenska liðið á að vinna leikinn í kvöld en kýpversku stelpurnar eru búnar að tapa síðustu tveimur leikjum sínum 8-0 þar af öðrum þeirra á móti Tékkum sem íslenska liðið vann 4-0 í Laugardalnum á föstudagskvöldið. Byrjunarlið Íslands á móti Kýpur í undankeppni HM: Cecilía Rán Rúnarsdóttir Guðný Árnadóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Sif Atladóttir, fyrirliði Elísa Viðarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Svava Rós Guðmundsdóttir Amanda Jacobsen Andradóttir Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira
Það eru aðeins fjórir leikmenn liðsins sem halda sæti sínu frá því í 4-0 sigrinum á Tékklandi á föstudaginn en það eru þær Guðný Árnadóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir. Elísa Viðarsdóttir, Ingibjörg Sigurðardóttir, Alexandra Jóhannsdóttir og Svava Rós Guðmundsdóttir komu allar inn á sem varamenn í þeim leik en þær eru í byrjunarliðinu í dag. Hin sautján ára gamla Amanda Jacobsen Andradóttir er í byrjunarliðinu í fyrsta sinn og Sif Atladóttir mun í kvöld spila sinn fyrsta A-landsleik í rúm tvö ár. Sif lék síðast með íslenska A-landsliðinu í leik á móti Lettlandi 8. október 2019. Sif er fyrirliði liðsins í kvöld. Hin átján ára Cecilía Rán Rúnarsdóttir er í markinu hjá íslenska liðinu í kvöld. Þetta er hennar fjórði A-landsleikur en í fyrsta sinn sem hún er í byrjunarliðinu í keppnisleik. Leikmennirnir sem missa sæti sitt í byrjunarliðinu eru þær Sandra Sigurðardóttir, Glódís Perla Viggósdóttir, Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Agla María Albertsdóttir og Guðrún Arnardóttir. Þær áttu flestar mjög góðan leik á móti Tékkum en Þorsteinn ætlar greinilega að nýta tækifærið og gefa fleiri leikmönnum möguleika á að sýna sig og sanna. Þetta þýðir að sex leikmenn íslenska byrjunarliðsins í kvöld, meirihluti liðsins, eru fæddar á þessari öld eða árið 2000 eða síðar. Íslenska liðið á að vinna leikinn í kvöld en kýpversku stelpurnar eru búnar að tapa síðustu tveimur leikjum sínum 8-0 þar af öðrum þeirra á móti Tékkum sem íslenska liðið vann 4-0 í Laugardalnum á föstudagskvöldið. Byrjunarlið Íslands á móti Kýpur í undankeppni HM: Cecilía Rán Rúnarsdóttir Guðný Árnadóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Sif Atladóttir, fyrirliði Elísa Viðarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Svava Rós Guðmundsdóttir Amanda Jacobsen Andradóttir Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm Vísir/Vilhelm
Byrjunarlið Íslands á móti Kýpur í undankeppni HM: Cecilía Rán Rúnarsdóttir Guðný Árnadóttir Ingibjörg Sigurðardóttir Sif Atladóttir, fyrirliði Elísa Viðarsdóttir Alexandra Jóhannsdóttir Dagný Brynjarsdóttir Karólína Lea Vilhjálmsdóttir Sveindís Jane Jónsdóttir Svava Rós Guðmundsdóttir Amanda Jacobsen Andradóttir
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Mest lesið Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Körfubolti „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ Íslenski boltinn Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Enski boltinn Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu Fótbolti „Ég er mjög þreyttur“ Íslenski boltinn „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum Íslenski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Fótbolti Leiknir selur táning til Serbíu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Sjá meira