Ísland í riðli með Frökkum, Ítölum og Belgum Sindri Sverrisson skrifar 28. október 2021 16:43 Íslenska landsliðið hefur á síðustu dögum skorað níu mörk í tveimur sigrum, gegn Tékklandi og Kýpur. Næsta sumar bíða hins vegar mun erfiðari mótherjar á Evrópumótinu í Englandi. vísir/vilhelm Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta dróst á ný í riðil með Frakklandi þegar dregið var í riðla fyrir EM sem fram fer í Englandi næsta sumar. Sextán lið leika á EM og spila þar í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu lið úr hverjum riðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki en mætir Frakklandi úr efsta flokki, Ítalíu úr öðrum flokki og Belgíu úr þriðja flokki. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik 10. júlí á akademíuleikvangi Manchester City. Ísland mætir svo Ítalíu á sama stað, 14. júlí. Lokaleikurinn í riðlinum er gegn Frakklandi 18. júlí, á New York leikvanginum í Rotherham. Tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslit og mæta þar liðum úr C-riðli. A-riðill: England, Noregur, Austurríki, Norður-Írland B-riðill: Þýskaland, Spánn, Danmörk, Finnland C-riðill: Holland, Svíþjóð, Sviss, Rússland D-riðill: Frakkland, Ítalía, Belgía, ÍSLAND Ísland leikur í lokakeppni EM í fjórða skiptið í röð. Liðið var einnig með Frakklandi í riðli á EM 2017 og 2009 og tapaði báðum leikjum. Langt er síðan að Ísland mætti Ítalíu í mótsleik en liðin mættust í tveimur vináttulandsleikjum í apríl, fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, þar sem Ítalía vann 1-0 og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli. Ísland mætti Belgíu síðast í Algarve-bikarnum árið 2016 og vann þá 2-1 sigur. Textalýsingu frá drættinum í Manchester má sjá hér að neðan.
Sextán lið leika á EM og spila þar í fjórum fjögurra liða riðlum, þar sem tvö efstu lið úr hverjum riðli komast svo áfram í 8-liða úrslit. Ísland var í neðsta styrkleikaflokki en mætir Frakklandi úr efsta flokki, Ítalíu úr öðrum flokki og Belgíu úr þriðja flokki. Ísland mætir Belgíu í fyrsta leik 10. júlí á akademíuleikvangi Manchester City. Ísland mætir svo Ítalíu á sama stað, 14. júlí. Lokaleikurinn í riðlinum er gegn Frakklandi 18. júlí, á New York leikvanginum í Rotherham. Tvö efstu liðin komast áfram í 8-liða úrslit og mæta þar liðum úr C-riðli. A-riðill: England, Noregur, Austurríki, Norður-Írland B-riðill: Þýskaland, Spánn, Danmörk, Finnland C-riðill: Holland, Svíþjóð, Sviss, Rússland D-riðill: Frakkland, Ítalía, Belgía, ÍSLAND Ísland leikur í lokakeppni EM í fjórða skiptið í röð. Liðið var einnig með Frakklandi í riðli á EM 2017 og 2009 og tapaði báðum leikjum. Langt er síðan að Ísland mætti Ítalíu í mótsleik en liðin mættust í tveimur vináttulandsleikjum í apríl, fyrstu leikjum Íslands undir stjórn Þorsteins Halldórssonar, þar sem Ítalía vann 1-0 og liðin gerðu svo 1-1 jafntefli. Ísland mætti Belgíu síðast í Algarve-bikarnum árið 2016 og vann þá 2-1 sigur. Textalýsingu frá drættinum í Manchester má sjá hér að neðan.
EM 2021 í Englandi Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Markalaust í baráttunni um brúna Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjá meira