Grænþvottur og hrognkelsi Elvar Örn Friðriksson skrifar 28. október 2021 13:00 Þessa dagana keppist laxeldisiðnaðurinn við það klappa sjálfum sér á bakið. Reynt er að sannfæra landsmenn um það að sjókvíaeldi standi fyrir sjálfbæra, umhverfisvæna og græna framtíð. Þemað í flestum greinum um sjókvíaeldið þessa dagana er að við Íslendingar munum gera þetta svo vel og þetta mun allt verða í lagi hér þó svo að alls staðar annars staðar hafi iðnaðurinn skilið eftir sig visna náttúru og erfðablandaða laxastofna. Sem dæmi má nefna að þann 27. október birtust að minnsta kosti 10 aðkeyptar lofgreinar um fiskeldi í fjölmiðlum landsins. Það er þekkt aðferð hjá iðnaði sem hefur slæman málstað að verja að hreinlega kaupa sér pólitísk völd og jákvæða umfjöllun. Það var sérstaklega tvennt sem vakti athygli í þessum lofgreinum. Annars vegar var það umfjöllun um aukningu í ræktun á hrognkelsi og hins vegar fullyrðing framkvæmdastjóra Benchmark Genetics um að kynbætti norski eldislaxinn þeirra væri „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Byrjum á hrognkelsunum. Það er mikilvægt að átta sig á því að hrognkelsin eru einungis ræktuð til þess að éta laxalús af eldislöxum og síðan drepast. Þó að aukin ræktun á hrognkelsi sé ánægjuefni fyrir Benchmark Genetics og fjárhag þeirra, þá nær það ekki lengra en það. Aukin ræktun hrognkelsa þýðir aðeins eitt, laxalúsin í sjókvíaeldinu er að færast í aukana. Þrátt fyrir það að helstu sérfræðingar iðnaðarins héldu því staðfastlega fram á sínum tíma að laxalúsin yrði aldrei vandamál hér. Eftir því sem umfang sjókvíaeldis eykst, þá aukast neikvæðu fylgikvillar þess. Að setja það í þetta jákvæða ljós er eins og að segja að það sé jákvætt að sala sýklalyfja hafi aukist með haustkvefinu. Í stuttu máli er þetta svona: Laxalúsin étur laxinn lifandi ➡️ Hrognkelsið étur laxalúsina ➡️ hrognkelsið drepst í kvíunum ➡️ og við étum svo laxinn, verkaðann og snyrtilegan með engin sjáanleg ummerki um neitt af þessu. Sannarlega ekki gleðitíðindi fyrir neinn (nema fyrir Benchmark Genetics). Þá komum við að fullyrðingunni mögnuðu „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Það er ekkert annað en móðgun við allt villt og náttúrulegt að segja að kynbættur norskur eldislax sé „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Vísindasamfélagið er sammála um það að það er einmitt þessi lax sem er helsta ógnin við hina villtu laxastofna. Eldislaxinn sleppur úr kvíum og syndir upp í ár með náttúrulega stofna, hrygnir og erfðablandast þannig villtum stofnum sem hafa aðlagast náttúrulega umhverfi sínu síðan á síðustu ísöld. Sjókvíaeldi og eldislaxinn sem þar er notaður mun verða til þess að villtir laxastofnar verða „óheilbrigðir“ og munu á endanum deyja út. Látum ekki sefjandi umfjöllun mengandi iðnaðar blekkja okkur. Sjókvíaeldi er úrelt og mun skilja eftir sig hörmungarsögu fyrir náttúru og vistkerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Þessa dagana keppist laxeldisiðnaðurinn við það klappa sjálfum sér á bakið. Reynt er að sannfæra landsmenn um það að sjókvíaeldi standi fyrir sjálfbæra, umhverfisvæna og græna framtíð. Þemað í flestum greinum um sjókvíaeldið þessa dagana er að við Íslendingar munum gera þetta svo vel og þetta mun allt verða í lagi hér þó svo að alls staðar annars staðar hafi iðnaðurinn skilið eftir sig visna náttúru og erfðablandaða laxastofna. Sem dæmi má nefna að þann 27. október birtust að minnsta kosti 10 aðkeyptar lofgreinar um fiskeldi í fjölmiðlum landsins. Það er þekkt aðferð hjá iðnaði sem hefur slæman málstað að verja að hreinlega kaupa sér pólitísk völd og jákvæða umfjöllun. Það var sérstaklega tvennt sem vakti athygli í þessum lofgreinum. Annars vegar var það umfjöllun um aukningu í ræktun á hrognkelsi og hins vegar fullyrðing framkvæmdastjóra Benchmark Genetics um að kynbætti norski eldislaxinn þeirra væri „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Byrjum á hrognkelsunum. Það er mikilvægt að átta sig á því að hrognkelsin eru einungis ræktuð til þess að éta laxalús af eldislöxum og síðan drepast. Þó að aukin ræktun á hrognkelsi sé ánægjuefni fyrir Benchmark Genetics og fjárhag þeirra, þá nær það ekki lengra en það. Aukin ræktun hrognkelsa þýðir aðeins eitt, laxalúsin í sjókvíaeldinu er að færast í aukana. Þrátt fyrir það að helstu sérfræðingar iðnaðarins héldu því staðfastlega fram á sínum tíma að laxalúsin yrði aldrei vandamál hér. Eftir því sem umfang sjókvíaeldis eykst, þá aukast neikvæðu fylgikvillar þess. Að setja það í þetta jákvæða ljós er eins og að segja að það sé jákvætt að sala sýklalyfja hafi aukist með haustkvefinu. Í stuttu máli er þetta svona: Laxalúsin étur laxinn lifandi ➡️ Hrognkelsið étur laxalúsina ➡️ hrognkelsið drepst í kvíunum ➡️ og við étum svo laxinn, verkaðann og snyrtilegan með engin sjáanleg ummerki um neitt af þessu. Sannarlega ekki gleðitíðindi fyrir neinn (nema fyrir Benchmark Genetics). Þá komum við að fullyrðingunni mögnuðu „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Það er ekkert annað en móðgun við allt villt og náttúrulegt að segja að kynbættur norskur eldislax sé „einn heilbrigðasti laxastofn í heimi“. Vísindasamfélagið er sammála um það að það er einmitt þessi lax sem er helsta ógnin við hina villtu laxastofna. Eldislaxinn sleppur úr kvíum og syndir upp í ár með náttúrulega stofna, hrygnir og erfðablandast þannig villtum stofnum sem hafa aðlagast náttúrulega umhverfi sínu síðan á síðustu ísöld. Sjókvíaeldi og eldislaxinn sem þar er notaður mun verða til þess að villtir laxastofnar verða „óheilbrigðir“ og munu á endanum deyja út. Látum ekki sefjandi umfjöllun mengandi iðnaðar blekkja okkur. Sjókvíaeldi er úrelt og mun skilja eftir sig hörmungarsögu fyrir náttúru og vistkerfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Verndarsjóðs Villtra Laxastofna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun