Orkuboltar, íþróttir og ADHD! Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar 29. október 2021 11:30 Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður og tilgangurinn að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Að venju er lokaviðburður mánaðarins málþing ADHD samtakanna sem haldið er á Grand Hótel í dag. Yfirskriftin er „Orkuboltar og íþróttir“ og málþinginu ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinu streymi á Facebook síðu adhd samtakanna. Eðli máls samkvæmt er hreyfing stór hluti íþróttaiðkunar. Eins er góð ástæða fyrir að eitt besta þekkta einkenni ADHD er hreyfiofvirkni. Grunnorsök ADHD er röskun á taugaþroska í framheilastöðvum sem aftur veldur því að heili eins og minn vannýtir heilaboðefni á borð við dópamína áður en það hverfur. Öll hreyfing eykur framleiðslu dópamíns og styður þar með við eðlilega virkni í þessum heilastöðvum. Hreyfiofvirkni er upphaflega ómeðvituð leið barns til að styðja við dópamínbúskapinn. Því gefur auga leið að íþróttir geta gagnast vel einstaklingum með ADHD. Enda skal engan undra hversu margt afreksfólk í íþróttum er jafnframt með ADHD. Hvað umfjöllunarefni málþingsins varðar kemur fleira til. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með – og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Eins reynir íþrótta- og tómstundastarf mikið á félagsfærni barna með ADHD, sem oft er af skornum skammti. Samhliða undirbúningi á nýju námskeiði á vegum ADHD samtakanna, „TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD“ sem ætlað fyrir þjálfara og aðstoðarfólk þeirra, létu samtökin framkvæma rannsókn þessu tengt, á upplifun foreldra barna með ADHD. Ég hef undir höndum frumdrög af niðurstöðunum sem mér þykja fyrir margra hluta sakir áhugaverðar. Svo eitthvað sé tínnt til þá höfðu erfiðleikar í tengslum við íþróttaþátttöku hjá íþróttafélagi komið upp hjá rúmlega helmingi barnanna – eða 53,4% – en ólíkt íþróttum höfðu ekki nema 29% barna upplifað erfiðleika í þátttöku á tómstundastarfi. Í skriflegum svörum kemur ýmislegt fram, bæði jákvætt og neikvætt. Sumt kemu varla á óvart, einelti bæði á skólatíma og í þessu starfi, góðir leiðbeinendur sem gera gæfumuninn og svon hinir sem ekki ná til einstaklingsins eða hópsins í heild, geta eða vangeta til að veita hverju barni athygli og stuðning á þess eigin forsendum og svo má lengi telja. Eitt les ég þó milli lína og vil ítreka hér: Þó hugmyndafræði námskeiðsins fókusi á börn með ADHD þá muni breytt og bætt vinnubrögð eflaust gagnast fleirum. Hvort heldur einstaklingum með aðrar raskanir og/eða vandamál, nú eða hreinlega öllum hópnum. Á málþinginu verður fjallað á ýmsan máta um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Von okkar hjá ADHD samtökunum er að málþingið og sú umræða sem það skapar leiði til betra íþrótta- og tómsstundastarfs – ekki bara fyrir börn með ADHD, heldur okkur öll. Höfundur er formaður ADHD samtakanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Hjálmarsson Íþróttir barna Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Október er alþjóðlegur ADHD vitundarmánuður og tilgangurinn að vekja athygli á aðstæðum einstaklinga með ADHD. Að venju er lokaviðburður mánaðarins málþing ADHD samtakanna sem haldið er á Grand Hótel í dag. Yfirskriftin er „Orkuboltar og íþróttir“ og málþinginu ætlað að varpa ljósi á stöðu einstaklinga með ADHD í íþrótta- og tómstundastarfi. Hægt er að fylgjast með málþinginu í beinu streymi á Facebook síðu adhd samtakanna. Eðli máls samkvæmt er hreyfing stór hluti íþróttaiðkunar. Eins er góð ástæða fyrir að eitt besta þekkta einkenni ADHD er hreyfiofvirkni. Grunnorsök ADHD er röskun á taugaþroska í framheilastöðvum sem aftur veldur því að heili eins og minn vannýtir heilaboðefni á borð við dópamína áður en það hverfur. Öll hreyfing eykur framleiðslu dópamíns og styður þar með við eðlilega virkni í þessum heilastöðvum. Hreyfiofvirkni er upphaflega ómeðvituð leið barns til að styðja við dópamínbúskapinn. Því gefur auga leið að íþróttir geta gagnast vel einstaklingum með ADHD. Enda skal engan undra hversu margt afreksfólk í íþróttum er jafnframt með ADHD. Hvað umfjöllunarefni málþingsins varðar kemur fleira til. Börn með ADHD standa frammi fyrir ýmsum áskorunum þegar litið er til íþróttaiðkunar. Að meðtaka fyrirmæli, vinna í stórum hópum og halda aftur af sér á réttum stöðum eru aðstæður sem einstaklingar með ADHD eiga oft erfitt með – og geta verið hamlandi þáttur í íþróttastarfi. Því er mikilvægt að þjálfarar og aðrir sem vinna með börn með ADHD séu færir um að sýna skilning og hafi þekkingu á þeim áskorunum sem börn með ADHD standa frammi fyrir. Eins reynir íþrótta- og tómstundastarf mikið á félagsfærni barna með ADHD, sem oft er af skornum skammti. Samhliða undirbúningi á nýju námskeiði á vegum ADHD samtakanna, „TÍA – tómstundir, íþróttir og ADHD“ sem ætlað fyrir þjálfara og aðstoðarfólk þeirra, létu samtökin framkvæma rannsókn þessu tengt, á upplifun foreldra barna með ADHD. Ég hef undir höndum frumdrög af niðurstöðunum sem mér þykja fyrir margra hluta sakir áhugaverðar. Svo eitthvað sé tínnt til þá höfðu erfiðleikar í tengslum við íþróttaþátttöku hjá íþróttafélagi komið upp hjá rúmlega helmingi barnanna – eða 53,4% – en ólíkt íþróttum höfðu ekki nema 29% barna upplifað erfiðleika í þátttöku á tómstundastarfi. Í skriflegum svörum kemur ýmislegt fram, bæði jákvætt og neikvætt. Sumt kemu varla á óvart, einelti bæði á skólatíma og í þessu starfi, góðir leiðbeinendur sem gera gæfumuninn og svon hinir sem ekki ná til einstaklingsins eða hópsins í heild, geta eða vangeta til að veita hverju barni athygli og stuðning á þess eigin forsendum og svo má lengi telja. Eitt les ég þó milli lína og vil ítreka hér: Þó hugmyndafræði námskeiðsins fókusi á börn með ADHD þá muni breytt og bætt vinnubrögð eflaust gagnast fleirum. Hvort heldur einstaklingum með aðrar raskanir og/eða vandamál, nú eða hreinlega öllum hópnum. Á málþinginu verður fjallað á ýmsan máta um þær áskoranir sem börn með ADHD mæta í íþrótta-og tómstundastarfi og hvernig hægt er að koma til móts við þeirra þarfir. Von okkar hjá ADHD samtökunum er að málþingið og sú umræða sem það skapar leiði til betra íþrótta- og tómsstundastarfs – ekki bara fyrir börn með ADHD, heldur okkur öll. Höfundur er formaður ADHD samtakanna.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun