Íslensk landsliðshetja spilaði með spænska landsliðinu undir dulnefni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 09:00 Viggó Sigurðsson í viðtalinu við Guðjón Guðmundsson. Viggó sagði þá frá áratuga gömlu leyndarmáli sínu. Skjámynd/S2 Sport Viggó Sigurðsson skráði soninn Jón Gunnlaug í Víking við fæðingu og strákurinn er nú aðalþjálfari liðsins. Gaupi hitti þá feðga í Víkinni á dögunum og úr varð nýjasti þátturinn af .Eina. „Víkingur var á sínum tíma eina stórveldið í íslenskum handbolta ásamt Val. Þeir unnu hreinlega allt. Nú er öldin önnur en við lítum hérna upp í loftið í Víkinni þá má sjá þetta svart á hvítu. Þetta lið tapaði ekki mörgum leikjum,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi heimsóknar sinnar í Víkina á dögunum. Feðgarnir Viggó Sigurðsson og Jón Gunnlaugur Viggósson hittu Guðjón Guðmundsson í Víkinni.Skjámynd/S2 Sport „Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, var skráður í félagið þegar hann fæddist. Karl faðir hans, Viggó Sigurðsson, var einn besti handboltamaður sem Víkingur hefur átt. Jón Gunnlaugur er skírður í höfuðið á Jón Gunnlaugi, föðurbróður sínum, sem lést langt um aldur fram. Hann var í fyrsta meistaraliði Víkings árið 1975,“ sagði Guðjón. „Afi hans, Sigurður Jónsson, var einn af þeim sem gerði Víking að stórveldi á sínum tíma,“ sagði Guðjón. Guðjón hitti Jón Gunnlaug Viggósson í Víkinni en Víkingsliðið fékk óvænt sæti í Olís deild karla fyrir þetta tímabil. „Þetta er ekki einfalt verk fyrir þig í dag að fá þetta í fangið og þið eruð eiginlega að byrja á grunninum,“ hóf Guðjón viðtalið. Alveg pressulausir í þessari deild „Við áttum frábært tímabil í fyrra og vinnum sextán af átján leikjum í deildinni. Við erum að ala svolítið á ungum leikmönnum en fengum frábæra viðbót. Við erum alveg pressulausir í þessari deild. Strákarnir þurfa bara svolítið að njóta þess að spila,“ sagði Jón Gunnlaugur. Jón Gunnlaugur Viggósson er þjálfari Víkinga í Olís deild karla í handbolta.Skjámynd/S2 Sport „Ég er á því að ef ýmislegt gengur upp þá getum við alveg komið á óvart,“ sagði Jón. Það hefur samt ekki alveg gengið nógu vel í upphafi leiktíðar en Víkingar eru stigalausir eftir fyrstu sex leiki sína. Liðið var þó nálægt fyrsta sigri sínum í hörkuleik á móti Fram. Guðjón ræddi líka við Viggó Sigurðsson. „Viggó, strákurinn er ekki í sama umhverfi og þú varst í hjá Víkingi,“ sagði Guðjón. Það þarf að rífa upp og fá ísbrjót í þetta „Nei ekki alveg en 1975 var ísbrjótur í félaginu. Þá var búið að vera ströggl í áraraðir að fara upp og niður. Þá kemur Kalli Ben og breytti hugmyndafræðinni. Við vorum að æfa í hádeginu og æfa á kvöldin, stundum tvisvar á dag. Þá breyttist allt og við urðum Íslandsmeistarar 1975. Í kjölfarið fylgdi gífurleg gullöld,“ sagði Viggó. „Það er kannski svipuð staða núna. Það þarf að rífa upp og fá ísbrjót í þetta,“ sagði Viggó. „Þú ert hluti af besta handboltaliði sögunnar. Besta liði sem Ísland hefur átt,“ sagði Guðjón. „Já, já. Maður fattar það eftir á að við vorum bara í hernum. Þetta voru bara heræfingar sem við vorum að gera. Það eru að koma upp þessar stöðvar núna og þegar maður sér hreystistöð þá eru þetta nánast sömu æfingarnar sem við vorum að djöflast í,“ sagði Viggó. „Meistaraliðið frá 1983 var líklega besta liðið,“ sagði Guðjón. Fjórtán manna hópur og allir landsliðsmenn „Við vorum með fjórtán manna hóp og það voru allir landsliðsmenn. Það er alveg einstakt og sýnir bara styrkinn sem var hjá okkur. Það er kannski hægt að benda á það að við æfðum í Réttó, í litlum sal. Eftir að við fáum Víkina þá höfðum við aldrei unnið titil,“ sagði Viggó. Viggó Sigurðsson hefur bæði unnið Íslandsmeistaratititlinn sem leikmaður og þjálfari.Skjámynd/S2 Sport „Við erum að vakna úr djúpri lægð að það tekur tíma að byggja þetta aftur upp. Á tveimur árum erum við búnir að tvöfalda fjöldann í yngri flokkum. Það voru 170 iðkendur fyrir tveimur árum og erum núna að skríða í 340. Svo tökum við Safamýrina alveg yfir á næsta ári. Framtíðin er gríðarlega björt,“ sagði Jón Gunnlaugur. Hver er þessi Perez? Gaupi bendir á það að Viggó sé eina íslenska eintakið sem hafi spilað landsleiki fyrir Spán. „Ég hef spilað með spænska landsliðinu sem Perez. Málið var að franska mótið var í gangi sem við Íslendingar höfum oft tekið þátt í og það stóð þannig á að spænska landsliðið komst ekki. Þeir sendu lið Barcelona í staðinn. Ég var í Barcelona og spilaði fjóra landsleiki undir spænska þjóðsöngnum og í spænskum landsliðsbúningi,“ sagði Viggó. „Það mátti ekki nefna nafnið mitt. Ég skoraði eitthvað af mörkum og það varð að finna eitthvað nafn. Ég held að ég hafi heitið Perez eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Viggó. Það má horfa á allt innslagið hans Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Eina með Víkingsfeðgum Olís-deild karla Seinni bylgjan Víkingur Reykjavík Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira
„Víkingur var á sínum tíma eina stórveldið í íslenskum handbolta ásamt Val. Þeir unnu hreinlega allt. Nú er öldin önnur en við lítum hérna upp í loftið í Víkinni þá má sjá þetta svart á hvítu. Þetta lið tapaði ekki mörgum leikjum,“ sagði Guðjón Guðmundsson í upphafi heimsóknar sinnar í Víkina á dögunum. Feðgarnir Viggó Sigurðsson og Jón Gunnlaugur Viggósson hittu Guðjón Guðmundsson í Víkinni.Skjámynd/S2 Sport „Jón Gunnlaugur Viggósson, þjálfari Víkings, var skráður í félagið þegar hann fæddist. Karl faðir hans, Viggó Sigurðsson, var einn besti handboltamaður sem Víkingur hefur átt. Jón Gunnlaugur er skírður í höfuðið á Jón Gunnlaugi, föðurbróður sínum, sem lést langt um aldur fram. Hann var í fyrsta meistaraliði Víkings árið 1975,“ sagði Guðjón. „Afi hans, Sigurður Jónsson, var einn af þeim sem gerði Víking að stórveldi á sínum tíma,“ sagði Guðjón. Guðjón hitti Jón Gunnlaug Viggósson í Víkinni en Víkingsliðið fékk óvænt sæti í Olís deild karla fyrir þetta tímabil. „Þetta er ekki einfalt verk fyrir þig í dag að fá þetta í fangið og þið eruð eiginlega að byrja á grunninum,“ hóf Guðjón viðtalið. Alveg pressulausir í þessari deild „Við áttum frábært tímabil í fyrra og vinnum sextán af átján leikjum í deildinni. Við erum að ala svolítið á ungum leikmönnum en fengum frábæra viðbót. Við erum alveg pressulausir í þessari deild. Strákarnir þurfa bara svolítið að njóta þess að spila,“ sagði Jón Gunnlaugur. Jón Gunnlaugur Viggósson er þjálfari Víkinga í Olís deild karla í handbolta.Skjámynd/S2 Sport „Ég er á því að ef ýmislegt gengur upp þá getum við alveg komið á óvart,“ sagði Jón. Það hefur samt ekki alveg gengið nógu vel í upphafi leiktíðar en Víkingar eru stigalausir eftir fyrstu sex leiki sína. Liðið var þó nálægt fyrsta sigri sínum í hörkuleik á móti Fram. Guðjón ræddi líka við Viggó Sigurðsson. „Viggó, strákurinn er ekki í sama umhverfi og þú varst í hjá Víkingi,“ sagði Guðjón. Það þarf að rífa upp og fá ísbrjót í þetta „Nei ekki alveg en 1975 var ísbrjótur í félaginu. Þá var búið að vera ströggl í áraraðir að fara upp og niður. Þá kemur Kalli Ben og breytti hugmyndafræðinni. Við vorum að æfa í hádeginu og æfa á kvöldin, stundum tvisvar á dag. Þá breyttist allt og við urðum Íslandsmeistarar 1975. Í kjölfarið fylgdi gífurleg gullöld,“ sagði Viggó. „Það er kannski svipuð staða núna. Það þarf að rífa upp og fá ísbrjót í þetta,“ sagði Viggó. „Þú ert hluti af besta handboltaliði sögunnar. Besta liði sem Ísland hefur átt,“ sagði Guðjón. „Já, já. Maður fattar það eftir á að við vorum bara í hernum. Þetta voru bara heræfingar sem við vorum að gera. Það eru að koma upp þessar stöðvar núna og þegar maður sér hreystistöð þá eru þetta nánast sömu æfingarnar sem við vorum að djöflast í,“ sagði Viggó. „Meistaraliðið frá 1983 var líklega besta liðið,“ sagði Guðjón. Fjórtán manna hópur og allir landsliðsmenn „Við vorum með fjórtán manna hóp og það voru allir landsliðsmenn. Það er alveg einstakt og sýnir bara styrkinn sem var hjá okkur. Það er kannski hægt að benda á það að við æfðum í Réttó, í litlum sal. Eftir að við fáum Víkina þá höfðum við aldrei unnið titil,“ sagði Viggó. Viggó Sigurðsson hefur bæði unnið Íslandsmeistaratititlinn sem leikmaður og þjálfari.Skjámynd/S2 Sport „Við erum að vakna úr djúpri lægð að það tekur tíma að byggja þetta aftur upp. Á tveimur árum erum við búnir að tvöfalda fjöldann í yngri flokkum. Það voru 170 iðkendur fyrir tveimur árum og erum núna að skríða í 340. Svo tökum við Safamýrina alveg yfir á næsta ári. Framtíðin er gríðarlega björt,“ sagði Jón Gunnlaugur. Hver er þessi Perez? Gaupi bendir á það að Viggó sé eina íslenska eintakið sem hafi spilað landsleiki fyrir Spán. „Ég hef spilað með spænska landsliðinu sem Perez. Málið var að franska mótið var í gangi sem við Íslendingar höfum oft tekið þátt í og það stóð þannig á að spænska landsliðið komst ekki. Þeir sendu lið Barcelona í staðinn. Ég var í Barcelona og spilaði fjóra landsleiki undir spænska þjóðsöngnum og í spænskum landsliðsbúningi,“ sagði Viggó. „Það mátti ekki nefna nafnið mitt. Ég skoraði eitthvað af mörkum og það varð að finna eitthvað nafn. Ég held að ég hafi heitið Perez eða eitthvað svoleiðis,“ sagði Viggó. Það má horfa á allt innslagið hans Gaupa hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Eina með Víkingsfeðgum
Olís-deild karla Seinni bylgjan Víkingur Reykjavík Mest lesið Hættur aðeins þrítugur Golf Sjáðu geggjaðan snúning Alberts áður en hann skoraði frábært mark Fótbolti Bunting dró orð sín til baka með tárin í augunum: „Ég er ekki meistari fólksins“ Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Fótbolti Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund Fótbolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Áhorfendur ærðust eftir mögulega mark mótsins í fyrsta leik Fótbolti Klappstýrur Björgvins Karls slógu í gegn Sport Fleiri fréttir Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Snorri kynnti EM-strákana okkar Hleyptu Þorsteini ekki heim og vilja ekki að hann fari á EM Kári og Logi vilja henda Ými út úr landsliðinu Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Sjá meira