Magnús Þór fær atkvæðin okkar Jón Páll Haraldsson og Linda Heiðarsdóttir skrifa 2. nóvember 2021 13:00 Nú eru hafnar formannskosningar í einu stærsta stéttar- og fagfélagi landsins, Kennarasambandi Íslands. Fjórir mjög frambærilegir einstaklingar hafa boðið sig fram til formennsku og á vef KÍ er einnig að finna kynningu á frambjóðendum. Einnig má benda á umræðuþáttinn Pallborðið á vef Vísis. Kosningarnar fara fram á vef KÍ og lýkur þeim 8. nóvember. Ástæða er til að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í kosningunum. Frambjóðendurnir koma af ólíkum skólastigum því KÍ eru breið regnhlífarsamtök bæði kennara og stjórnenda úr leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum landsins. Við undirrituð viljum lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Jónsson skólastjóra í Seljaskóla í Reykjavík og samstarfsmann okkar til margra ára í trúnaðarstörfum á vegum Skólastjórafélags Íslands. Magnús er kennari, skólamaður og uppalandi af lífi og sál. Hann hefur allan sinn starfsferil unnið innan skólakerfisins og íþróttahreyfingarinnar, hefur hvarvetna lagt sig allan fram og verið farsæll í sínum störfum. Að afloknu kennaranámi var Magnús grunnskólakennari í Reykjavík og á Siglufirði en snéri sér síðan að stjórnunarstörfum og var deildarstjóri í Breiðholtsskóla áður en hann varð skólastjóri í samreknum skóla í Snæfellsbæ. Í dag er hann skólastjóri í Seljaskóla í Reykjavík. Magnús þekkir því skólakerfið á Íslandi mjög vel, hefur umtalsverða stjórnunarreynslu og er ákaflega farsæll sem stjórnandi – sem allt ætti að nýtast vel í starfi formanns KÍ. Magnús er málafylgjumaður og dugnaðarforkur. Sem kennari var hann kosinn til trúnaðarstarfa og sem skólastjóri hefur hann gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Skólastjórafélag Íslands, m.a. setið í samninganefnd félagsins og svo verið formaður í Félagi skólastjórnenda í Reykjavík sl. 5 ár. Í þessum störfum hefur hann ekki hikað við að beita sér fyrir hönd skjólstæðinga þegar á þarf að halda, en ávallt af mikilli reisn þannig að góð tengsl haldast á milli aðila. Magnús er þannig líka mannasættir. Því nær hann fram með hreinskilni og hugrekki og óbilandi elju við að ræða málin og kalla fram öll sjónarmið. Þessi eiginleiki yrði dýrmætur í starfi formanns KÍ. Magnús er síðan miljónamæringur þegar kemur að mannlegum tengslum, félagsneti og félagslyndi. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur hann setið í stjórnum íþróttafélaga en einnig komið að þjálfun, dómgæslu og næstum hverju því sem snýr að því að halda úti uppbyggilegu íþróttastarfi. Hann þekkir hér um bil aðra hverja manneskju sem hann hittir á götu úti; það er án efa hvimleitt fyrir fjölskylduna hans í búðarferðum en yrði mikill auður í starfi formanns KÍ. Þá minnir okkur undirrituð að Magnús hafi verið valinn Breiðhyltingur ársins sem fyrir störf sín að skólamálum og félagsmálum í hverfinu. Þessir einstöku félagslegu eiginleikar Magnúsar eru gulls ígildi í félagsstarfi og líklegir til að skapa KÍ góða ímynd í samfélaginu. Síðast en ekki síst teljum við að sem formaður muni Magnús mun leggja sig allan fram um að KÍ virki sem þau heildarsamtök kennara og skólastjórnenda sem þeim er ætlaða að vera, samtökin sem hafa stutt okkur undirrituð sem bæði kennara og skólastjórnendur og okkur þykir svo undurvænt um. Með félagskveðju, Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík.Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Linda Heiðarsdóttir Jón Páll Haraldsson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Nú eru hafnar formannskosningar í einu stærsta stéttar- og fagfélagi landsins, Kennarasambandi Íslands. Fjórir mjög frambærilegir einstaklingar hafa boðið sig fram til formennsku og á vef KÍ er einnig að finna kynningu á frambjóðendum. Einnig má benda á umræðuþáttinn Pallborðið á vef Vísis. Kosningarnar fara fram á vef KÍ og lýkur þeim 8. nóvember. Ástæða er til að hvetja alla félagsmenn til að taka þátt í kosningunum. Frambjóðendurnir koma af ólíkum skólastigum því KÍ eru breið regnhlífarsamtök bæði kennara og stjórnenda úr leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og tónlistarskólum landsins. Við undirrituð viljum lýsa yfir stuðningi við Magnús Þór Jónsson skólastjóra í Seljaskóla í Reykjavík og samstarfsmann okkar til margra ára í trúnaðarstörfum á vegum Skólastjórafélags Íslands. Magnús er kennari, skólamaður og uppalandi af lífi og sál. Hann hefur allan sinn starfsferil unnið innan skólakerfisins og íþróttahreyfingarinnar, hefur hvarvetna lagt sig allan fram og verið farsæll í sínum störfum. Að afloknu kennaranámi var Magnús grunnskólakennari í Reykjavík og á Siglufirði en snéri sér síðan að stjórnunarstörfum og var deildarstjóri í Breiðholtsskóla áður en hann varð skólastjóri í samreknum skóla í Snæfellsbæ. Í dag er hann skólastjóri í Seljaskóla í Reykjavík. Magnús þekkir því skólakerfið á Íslandi mjög vel, hefur umtalsverða stjórnunarreynslu og er ákaflega farsæll sem stjórnandi – sem allt ætti að nýtast vel í starfi formanns KÍ. Magnús er málafylgjumaður og dugnaðarforkur. Sem kennari var hann kosinn til trúnaðarstarfa og sem skólastjóri hefur hann gengt fjölmörgum trúnaðarstörfum fyrir Skólastjórafélag Íslands, m.a. setið í samninganefnd félagsins og svo verið formaður í Félagi skólastjórnenda í Reykjavík sl. 5 ár. Í þessum störfum hefur hann ekki hikað við að beita sér fyrir hönd skjólstæðinga þegar á þarf að halda, en ávallt af mikilli reisn þannig að góð tengsl haldast á milli aðila. Magnús er þannig líka mannasættir. Því nær hann fram með hreinskilni og hugrekki og óbilandi elju við að ræða málin og kalla fram öll sjónarmið. Þessi eiginleiki yrði dýrmætur í starfi formanns KÍ. Magnús er síðan miljónamæringur þegar kemur að mannlegum tengslum, félagsneti og félagslyndi. Innan íþróttahreyfingarinnar hefur hann setið í stjórnum íþróttafélaga en einnig komið að þjálfun, dómgæslu og næstum hverju því sem snýr að því að halda úti uppbyggilegu íþróttastarfi. Hann þekkir hér um bil aðra hverja manneskju sem hann hittir á götu úti; það er án efa hvimleitt fyrir fjölskylduna hans í búðarferðum en yrði mikill auður í starfi formanns KÍ. Þá minnir okkur undirrituð að Magnús hafi verið valinn Breiðhyltingur ársins sem fyrir störf sín að skólamálum og félagsmálum í hverfinu. Þessir einstöku félagslegu eiginleikar Magnúsar eru gulls ígildi í félagsstarfi og líklegir til að skapa KÍ góða ímynd í samfélaginu. Síðast en ekki síst teljum við að sem formaður muni Magnús mun leggja sig allan fram um að KÍ virki sem þau heildarsamtök kennara og skólastjórnenda sem þeim er ætlaða að vera, samtökin sem hafa stutt okkur undirrituð sem bæði kennara og skólastjórnendur og okkur þykir svo undurvænt um. Með félagskveðju, Jón Páll Haraldsson skólastjóri Laugalækjarskóla í Reykjavík.Linda Heiðarsdóttir aðstoðarskólastjóri Réttarholtsskóla í Reykjavík.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun