Mesti fjöldi smitaðra á einum degi síðan í janúar Atli Ísleifsson skrifar 2. nóvember 2021 13:44 Öllum takmörkunum vegna Covid-19 var aflétt í Danmörku í september. Getty Alls greindist 1.981 smitaður af kórónuveirunni í Danmörku síðasta sólarhringinn. Um er að ræða mesta fjöldann á einum degi síðan í byrjun janúar. Faraldurinn hefur verið í miklum vexti í landinu síðustu daga. Þetta kemur fram á vef DR þar sem vísað er í nýjustu tölur frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Alls voru tekin tæplega 96 þúsund PCR-sýni í landinu sem þýðir að 2,09 prósent sýna voru jákvæð. Fjöldi inniliggjandi á sjúkrahúsum vegna Covid-19 hækkar um sjö milli daga og eru þeir nú 255. Ekki hafa svo margir verið inniliggjandi á sjúkrahúsum í Danmörku vegna Covid-19 síðan í febrúar. 32 þeirra sem eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 eru á gjörgæslu og þar af fimmtán í öndunarvél. Ekki var tilkynnt um neitt dauðsfall vegna Covid-19 í Danmörku síðasta sólarhringinn en alls hafa 2.716 látist af völdum sjúkdómsins frá upphafi heimsfaraldursins. Neyðarfundur hjá farsóttarnefndinni Faraldursnefnd danskra stjórnvalda, sem veitir ríkisstjórninni ráðgjöf, kemur saman til neyðarfundar í dag vegna þróun faraldursins. Kórónuveirutilfelli í Danmörku rúmlega tvöfölduðust milli vikna, en í síðustu viku greindust tæplega 11.400 manns samanborið við 4.800 vikuna þar á undan. Nefndin gæti lagt til að takmörkunum verði komið á í tilraun til að hefta útbreiðslu faraldursins, en þar sem danska ríkisstjórnin ákvað í haust að hætta að skilgreina Covid-19 sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi kæmi slíkt inn á borð danska þingsins að leggja blessun sína yfir allar þær takmarkanir sem kynnu að verða lagðar til. Öllum takmörkunum vegna Covid-19 var aflétt í Danmörku í september. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Skandinavísk flugfélög afnema grímuskyldu Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. 18. október 2021 08:39 Danir aflétta öllum takmörkunum 10. september Danska ríkisstjórnin hyggst aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar 10. september næstkomandi. Covid-19 verður þá ekki lengur skilgreindur sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. 27. ágúst 2021 09:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Þetta kemur fram á vef DR þar sem vísað er í nýjustu tölur frá heilbrigðisyfirvöldum þar í landi. Alls voru tekin tæplega 96 þúsund PCR-sýni í landinu sem þýðir að 2,09 prósent sýna voru jákvæð. Fjöldi inniliggjandi á sjúkrahúsum vegna Covid-19 hækkar um sjö milli daga og eru þeir nú 255. Ekki hafa svo margir verið inniliggjandi á sjúkrahúsum í Danmörku vegna Covid-19 síðan í febrúar. 32 þeirra sem eru á sjúkrahúsi vegna Covid-19 eru á gjörgæslu og þar af fimmtán í öndunarvél. Ekki var tilkynnt um neitt dauðsfall vegna Covid-19 í Danmörku síðasta sólarhringinn en alls hafa 2.716 látist af völdum sjúkdómsins frá upphafi heimsfaraldursins. Neyðarfundur hjá farsóttarnefndinni Faraldursnefnd danskra stjórnvalda, sem veitir ríkisstjórninni ráðgjöf, kemur saman til neyðarfundar í dag vegna þróun faraldursins. Kórónuveirutilfelli í Danmörku rúmlega tvöfölduðust milli vikna, en í síðustu viku greindust tæplega 11.400 manns samanborið við 4.800 vikuna þar á undan. Nefndin gæti lagt til að takmörkunum verði komið á í tilraun til að hefta útbreiðslu faraldursins, en þar sem danska ríkisstjórnin ákvað í haust að hætta að skilgreina Covid-19 sem sjúkdóm sem ógni dönsku samfélagi kæmi slíkt inn á borð danska þingsins að leggja blessun sína yfir allar þær takmarkanir sem kynnu að verða lagðar til. Öllum takmörkunum vegna Covid-19 var aflétt í Danmörku í september.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Danmörk Tengdar fréttir Skandinavísk flugfélög afnema grímuskyldu Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. 18. október 2021 08:39 Danir aflétta öllum takmörkunum 10. september Danska ríkisstjórnin hyggst aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar 10. september næstkomandi. Covid-19 verður þá ekki lengur skilgreindur sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. 27. ágúst 2021 09:36 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Dick Cheney er látinn Erlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Fleiri fréttir Dick Cheney er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Sjá meira
Skandinavísk flugfélög afnema grímuskyldu Fjögur skandinavísk flugfélög hafa afnumið grímuskyldu um borð í flugvélum í meirihluta flugferða. Forstjóri Icelandair segir ómögulegt að spá um hvenær grímuskyldu verður aflétt í flugvélum félagsins. 18. október 2021 08:39
Danir aflétta öllum takmörkunum 10. september Danska ríkisstjórnin hyggst aflétta öllum takmörkunum vegna faraldurs kórónuveirunnar 10. september næstkomandi. Covid-19 verður þá ekki lengur skilgreindur sjúkdómur sem ógnar dönsku samfélagi. 27. ágúst 2021 09:36