Guardiola: Brugge leikurinn er miklu mikilvægari en leikurinn við Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. nóvember 2021 16:00 Pep Guardiola í tapleik Manchester City á móti Crystal Palace á Etihad leikvanginum um helgina. Getty/Naomi Baker Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City hefur meiri áhyggjur af Meistaradeildarleik liðsins á móti Club Brugge heldur en Manchester slagnum á laugardaginn. Manchester City er í öðru sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar á eftir Paris Saint-Germain og getur tekið stórt skref í átt að sæti í sextán liða úrslitunum með sigri á belgíska liðinu á heimavelli á morgun. „Þessi leikur er miklu mikilvægari en United leikurinn,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir Club Brugge leikinn. Pep Guardiola believes #ManCity's upcoming #UCL match vs Club Brugge is 'more important' than the Manchester derby this weekend:https://t.co/NlG4EDkc6H— City Xtra (@City_Xtra) November 2, 2021 „Þarna er möguleiki fyrir okkur að taka ótrúlegt skref í átt að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar,“ sagði Guardiola. „Í ensku úrvalsdeildinni eru margir leikir en hér eru bara sex og það eru bara þrír eftir. Það er ekki mikið og hver þeirra skiptir því svo miklu máli ekki síst þriðji og fjórði leikurinn. Þetta eru mikilvægustu leikirnir og við þurfum að taka þá alvarlega,“ sagði Guardiola. „Á morgun fáum við tækifæri en þetta verður erfiðara með hverju árinu. Þetta eru bara sex leikir, það er erfitt ef lið tapa meira en einum leik og við erum þegar búnir að tapa í París,“ sagði Guardiola. Manchester City átti ekki góða viku því liðið datt út úr enska deildarbikarnum eftir tap á móti West Ham í vítakeppni og steinlá síðan 2-0 á heimavelli á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Það búast flestir við auðveldum Manchester City sigri í kvöld eftir að City vann 5-1 sigur í fyrri leik liðanna í Belgíu. „Við erum einbeittir á það að vinna Brugge. Ef þú gerir nógu marga góða hluti þá getur þú unnið leiki. Við erum ennþá að gera mistök, í fjögurra manna varnarlínunni og í pressunni. Það er eðlilegt. Ég horfði aftur á leikinn á móti Brugge og sá hversu marga hluti við gerðum ekki nógu vel. Við vorum aftur á móti góðir í sókninni,“ sagði Guardiola. „Ég er nokkuð viss um það að þeir muni aðlaga sinn leik og reyna að refsa okkur. Við þurfum líka að aðlaga okkur til að verða betri. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Pep Guardiola. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira
Manchester City er í öðru sæti í A-riðli Meistaradeildarinnar á eftir Paris Saint-Germain og getur tekið stórt skref í átt að sæti í sextán liða úrslitunum með sigri á belgíska liðinu á heimavelli á morgun. „Þessi leikur er miklu mikilvægari en United leikurinn,“ sagði Pep Guardiola á blaðamannafundi fyrir Club Brugge leikinn. Pep Guardiola believes #ManCity's upcoming #UCL match vs Club Brugge is 'more important' than the Manchester derby this weekend:https://t.co/NlG4EDkc6H— City Xtra (@City_Xtra) November 2, 2021 „Þarna er möguleiki fyrir okkur að taka ótrúlegt skref í átt að komast í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar,“ sagði Guardiola. „Í ensku úrvalsdeildinni eru margir leikir en hér eru bara sex og það eru bara þrír eftir. Það er ekki mikið og hver þeirra skiptir því svo miklu máli ekki síst þriðji og fjórði leikurinn. Þetta eru mikilvægustu leikirnir og við þurfum að taka þá alvarlega,“ sagði Guardiola. „Á morgun fáum við tækifæri en þetta verður erfiðara með hverju árinu. Þetta eru bara sex leikir, það er erfitt ef lið tapa meira en einum leik og við erum þegar búnir að tapa í París,“ sagði Guardiola. Manchester City átti ekki góða viku því liðið datt út úr enska deildarbikarnum eftir tap á móti West Ham í vítakeppni og steinlá síðan 2-0 á heimavelli á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Það búast flestir við auðveldum Manchester City sigri í kvöld eftir að City vann 5-1 sigur í fyrri leik liðanna í Belgíu. „Við erum einbeittir á það að vinna Brugge. Ef þú gerir nógu marga góða hluti þá getur þú unnið leiki. Við erum ennþá að gera mistök, í fjögurra manna varnarlínunni og í pressunni. Það er eðlilegt. Ég horfði aftur á leikinn á móti Brugge og sá hversu marga hluti við gerðum ekki nógu vel. Við vorum aftur á móti góðir í sókninni,“ sagði Guardiola. „Ég er nokkuð viss um það að þeir muni aðlaga sinn leik og reyna að refsa okkur. Við þurfum líka að aðlaga okkur til að verða betri. Þetta verður allt öðruvísi leikur,“ sagði Pep Guardiola.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Mest lesið Þvælu að starf Ole Gunnar sé í hættu Fótbolti „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Hato mættur á Brúnna Enski boltinn Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Enski boltinn Partey á leið til Villareal þrátt fyrir nauðgunar ákærur Fótbolti Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Enski boltinn „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Íslenski boltinn Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ Íslenski boltinn „Dómur af himnum ofan“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Fleiri fréttir Hato mættur á Brúnna Palhinha mættur til Lundúna á ný eftir stutt stopp hjá Bayern Vill vera hjá Man United næstu tvo áratugina Maddison meiddist aftur og „þetta lítur ekki vel út“ Sjáðu tilfinningaþrungna kveðjustund Son United tilbúið að tapa miklu á Højlund Fær ekki nýjan samning eftir fótbrotið Þessir þurfa að heilla Amorim Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Ramsdale mættur til Newcastle Isak snýr aftur til æfinga með Newcastle Newcastle býður í Sesko Son spilar sinn síðasta leik fyrir Tottenham á morgun „Erfið og flókin staða“ „Úrvalsdeildarliðum verður ekki fækkað niður í 18“ Er Donnarumma svarið frekar en nýr framherji? Reynsluboltinn Coady til liðs við Hollywood-lið Wrexham Liverpool tilbúið að hætta eltingaleiknum við Isak Newcastle hafnar tilboði Liverpool Sagðir vilja borga helminginn fyrir Isak í ár og hinn helminginn ári síðar Netverslun Liverpool hrundi vegna álags Er Liverpool að styrkja rangan enda vallarins? Paquetá hreinsaður af ásökunum um veðmálasvindl Nýju leikmenn Liverpool komnir með númer Liðin sem verða að gera betur á markaðnum Sænska landsliðskonan Zigiotti til liðs við Rauðu djöflana Sjáðu mörkin fjögur hjá United í nótt Arsenal skoraði ekki og tapaði í fyrsta leik Gyokeres Fjórtán er vinsælasta númer sumarsins Eigendur Liverpool eyða meira í Isak en í að kaupa fótboltafélag í Madrid Sjá meira