Kia EV9 rafbíll væntanlegur Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 12. nóvember 2021 07:00 Kia EV9 Kia kynnti í gær fyrstu myndirnar af nýjum hugmyndabíl sem ber heitið Kia EV9. Um er að ræða hreinan rafbíl sem kemur í kjölfarið á frumsýningu á Kia EV6. Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Kia EV9 er 100% rafknúinn sportjeppi og enn einn spennandi rafbíllinn úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans sem er leiðandi í framleiðslu á rafbílum. Kia EV9 er væntanlegur á markað 2023. Hönnunin á EV9 er framsækin og djörf. Línurnar eru sportlegar og gefa fögur fyrirheit um spennandi akstur. Innanrýmið er framúrstefnulegt en um leið fallega hannað og með vönduðu efnisvali. Sportjeppinn er mjög rúmgóður fyrir ökumann og farþega og er m.a. með sérstakt „Lounge“ rými. Kia EV9 er mjög tæknivæddur bíll og mun bjóða upp á allt það nýjasta og besta frá framleiðandanum. Stýrið er til að mynda mjög framúrstefnulegt og tæknilegt. Kia EV9 verður frumsýndur formlega á bílasýningunni í LA sem hefst í næstu viku og þá munu koma nánari upplýsingar um bílinn. Vistvænir bílar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent
Meðfylgjandi er fréttatilkynning frá Öskju. Kia EV9 er 100% rafknúinn sportjeppi og enn einn spennandi rafbíllinn úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans sem er leiðandi í framleiðslu á rafbílum. Kia EV9 er væntanlegur á markað 2023. Hönnunin á EV9 er framsækin og djörf. Línurnar eru sportlegar og gefa fögur fyrirheit um spennandi akstur. Innanrýmið er framúrstefnulegt en um leið fallega hannað og með vönduðu efnisvali. Sportjeppinn er mjög rúmgóður fyrir ökumann og farþega og er m.a. með sérstakt „Lounge“ rými. Kia EV9 er mjög tæknivæddur bíll og mun bjóða upp á allt það nýjasta og besta frá framleiðandanum. Stýrið er til að mynda mjög framúrstefnulegt og tæknilegt. Kia EV9 verður frumsýndur formlega á bílasýningunni í LA sem hefst í næstu viku og þá munu koma nánari upplýsingar um bílinn.
Vistvænir bílar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Innlent Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent