Ólíklegt að samstaði náist um að hætta kolanotkun Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2021 09:04 Delegates pack the hall at the COP26 U.N. Climate Summit in Glasgow, Scotland, Thursday, Nov. 11, 2021. (AP Photo/Alberto Pezzali) AP/Alberto Pezzali Útlit er fyrir að ákvæði um að kallað verði eftir að ríki heims hætti að brenna kol og niðurgreiða jarðefnaeldsneyti rati ekki inn í samkomulag við lok COP26-loftslagsráðstefnunnar sem á að ljúka í Glasgow í dag. Náist samkomulag ekki í dag gætu viðræðurnar dregist inn í helgina. Í drögum að samkomulagi sem voru kynnt á miðvikudag var upphaflega talað um að ríki skyldu „hraða því að taka kol og niðugreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð“. Nýjustu drögin sem voru birt í dag veikja það orðalag verulega. Nú er aðeins talað um að ríki skuli hraða því að „taka úr umferð óhefta kolaorku og óskilvirkar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti“, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll 197 aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna þurfa að samþykkja lokasamkomulagið samhljóða, þar á meðal stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis eins og Sádi-Arabía, Rússland og Ástralía sem hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum. Draga þarf hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda strax til þess að halda á lífi markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C , eða í versta falli 2°C, á þessari öld til þess að forðast alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga. Miðað við núverandi markmið ríkja heims stefnir í að hlýnun nái 2,4°C. Með slíkri hlýnun verða hitabylgjur, þurrkar og flóð enn tíðari og skæðari en þegar er orðið og sjávarstaða hækkar enn frekar sem ógna milljónum manna sem búa á strandsvæðum og láglendi. Bruni á kolum losar enn meira kolefni út í lofthjúpinn en olía eða gas. Holur hljómur í loforðum Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði AP í gær að markmið Parísarsamkomulagsins væru í „öndunarvél“. Loforð um að draga úr losun sé merkingarlaus á meðan ríki heims halda áfram að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. „Það er holur hljómur í loforðum þegar jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn fær ennþá billjónir í niðurgreiðslur,“ sagði Guterres. Ráðstefnunni lýkur formlega klukkan 18:00 að íslenskum tíma í kvöld. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands sem fer fyrir hópi háttsettra stjórnmálaleiðtoga, sakaði stórlosendur um að skemma fyrir viðræðunum. Fulltrúa Rússlands og Sádi-Arabíu berjist með kjafti og klóm gegn því að talað verði um að hætta notkun kola eða draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti. Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. 11. nóvember 2021 12:28 Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Í drögum að samkomulagi sem voru kynnt á miðvikudag var upphaflega talað um að ríki skyldu „hraða því að taka kol og niðugreiðslur á jarðefnaeldsneyti úr umferð“. Nýjustu drögin sem voru birt í dag veikja það orðalag verulega. Nú er aðeins talað um að ríki skuli hraða því að „taka úr umferð óhefta kolaorku og óskilvirkar niðurgreiðslur á jarðefnaeldsneyti“, að sögn AP-fréttastofunnar. Öll 197 aðildarríki loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna þurfa að samþykkja lokasamkomulagið samhljóða, þar á meðal stórtækir framleiðendur jarðefnaeldsneytis eins og Sádi-Arabía, Rússland og Ástralía sem hafa lengi dregið lappirnar í loftslagsmálum. Draga þarf hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda strax til þess að halda á lífi markmiðum Parísarsamkomulagsins um að takmarka hnattræna hlýnun við 1,5°C , eða í versta falli 2°C, á þessari öld til þess að forðast alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga. Miðað við núverandi markmið ríkja heims stefnir í að hlýnun nái 2,4°C. Með slíkri hlýnun verða hitabylgjur, þurrkar og flóð enn tíðari og skæðari en þegar er orðið og sjávarstaða hækkar enn frekar sem ógna milljónum manna sem búa á strandsvæðum og láglendi. Bruni á kolum losar enn meira kolefni út í lofthjúpinn en olía eða gas. Holur hljómur í loforðum Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði AP í gær að markmið Parísarsamkomulagsins væru í „öndunarvél“. Loforð um að draga úr losun sé merkingarlaus á meðan ríki heims halda áfram að fjárfesta í jarðefnaeldsneyti. „Það er holur hljómur í loforðum þegar jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn fær ennþá billjónir í niðurgreiðslur,“ sagði Guterres. Ráðstefnunni lýkur formlega klukkan 18:00 að íslenskum tíma í kvöld. Mary Robinson, fyrrverandi forseti Írlands sem fer fyrir hópi háttsettra stjórnmálaleiðtoga, sakaði stórlosendur um að skemma fyrir viðræðunum. Fulltrúa Rússlands og Sádi-Arabíu berjist með kjafti og klóm gegn því að talað verði um að hætta notkun kola eða draga úr niðurgreiðslum á jarðefnaeldsneyti.
Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Loftslagsmál Tengdar fréttir Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. 11. nóvember 2021 12:28 Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05 Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00 Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Fleiri fréttir Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sjá meira
Segir markmið Parísarsamkomulagsins í „öndunarvél“ Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að markmið Parísarsamkomulagsins um að takmarka hlýnun jarðar við 1,5°C sé ennþá innan seilingar en að það sé í „öndunarvél“. Fulltrúar ríkja heims reyna nú að ná samkomulagi á lokametrum COP26-loftslagsráðstefnunnar í Glasgow. 11. nóvember 2021 12:28
Lýsa hóflegri bjartsýni yfir sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjanna og Kína Loftslagsaðgerðarsinnar og leiðtogar annarra ríkja hafa tekið fregnum af sameiginlegri yfirlýsingu Bandaríkjamanna og Kínverja vel en með varfærni þó. Í gær kom óvænt yfirlýsing frá þjóðunum tveimur inn á COP26 ráðstefnuna í Glasgow þar sem þær heita því að vinna sameiginlega að því að halda hlýnun jarðar innan við 1,5 gráðu líkt og Parísarsamkomulagið gerir ráð fyrir. 11. nóvember 2021 07:05
Ríki hvött til að leggja fram metnaðarfyllri markmið fyrir lok næsta árs Tæplega tvö hundruð ríki sem eiga aðild að loftslagssamningi Sameinuðu þjóðanna eru hvött til þess að leggja fram metnaðarfyllri markmið um samdrátt í losun fyrir lok næsta árs í drögum að samkomulagi COP26-ráðstefnunnar sem bresku gestgjafarnir birtu í morgun. 10. nóvember 2021 09:00