Guðni meiddist eftir átta mínútur í leik með stjörnuliði Bolton Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. nóvember 2021 12:00 Stjörnulið Bolton Wanderers sem spilaði gegn núverandi liði Bolton í góðgerðarleik í gær. Guðni er þriðji frá vinstri í aftari röð. bolton Guðni Bergsson, fyrrverandi formaður KSÍ, lék með stjörnuliði Bolton Wanderers í góðgerðarleik í gær. Gamanið var hins vegar stutt hjá Guðna í leiknum. Stjörnulið Bolton undir stjórn Sams Allardyce mætti núverandi liði Bolton í góðgerðarleik á heimavelli liðsins. Tilgangurinn var að safna fé fyrir læknismeðferð móður Gethin Jones, leikmanns Bolton, en hún glímir við MND. Guðni var í byrjunarliðinu í stjörnuliði Bolton ásamt köppum eins og Jay Jay Okocha, Kevin Davies, Jussi Jääskeläinen og Ivan Campo. Guðni þurfti hins vegar að fara af velli eftir aðeins átta mínútur vegna meiðsla. Alan Stubbs tók stöðu hans. The All Stars have made a change. ON: Alan Stubbs. OFF: Gudni Bergsson. 0-0 [8'] #BWFC — Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) November 14, 2021 Eftir leikinn tjáði Guðni stuðningsmönnum Bolton að hann væri aumur í skrokknum en annars í góðu lagi. Þá sagði hann að dagurinn hafi verið stórkostlegur. Im sore but fine thanks very much What a fantastic day for everyone and for such a great cause. Bolton forever — Guðni Bergsson (@gudnibergs) November 14, 2021 Guðni er í gríðarlega miklum metum hjá Bolton og er talinn meðal bestu leikmanna í sögu félagsins. Hann lék með Bolton á árunum 1995-2003 og var lengi fyrirliði liðsins. Stjörnulið Bolton tapaði leiknum, 7-4, en allir gengu sáttir af velli. Eins og svo oft þegar hann spilaði með Bolton stal Okocha senunni. Þeir Stóri Sam tóku til að mynda sömu frægu dansspor og þeir tóku á blómatíma Bolton. Jay-Jay Okocha and Sam Allardyce re-created their dance from their Bolton days at an all-star charity game today! pic.twitter.com/WmPjHlkNTT— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 14, 2021 Bolton leikur núna í ensku C-deildinni. Liðið er í 11. sæti hennar með 22 stig eftir sautján umferðir. Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Stjörnulið Bolton undir stjórn Sams Allardyce mætti núverandi liði Bolton í góðgerðarleik á heimavelli liðsins. Tilgangurinn var að safna fé fyrir læknismeðferð móður Gethin Jones, leikmanns Bolton, en hún glímir við MND. Guðni var í byrjunarliðinu í stjörnuliði Bolton ásamt köppum eins og Jay Jay Okocha, Kevin Davies, Jussi Jääskeläinen og Ivan Campo. Guðni þurfti hins vegar að fara af velli eftir aðeins átta mínútur vegna meiðsla. Alan Stubbs tók stöðu hans. The All Stars have made a change. ON: Alan Stubbs. OFF: Gudni Bergsson. 0-0 [8'] #BWFC — Bolton Wanderers (@OfficialBWFC) November 14, 2021 Eftir leikinn tjáði Guðni stuðningsmönnum Bolton að hann væri aumur í skrokknum en annars í góðu lagi. Þá sagði hann að dagurinn hafi verið stórkostlegur. Im sore but fine thanks very much What a fantastic day for everyone and for such a great cause. Bolton forever — Guðni Bergsson (@gudnibergs) November 14, 2021 Guðni er í gríðarlega miklum metum hjá Bolton og er talinn meðal bestu leikmanna í sögu félagsins. Hann lék með Bolton á árunum 1995-2003 og var lengi fyrirliði liðsins. Stjörnulið Bolton tapaði leiknum, 7-4, en allir gengu sáttir af velli. Eins og svo oft þegar hann spilaði með Bolton stal Okocha senunni. Þeir Stóri Sam tóku til að mynda sömu frægu dansspor og þeir tóku á blómatíma Bolton. Jay-Jay Okocha and Sam Allardyce re-created their dance from their Bolton days at an all-star charity game today! pic.twitter.com/WmPjHlkNTT— Sky Sports News (@SkySportsNews) November 14, 2021 Bolton leikur núna í ensku C-deildinni. Liðið er í 11. sæti hennar með 22 stig eftir sautján umferðir.
Enski boltinn Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira