Dr. Football telur að það þurfi að fækka fótboltafélögum í Reykjavík Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. nóvember 2021 12:01 Víkingur og KR voru tvö efstu Reykjavíkurfélögin í Pepsi Max deildinni í ár. Hér eigast KR-ingurinn Óskar Örn Hauksson og Víkingur Karl Friðleifur Gunnarsson við. Vísir/Hulda Margrét Hjörvar Hafliðason, eigandi hlaðvarpsins Dr. Football og knattspyrnusérfræðingur, hefur ákveðnar skoðanir á því sem þarf að gerast í íslenskri knattspyrnu svo að íslenskir knattspyrnukarlar fari aftur að ná árangri. Hjörvar ræddi stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag ásamt Herði Magnússyni. Íslenska karlalandsliðið endaði í næst neðsta sæti í undankeppni HM 2022 og náði bara að vinna Liechtenstein í riðlinum. Hjörvar vill meðal annars fækka fótboltafélögum í Reykjavík en hann telur að unglingaþjálfun sé heldur ekki á réttri leið. Þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir mannin Hjörvar Hafliðason.Viaplay „Það er ofboðslega margt sem er að. Við þurfum til dæmist að halda eitthvað gott málþing þar sem er verið að fjalla um fótbolta, ekki um allt sem er ekki fótbolti, en þetta er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi,“ sagði Hjörvar Hafliðason í morgun. „Við þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir manninn. Við þurfum að taka í gegn alla unglingaþjálfun á Íslandi. Við þurfum að fækka fótboltafélögum hér í Reykjavík sérstaklega. Við þurfum að búa til akademíur og búa til eitthvað afreksstarf. Við erum að verða langt á eftir í allri unglingaþjálfun,“ sagði Hjörvar. Ábyggilega bestir í heimi tólf ára „Við erum ábyggilega bestir í heimi tólf ára. Ég myndi treysta mér að senda úrvalslið N1 mótsins á Akureyri í einhverja heimsmeistarakeppni tólf ára og ég er nokkuð viss um að við myndum vinna hana. En ef þú myndir setja úrvalslið annars flokks á Íslandi þá held ég að við myndum ströggla töluvert,“ sagði Hjörvar. Frá leik Vals og Breiðabliks í 5. flokki karla i sumar.Vísir/ÓskarÓ „Það gerist eitthvað eftir tíunda bekk og þar sem við sitjum aðeins eftir,“ sagði Hjörvar sem var aðeins spurður út það hvort hann vilji sameina Reykjavíkurfélögin. „Ég vil fækka liðum. Danir hafa heldur betur verið að gera þetta og víðar. Þú verður að hafa stærri hóp af leikmönnum til að velja úr. Það er einfaldlega þannig og við þurfum að sinna þessu miklu betur,“ sagði Hjörvar. „Það er ágætlega gert í Kópavogi þar sem framhaldsskólinn og íþróttafélögin eru að vinna saman. Þetta þarf að vera meira þannig. Menn fóru oft í Lýðháskóla til Danmerkur þar sem menn gátu einbeitt sér að íþróttum og verið í námi með. Við þurfum að hugsa þetta einhvern vegin svona því við lendum svolítið mikið á eftir á ákveðnum aldri,“ sagði Hjörvar. Fimm Reykjavíkurfélög spila í Pepsi Max deildinni næsta sumar en það eru Íslands- og bikarmeistarar Víkings, KR, Valur, Leiknir og Fram. Fylkir féll niður í Lengjudeildina í haust og þar eru fyrir Fjölnir og Kórdrengir. Í 2. deildinni eru síðan Þróttur R., sem féll úr Lengjudeildinni í sumar, Knattspyrnufélag Vesturbæjar og ÍR. Pepsi Max-deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Hjörvar ræddi stöðu íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í Morgunútvarpinu á Rás tvö í dag ásamt Herði Magnússyni. Íslenska karlalandsliðið endaði í næst neðsta sæti í undankeppni HM 2022 og náði bara að vinna Liechtenstein í riðlinum. Hjörvar vill meðal annars fækka fótboltafélögum í Reykjavík en hann telur að unglingaþjálfun sé heldur ekki á réttri leið. Þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir mannin Hjörvar Hafliðason.Viaplay „Það er ofboðslega margt sem er að. Við þurfum til dæmist að halda eitthvað gott málþing þar sem er verið að fjalla um fótbolta, ekki um allt sem er ekki fótbolti, en þetta er stærsta fjöldahreyfing á Íslandi,“ sagði Hjörvar Hafliðason í morgun. „Við þurfum að fara að einblína á boltann í staðinn fyrir manninn. Við þurfum að taka í gegn alla unglingaþjálfun á Íslandi. Við þurfum að fækka fótboltafélögum hér í Reykjavík sérstaklega. Við þurfum að búa til akademíur og búa til eitthvað afreksstarf. Við erum að verða langt á eftir í allri unglingaþjálfun,“ sagði Hjörvar. Ábyggilega bestir í heimi tólf ára „Við erum ábyggilega bestir í heimi tólf ára. Ég myndi treysta mér að senda úrvalslið N1 mótsins á Akureyri í einhverja heimsmeistarakeppni tólf ára og ég er nokkuð viss um að við myndum vinna hana. En ef þú myndir setja úrvalslið annars flokks á Íslandi þá held ég að við myndum ströggla töluvert,“ sagði Hjörvar. Frá leik Vals og Breiðabliks í 5. flokki karla i sumar.Vísir/ÓskarÓ „Það gerist eitthvað eftir tíunda bekk og þar sem við sitjum aðeins eftir,“ sagði Hjörvar sem var aðeins spurður út það hvort hann vilji sameina Reykjavíkurfélögin. „Ég vil fækka liðum. Danir hafa heldur betur verið að gera þetta og víðar. Þú verður að hafa stærri hóp af leikmönnum til að velja úr. Það er einfaldlega þannig og við þurfum að sinna þessu miklu betur,“ sagði Hjörvar. „Það er ágætlega gert í Kópavogi þar sem framhaldsskólinn og íþróttafélögin eru að vinna saman. Þetta þarf að vera meira þannig. Menn fóru oft í Lýðháskóla til Danmerkur þar sem menn gátu einbeitt sér að íþróttum og verið í námi með. Við þurfum að hugsa þetta einhvern vegin svona því við lendum svolítið mikið á eftir á ákveðnum aldri,“ sagði Hjörvar. Fimm Reykjavíkurfélög spila í Pepsi Max deildinni næsta sumar en það eru Íslands- og bikarmeistarar Víkings, KR, Valur, Leiknir og Fram. Fylkir féll niður í Lengjudeildina í haust og þar eru fyrir Fjölnir og Kórdrengir. Í 2. deildinni eru síðan Þróttur R., sem féll úr Lengjudeildinni í sumar, Knattspyrnufélag Vesturbæjar og ÍR.
Pepsi Max-deild karla Lengjudeild karla Íslenski boltinn Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Íslenski boltinn „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Bað um að grátandi krakka yrði vísað af vellinum Sport Ingibjörg seld til Freiburg Fótbolti Bale af golfvellinum og á skjáinn Enski boltinn Enska augnablikið: Sá allra svalasti Enski boltinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Enski boltinn Fleiri fréttir „Dóri verður að hætta þessu væli“ Ingibjörg seld til Freiburg Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Donnarumma skilinn eftir heima Kolbeinn tryggði stigin þrjú Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Spánn skiptir þjálfaranum út Fengu loksins leyfi til að spila spænskan deildarleik í Miami Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Heimi fannst Arnar byrja of bratt með Ísland Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Glasner: Myndi ekki skipta á skildinum fyrir sæti í Evrópukeppni félagsliða „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira