Forsætisráðherra Ástralíu vill ríghalda í kolin Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2021 10:29 Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, ætlar ekki að stýra landinu frá kolaorku í fyrirsjáanlegri framtíð. Vísir/EPA Áströlsk kolaorkuver verða starfandi í áratugi til viðbótar, að sögn Scotts Morrison, forsætisráðherra kolaframleiðsluríkisins Ástralíu. Hann hafnar því að samkomulag sem náðist á loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Glasgow boði endalok kola sem orkugjafa. Kol losar mest af kolefni allra jarðefnaeldsneyta þegar þau eru brennd. Því er mikil áhersla lögð á að hætta notkun þeirra sem fyrst til þess að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði að samkomulag Glasgow-fundarins sem lauk um helgina hafi boðað endalok kolaorku. Morrison vill ekki samþykkja það enda er Ástralía enn háð kolum. „Ég trúi því ekki að sú hafi verið raunin og fyrir alla þá sem vinna í kolaiðnaðinum í Ástralíu þá munu þeir halda áfram að vinna í þeim iðnaði um ókomna áratugi,“ sagði Morrison við fréttamenn sem spurðu hann hvort að hann væri sammála Johnson í gær. „Því það verða umskipti sem eiga sér stað á löngum tíma,“ sagði ráðherrann, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Mannkynið hefur hins vegar ekki langan tíma til þess að losa sig við jarðefnaeldsneytisfíknina. Varað var við því að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst. Það eru þau mörk sem vísindamenn hafa lagt til að gætu dugað til þess að forðast alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga. Samstaða náðist ekki á loftslagsráðstefnunni í Glasgow um að kalla eftir því að kolanotkun yrði hætt. Fulltrúar Indlands og Kína, tveggja af stærstu kolanotendum heims, komu því til leiðar að orðalag um það var útvatnað í lokaútgáfu samkomulagsins. Þetta var þó í fyrsta skipti sem minnst var á jarðefnaeldsneyti berum orðum í samkomulagi ráðstefna af þessu tagi. Skammast sín ekki fyrir hagsmunagæsluna Ástralar hafa lengi verið einir verstu loftslagsskussar heims. Þeir hafa ekki aðeins dregið lappirnar í að draga úr útblæstri heldur hafa margir stjórnmálaleiðtogar þar þrætt fyrir að vandinn sé raunverulegur. Morrison sagðist í gær ekki skammast sín fyrir að gæta þjóðarhagsmuna Ástrala. „Við erum með hófstillta áætlun um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 en við ætlum ekki að láta Ástrali í dreifðari byggðum og á einstökum svæðum gjalda fyrir það,“ sagði forsætisráðherrann. Gríðarlegir gróðureldar geisuðu í Ástralíu á síðustu mánuðum 2019 og í upphafi síðasta árs. Rannsóknir benda til þess að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi gert hamfarirnar tæplega þriðjungi líklegri en ella. Búast má við því að aðstæður fyrir slíka elda verði enn algengari eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram. Morrison sætti harðri gagnrýni heima fyrir þegar hann skellti sér í frí með fjölskyldu sinni til Havaí á meðan heimaland hans brann. Afstaða Ástrala og Morrison hefur valdið núningi við nágranna þeirra, íbúa láglendra Kyrrahafseyja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Michael McCormack, þáverandi aðstoðarforsætisráðherra, hleypti illu blóði í marga þegar hann lét þau ummæli falla að hann væri pirraður á eyríkjunum sem vildu lifa af í kringum ráðstefnu Kyrrahafsríkja árið 2019. Ástralía Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir COP26: Lítið skref í rétta átt eða meira blaður? Skiptar skoðanir eru um árangur af COP26-loftslagsráðstefnunni sem lauk í Glasgow um helgina. Sumir aðgerðasinnar segja samkomulagið innantómt blaður og að jafnvel ætti að leggja fyrirkomulagið niður. Aðrir segja mikilvæg skref hafa verið tekin þó að þau dugi ekki ein og sér til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. 15. nóvember 2021 21:02 Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
Kol losar mest af kolefni allra jarðefnaeldsneyta þegar þau eru brennd. Því er mikil áhersla lögð á að hætta notkun þeirra sem fyrst til þess að draga hratt úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, sagði að samkomulag Glasgow-fundarins sem lauk um helgina hafi boðað endalok kolaorku. Morrison vill ekki samþykkja það enda er Ástralía enn háð kolum. „Ég trúi því ekki að sú hafi verið raunin og fyrir alla þá sem vinna í kolaiðnaðinum í Ástralíu þá munu þeir halda áfram að vinna í þeim iðnaði um ókomna áratugi,“ sagði Morrison við fréttamenn sem spurðu hann hvort að hann væri sammála Johnson í gær. „Því það verða umskipti sem eiga sér stað á löngum tíma,“ sagði ráðherrann, að því er kemur fram í frétt Washington Post. Mannkynið hefur hins vegar ekki langan tíma til þess að losa sig við jarðefnaeldsneytisfíknina. Varað var við því að hnattræn hlýnun gæti náð 1,5°C strax á næsta áratug jafnvel þó að dregið yrði hratt úr losun í skýrslu milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) í ágúst. Það eru þau mörk sem vísindamenn hafa lagt til að gætu dugað til þess að forðast alvarlegustu afleiðingar loftslagsbreytinga. Samstaða náðist ekki á loftslagsráðstefnunni í Glasgow um að kalla eftir því að kolanotkun yrði hætt. Fulltrúar Indlands og Kína, tveggja af stærstu kolanotendum heims, komu því til leiðar að orðalag um það var útvatnað í lokaútgáfu samkomulagsins. Þetta var þó í fyrsta skipti sem minnst var á jarðefnaeldsneyti berum orðum í samkomulagi ráðstefna af þessu tagi. Skammast sín ekki fyrir hagsmunagæsluna Ástralar hafa lengi verið einir verstu loftslagsskussar heims. Þeir hafa ekki aðeins dregið lappirnar í að draga úr útblæstri heldur hafa margir stjórnmálaleiðtogar þar þrætt fyrir að vandinn sé raunverulegur. Morrison sagðist í gær ekki skammast sín fyrir að gæta þjóðarhagsmuna Ástrala. „Við erum með hófstillta áætlun um að ná kolefnishlutleysi fyrir árið 2050 en við ætlum ekki að láta Ástrali í dreifðari byggðum og á einstökum svæðum gjalda fyrir það,“ sagði forsætisráðherrann. Gríðarlegir gróðureldar geisuðu í Ástralíu á síðustu mánuðum 2019 og í upphafi síðasta árs. Rannsóknir benda til þess að loftslagsbreytingar af völdum manna hafi gert hamfarirnar tæplega þriðjungi líklegri en ella. Búast má við því að aðstæður fyrir slíka elda verði enn algengari eftir því sem hnattræn hlýnun heldur áfram. Morrison sætti harðri gagnrýni heima fyrir þegar hann skellti sér í frí með fjölskyldu sinni til Havaí á meðan heimaland hans brann. Afstaða Ástrala og Morrison hefur valdið núningi við nágranna þeirra, íbúa láglendra Kyrrahafseyja sem eru í bráðri hættu vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Michael McCormack, þáverandi aðstoðarforsætisráðherra, hleypti illu blóði í marga þegar hann lét þau ummæli falla að hann væri pirraður á eyríkjunum sem vildu lifa af í kringum ráðstefnu Kyrrahafsríkja árið 2019.
Ástralía Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir COP26: Lítið skref í rétta átt eða meira blaður? Skiptar skoðanir eru um árangur af COP26-loftslagsráðstefnunni sem lauk í Glasgow um helgina. Sumir aðgerðasinnar segja samkomulagið innantómt blaður og að jafnvel ætti að leggja fyrirkomulagið niður. Aðrir segja mikilvæg skref hafa verið tekin þó að þau dugi ekki ein og sér til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. 15. nóvember 2021 21:02 Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Sjá meira
COP26: Lítið skref í rétta átt eða meira blaður? Skiptar skoðanir eru um árangur af COP26-loftslagsráðstefnunni sem lauk í Glasgow um helgina. Sumir aðgerðasinnar segja samkomulagið innantómt blaður og að jafnvel ætti að leggja fyrirkomulagið niður. Aðrir segja mikilvæg skref hafa verið tekin þó að þau dugi ekki ein og sér til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins. 15. nóvember 2021 21:02
Reiðir íbúar helltu sér yfir forsætisráðherra Ástralíu Reiðir íbúar bæjarins Cobargo í Ástralíu sem varð illa út úr skógar- og kjarreldum sem þar geisu helltu sér yfir Scott Morrisson, forsætisráðherra Ástralíu, er hann heimsótti bæinn til að sýna bæjarbúum og slökkviliðsmönnum stuðning. 2. janúar 2020 15:16