Kim Kardashian hjálpaði afgönskum fótboltastelpum að flýja ógnarstjórn Talíbana Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2021 12:01 Kim Kardashian West borgaði flug fyrir afganskt fótboltalið og fjölskyldur þeirra til Bretlands. getty/Gotham/Gotham Kim Kardashian West átti stóran þátt í því hjálpa ungum fótboltakonum frá Afganistan að flýja ógnarstjórn Talíbana. Í gær lenti flugvél í Bretlandi með þrjátíu ungar afganskar fótboltakonur innanborðs, auk fjölskyldna þeirra. Alls voru 130 manns í vélinni. Eftir tíu daga sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins geta þau hafið nýtt líf í Bretlandi. Margir lögðust á árarnar til að fótboltastelpurnar og fjölskyldur gætu flúið frá Afganistan, þar á meðal ofurstjarnan Kim Kardashian West. Fótboltastelpurnar og fjölskyldur þeirra flúðu til Pakistan og urðu sér úti um dvalarleyfi í Bretlandi. Illa gekk hins vegar að koma þeim til Bretlands og það styttist í að dvalarleyfi þeirra í Pakistan rynni út. Stofnandi góðgerðarsamtakana Tzedek Association, Rabbi Moshe Margaretten, sem þekkir vel til Kardashians, leitaði þá til hennar eftir hjálp. Hún brást vel við, bauðst til að borga flugið fyrir fótboltastelpurnar og fjölskyldurnar og tók upp veskið. Kardashian borgaði fyrir flugið og hópurinn lenti svo heilu og höldnu á Stansted flugvellinum í gær. Klippa: Afganskt kvennalið flúði til Bretlands Fjöldi Afgana hafa yfirgefið landið eftir að Talíbanar náðu þar völdum á nýjan leik í ágúst, þar á meðal hundruðir íþróttakvenna. Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði afganska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur látið mikið til sín taka í því að hjálpa afgönskum íþróttakonum að flýja land og hún lýsti yfir mikilli ánægju með að fótboltastelpurnar hefðu komist til Bretlands. „Ég beið í alla nótt því ég trúði þessu ekki fyrr en þær voru lentar og þær sendu myndir og myndbönd frá því. Ég er svo ánægð að þessar konur og fjölskyldur þeirra fái tækifæri til að vera frjálsar. Og þær eru úr hættu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af lífi sínu,“ sagði Popal. Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United hjálpaði einnig til við að koma afgönsku fótboltastelpunum og fjölskyldum þeirra til Bretlands. Félagið ætlar svo að aðstoða þau við að koma sér fyrir í nýja heimalandinu. Fótbolti Afganistan Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira
Í gær lenti flugvél í Bretlandi með þrjátíu ungar afganskar fótboltakonur innanborðs, auk fjölskyldna þeirra. Alls voru 130 manns í vélinni. Eftir tíu daga sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins geta þau hafið nýtt líf í Bretlandi. Margir lögðust á árarnar til að fótboltastelpurnar og fjölskyldur gætu flúið frá Afganistan, þar á meðal ofurstjarnan Kim Kardashian West. Fótboltastelpurnar og fjölskyldur þeirra flúðu til Pakistan og urðu sér úti um dvalarleyfi í Bretlandi. Illa gekk hins vegar að koma þeim til Bretlands og það styttist í að dvalarleyfi þeirra í Pakistan rynni út. Stofnandi góðgerðarsamtakana Tzedek Association, Rabbi Moshe Margaretten, sem þekkir vel til Kardashians, leitaði þá til hennar eftir hjálp. Hún brást vel við, bauðst til að borga flugið fyrir fótboltastelpurnar og fjölskyldurnar og tók upp veskið. Kardashian borgaði fyrir flugið og hópurinn lenti svo heilu og höldnu á Stansted flugvellinum í gær. Klippa: Afganskt kvennalið flúði til Bretlands Fjöldi Afgana hafa yfirgefið landið eftir að Talíbanar náðu þar völdum á nýjan leik í ágúst, þar á meðal hundruðir íþróttakvenna. Khalida Popal, fyrrverandi fyrirliði afganska kvennalandsliðsins í fótbolta, hefur látið mikið til sín taka í því að hjálpa afgönskum íþróttakonum að flýja land og hún lýsti yfir mikilli ánægju með að fótboltastelpurnar hefðu komist til Bretlands. „Ég beið í alla nótt því ég trúði þessu ekki fyrr en þær voru lentar og þær sendu myndir og myndbönd frá því. Ég er svo ánægð að þessar konur og fjölskyldur þeirra fái tækifæri til að vera frjálsar. Og þær eru úr hættu og þurfa ekki að hafa áhyggjur af lífi sínu,“ sagði Popal. Enska úrvalsdeildarfélagið Leeds United hjálpaði einnig til við að koma afgönsku fótboltastelpunum og fjölskyldum þeirra til Bretlands. Félagið ætlar svo að aðstoða þau við að koma sér fyrir í nýja heimalandinu.
Fótbolti Afganistan Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Sunderland - Everton | Svörtu kettirnir geta stokkið upp í annað sætið Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Spánarmeistararnir halda í við toppliðið „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Sjá meira