Sky Sports: Pochettino áhugasamur um Man. United starfið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 09:57 Mauricio Pochettino á blaðamannafundi sem stjóri Paris Saint Germain. EPA-EFE/YOAN VALAT Leitin að eftirmanni Ole Gunnars Solksjær í stjórastólnum hjá Manchester United er áberandi í öllum miðlum og margt bendir til þess að Argentínumaður muni taka við liðinu. Mauricio Pochettino hefur nefnilega áhuga á því að taka við liði Manchester United þrátt fyrir að vera í starf sem knattspyrnustjóri eins besta liðs Evrópu í dag. Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Pochettino sé spenntur fyrir starfinu á Old Trafford en á móti hafa komið fréttir af því frá Old Trafford að Pochettino sé efstur á óskalista félagsins. Næstur á eftir Pochettino á óskalista Manchester United er síðan Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, sem er einnig sagður hafa hundrað prósent áhuga á því að taka við United. Hinn 49 ára gamli Pochettino hefur verið stjóri Paris Saint-Germain frá því í janúar en áður var hann knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur frá 2014 þar til að hann var rekinn úr starfi í nóvember 2019. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Næsti leikur Pochettino með lið PSG er einmitt á móti Manchester City í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Sá leikur fer fram á City of Manchester leikvanginum í Manchester og verður argentínski stjórinn því í borginni í þessari viku. Pochettino gerði upphaflega átján mánaða samning við franska félagið í janúar en er með samning í París til sumarsins 2023 eftir að hafa framlengt um eitt ár. Parísarliðið er uppfullt af mörgum af stærstu stjörnum fótboltans en það lítur út fyrir að Pochettino sé tilbúinn að gefa það eftir til að komast til Manchester United. Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira
Mauricio Pochettino hefur nefnilega áhuga á því að taka við liði Manchester United þrátt fyrir að vera í starf sem knattspyrnustjóri eins besta liðs Evrópu í dag. Sky Sports hefur heimildir fyrir því að Pochettino sé spenntur fyrir starfinu á Old Trafford en á móti hafa komið fréttir af því frá Old Trafford að Pochettino sé efstur á óskalista félagsins. Næstur á eftir Pochettino á óskalista Manchester United er síðan Erik Ten Hag, knattspyrnustjóri Ajax, sem er einnig sagður hafa hundrað prósent áhuga á því að taka við United. Hinn 49 ára gamli Pochettino hefur verið stjóri Paris Saint-Germain frá því í janúar en áður var hann knattspyrnustjóri Tottenham Hotspur frá 2014 þar til að hann var rekinn úr starfi í nóvember 2019. View this post on Instagram A post shared by Sky Sports (@skysports) Næsti leikur Pochettino með lið PSG er einmitt á móti Manchester City í Meistaradeildinni á miðvikudaginn. Sá leikur fer fram á City of Manchester leikvanginum í Manchester og verður argentínski stjórinn því í borginni í þessari viku. Pochettino gerði upphaflega átján mánaða samning við franska félagið í janúar en er með samning í París til sumarsins 2023 eftir að hafa framlengt um eitt ár. Parísarliðið er uppfullt af mörgum af stærstu stjörnum fótboltans en það lítur út fyrir að Pochettino sé tilbúinn að gefa það eftir til að komast til Manchester United.
Enski boltinn Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum Fótbolti Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Fótbolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Fleiri fréttir Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Sjá meira