Derby drottningin Dagný kát í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2021 13:32 Dagný Brynjarsdóttir fagnar sigurmarkinu sínu með liðsfélaga sínum Kate Longhurst. Getty/John Walton Íslenska landsliðskonan Dagný Brynjarsdóttir var hetja West Ham liðsins í sigri í Lundúnaslag í ensku úrvalsdeildinni í gær. Dagný skoraði þá eina mark leiksins þegar West Ham vann 1-0 sigur á Tottenhma í derby-slag. Heimasíða West Ham liðsins tók viðtal við Dagnýju í leikslok. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Það var mjög gaman að skora á móti Tottenham. Þetta var fyrsti leikurinn minn á móti Spurs. Ég veit að þetta er derby leikur og það er því frábært að fá þrjú stig og ná að skora markið,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Mér finnst ég hafa getað skorað fleiri mörk en ég hef gert hingað til. Vonandi fer ég að klára færin mín betur og þetta er að koma. Ég fékk eitt tækifæri í dag og kláraði það sem ég er mjög ánægð með,“ sagði Dagný. Þetta var góð vika fyrir West Ham liðið sem sló Birmingham út úr deildarbikarnum í miðri viku og gerði jafntefli við Reading um síðustu helgi. „Auðvitað vildum við öll þrjú stigin á móti Reading og það eru vonbrigði að hafa ekki unnið þann leik líka. Sjö stig af níu mögulegum í einni viku er samt fínt og við getum því ekki kvartað mikið,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Við vorum ekki ánægð með fyrri hálfleikinn okkar í dag en við ræddum það í hálfleik hvað við þurftum að gera. Við vissum það allar að við þurftum að gera betur. Við gerðum betur í seinni hálfleiknum og stjórnuðum leiknum í lokin sem hefur ekki verið okkar styrkleiki á þessu tímabili,“ sagði Dagný. „Tottenham er með gott lið og þetta var mikil barátta, mikið um aukaspyrnur og fólk á jörðinni. Við skiluðum ruslavinnunni vel í dag og börðumst vel allan leikinn. Á endanum þá héldum við marki okkar hreinu og náðum svo inn markinu sem er það mikilvægasta,“ sagði Dagný. Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira
Dagný skoraði þá eina mark leiksins þegar West Ham vann 1-0 sigur á Tottenhma í derby-slag. Heimasíða West Ham liðsins tók viðtal við Dagnýju í leikslok. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Það var mjög gaman að skora á móti Tottenham. Þetta var fyrsti leikurinn minn á móti Spurs. Ég veit að þetta er derby leikur og það er því frábært að fá þrjú stig og ná að skora markið,“ sagði Dagný Brynjarsdóttir. „Mér finnst ég hafa getað skorað fleiri mörk en ég hef gert hingað til. Vonandi fer ég að klára færin mín betur og þetta er að koma. Ég fékk eitt tækifæri í dag og kláraði það sem ég er mjög ánægð með,“ sagði Dagný. Þetta var góð vika fyrir West Ham liðið sem sló Birmingham út úr deildarbikarnum í miðri viku og gerði jafntefli við Reading um síðustu helgi. „Auðvitað vildum við öll þrjú stigin á móti Reading og það eru vonbrigði að hafa ekki unnið þann leik líka. Sjö stig af níu mögulegum í einni viku er samt fínt og við getum því ekki kvartað mikið,“ sagði Dagný. View this post on Instagram A post shared by West Ham United Women (@westhamwomen) „Við vorum ekki ánægð með fyrri hálfleikinn okkar í dag en við ræddum það í hálfleik hvað við þurftum að gera. Við vissum það allar að við þurftum að gera betur. Við gerðum betur í seinni hálfleiknum og stjórnuðum leiknum í lokin sem hefur ekki verið okkar styrkleiki á þessu tímabili,“ sagði Dagný. „Tottenham er með gott lið og þetta var mikil barátta, mikið um aukaspyrnur og fólk á jörðinni. Við skiluðum ruslavinnunni vel í dag og börðumst vel allan leikinn. Á endanum þá héldum við marki okkar hreinu og náðum svo inn markinu sem er það mikilvægasta,“ sagði Dagný.
Enski boltinn Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn Íslenski boltinn Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Íslenski boltinn „Viljiði að einhver deyi inn á vellinum“ Sport „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Íslenski boltinn Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? Körfubolti Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Nýbyrjaður en hans eigin stuðningsmenn sungu: „Þú verður rekinn í fyrramálið“ Stjörnuleikmaður Liverpool missir af mörgum stórleikjum Pirraður yfir marki undir vegg: „Hann leggst bara í einhverja fósturstellingu“ „Í DNA okkar Sunderland-manna að þola þennan mann ekki“ Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Segir Liverpool ekki spila eins og topplið: Spila körfubolta en ekki fótbolta Áhrif NFL á ensku úrvalsdeildina: „Eins og heill leikur af föstum leikatriðum“ Fékk óvart rautt spjald Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Chiesa ekki með Liverpool til Tyrklands Sjá meira