Ásta færð á Stóra sviðið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. nóvember 2021 16:31 Vel sótt var á málþing um Ástu sem haldið var í Þjóðleikhúsinu. Aðsent Uppselt hefur verið á fjörutíu sýningar á verkið Ásta í Kassanum í Þjóðleikhúsinu. Því hefur verið ákveðið að færa sýninguna yfir á Stóra sviðið. Sýningin Ásta er eftir Ólaf Egil Egilsson. Hún hefur nú gengið fyrir fullu húsi í Kassanum frá því frumsýnt var síðasta haust. „Vegna mikillar eftirspurnar hefur nú hefur verið ákveðið að færa sýninguna á Stóra sviðið. Þegar er orðið uppselt á tvær sýningar á Stóra sviðinu en aukasýningum hefur nú verið bætt við,“ segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Með aðalhlutverk fer Birgitta Birgisdóttir. Ólafur Egill leiktýrir sjálfur sýningunni en aðstoðarleikstjóri og dramatúrgur er Andrea Elín Vilhjálmsdóttir. Um tónlistarstjórn sér Guðmundur Óskar Guðmundsson. Hér fyrir neðan má heyra hlaðvarpsviðtal við Ólaf og Andreu um sýninguna. Hin dulúðuga listakona Ásta Sigurðardóttir (1930-1971) var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar. Myndlist hennar og ritverk vöktu aðdáun en líka hneykslun, og oft urðu skilin á milli lífs þessarar hæfileikaríku en breysku konu og höfundarverks hennar óljós. Ásta hikaði ekki við að ögra ríkjandi viðhorfum og fylgja kalli hjarta síns, en brenndi kertið í báða enda og féll frá langt fyrir aldur fram. Hún varð táknmynd hinnar frjálsu konu, kynfrelsis nýrra tíma og framúrstefnulistar en mætti fordómum og útskúfun og kynntist hinu dýpsta myrkri sorgar og örvæntingar. En saga Ástu er líka saga um vonir, langanir og drauma sem enn geta ræst. „Í þessu nýja verki er svipmyndum af Ástu og skáldskap hennar fléttað saman. Matthildur Hafliðadóttir söngkona og hljómsveit Guðmundar Óskars Guðmundssonar flytja frumsamin lög við ljóð Ástu og endurskapa tíðarandann í tónum.“ Lagið Perluskel má heyra í spilaranum hér fyrir neðan. Leikhús Menning Tengdar fréttir „Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“ „Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti. 16. júní 2021 20:01 Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
Sýningin Ásta er eftir Ólaf Egil Egilsson. Hún hefur nú gengið fyrir fullu húsi í Kassanum frá því frumsýnt var síðasta haust. „Vegna mikillar eftirspurnar hefur nú hefur verið ákveðið að færa sýninguna á Stóra sviðið. Þegar er orðið uppselt á tvær sýningar á Stóra sviðinu en aukasýningum hefur nú verið bætt við,“ segir í tilkynningu frá Þjóðleikhúsinu. Með aðalhlutverk fer Birgitta Birgisdóttir. Ólafur Egill leiktýrir sjálfur sýningunni en aðstoðarleikstjóri og dramatúrgur er Andrea Elín Vilhjálmsdóttir. Um tónlistarstjórn sér Guðmundur Óskar Guðmundsson. Hér fyrir neðan má heyra hlaðvarpsviðtal við Ólaf og Andreu um sýninguna. Hin dulúðuga listakona Ásta Sigurðardóttir (1930-1971) var lifandi goðsögn í bæjarlífi Reykjavíkur um miðbik síðustu aldar. Myndlist hennar og ritverk vöktu aðdáun en líka hneykslun, og oft urðu skilin á milli lífs þessarar hæfileikaríku en breysku konu og höfundarverks hennar óljós. Ásta hikaði ekki við að ögra ríkjandi viðhorfum og fylgja kalli hjarta síns, en brenndi kertið í báða enda og féll frá langt fyrir aldur fram. Hún varð táknmynd hinnar frjálsu konu, kynfrelsis nýrra tíma og framúrstefnulistar en mætti fordómum og útskúfun og kynntist hinu dýpsta myrkri sorgar og örvæntingar. En saga Ástu er líka saga um vonir, langanir og drauma sem enn geta ræst. „Í þessu nýja verki er svipmyndum af Ástu og skáldskap hennar fléttað saman. Matthildur Hafliðadóttir söngkona og hljómsveit Guðmundar Óskars Guðmundssonar flytja frumsamin lög við ljóð Ástu og endurskapa tíðarandann í tónum.“ Lagið Perluskel má heyra í spilaranum hér fyrir neðan.
Leikhús Menning Tengdar fréttir „Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“ „Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti. 16. júní 2021 20:01 Mest lesið Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Lífið Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Lífið „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Lífið Tvö ár í stofufangelsi Lífið Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Lífið „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Lífið Klökknar enn við tilhugsun um fjölskylduna sem bjargaði honum Lífið Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Lífið Fleiri fréttir „Rosalega stórt“ að fá aftur tilnefningu Mótorhjólaði aftur í kringum hnöttinn: „Fólk er gott“ Strákarnir úr Benjamín dúfu sameinuðust á ný Fékk gula spjaldið frá lækninum og reimaði á sig hlaupaskóna Hættir við keppni í Ungfrú alheimi Tvö ár í stofufangelsi Fréttatía vikunnar: Grand Theft Auto, Neyðarkallinn og fjársvik Laufey tilnefnd til Grammy-verðlauna Elskar að bera klúta Valdi fallegasta karlmanninn Algjör óvissa með Söngvakeppnina Ólafur og Hildur selja í Vesturbænum „Ekkert of gott að vera of grannur“ Góð fjölskyldustund öll föstudagskvöld Nýsjálenskur James Bond-leikstjóri látinn Fundaði með rabbína til að biðjast afsökunar á gyðingaandúðinni „Þegar ég var átján ára gömul fæ ég aðra ábendingu“ „Innsýn í djammlífið og hvernig Gugga í gúmmíbát djammar“ Ástin blómstrar hjá Ara Edwald og Ingibjörgu „Veit að pabbi væri stoltur af mér“ Kynþokkafyllstu karlmenn landsins Love Island bomba keppir í Eurovision „Við vitum í raun ekkert hvað bíður okkar“ Finnur fyrir skoðunum fólks á aldursmuninum Öskraði „pegga“ og salurinn grét úr hlátri „Ég vil verða eins og þú þegar ég verð stór“ Yfirgáfu salinn þegar gæslunni var sigað á „heimska“ ungfrú Mexíkó Nablinn ræðir um naflann fræga: Enginn gröftur en stundum skvört Sóldís Vala hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Sjá meira
„Í aðstæðum sem eru eiginlega óhugsandi“ „Ég er varla búin að átta mig á því að þetta sé að fara á Netflix um allan heim,“ segir Birgitta Birgisdóttir, en hún leikur í sjónvarpsþáttunum Katla. Þættirnir koma allir inn á streymisveituna Netflix á miðnætti. 16. júní 2021 20:01