KSÍ bauð upp á áfengi eftir leikinn gegn Norður-Makedóníu | Málefni Eiðs persónuleg Henry Birgir Gunnarsson skrifar 24. nóvember 2021 11:23 Eiður Smári Guðjohnsen hefur lokið störfum hjá Knattspyrnusambandi Íslands. Getty/Marc Atkins Ómar Smárason, deildarstjóri samskiptadeildar KSÍ, segir sambandið ekki vilja fara ítarlega ofan í það af hverju KSÍ hafi nýtt sér endurskoðunarákvæði í ráðningarsamningi við Eið Smára Guðjohnsen aðstoðarlandsliðsþjálfara. Tilkynnt var um það í gærkvöldi að gert hefði verið samkomulag um að Eiður Smári láti af störfum þann 1. desember. DV greindi fyrst frá því að ástæðan fyrir því að KSÍ hefði nýtt sér endurskoðunarákvæðið tengdist gleðskap eftir landsleik Norður-Makedóníu og Íslands fyrir tíu dögum síðan þar sem áfengi var haft um hönd. „Við viljum ekki bæta neinu við yfirlýsinguna. Þetta snýr að persónulegum málefnum og við viljum ekki tjá okkur frekar um það fyrir utan að endurskoðunarákvæðið í samningnum var virkjað,“ segir Ómar en tímaramminn á endurskoðunarákvæðinu var fyrstu tvær vikur desembermánaðar að sögn deildarstjórans. Ómar staðfestir að sambandið hafi boðið upp á áfengi að loknum leiknum við Norður-Makedóníu en það var síðasti leikur liðsins í undankeppni HM. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ segir Ómar en það er innan við ár síðan landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins þurfti að hætta eftir að áfengi var haft um hönd eftir landsleik. Af hverju var KSÍ að bjóða upp á áfengi eftir leikinn? „Það er bara oft þannig. Menn sitja saman að loknu verkefni. Spjalla og fá sér einn til tvo bjóra áður en menn kveðja. Svona eins og fólk gerir.“ Ómar segir að leitin að nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara hefjist fljótlega og þar muni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ráða för. Arnar hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins í dag. KSÍ Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Tilkynnt var um það í gærkvöldi að gert hefði verið samkomulag um að Eiður Smári láti af störfum þann 1. desember. DV greindi fyrst frá því að ástæðan fyrir því að KSÍ hefði nýtt sér endurskoðunarákvæðið tengdist gleðskap eftir landsleik Norður-Makedóníu og Íslands fyrir tíu dögum síðan þar sem áfengi var haft um hönd. „Við viljum ekki bæta neinu við yfirlýsinguna. Þetta snýr að persónulegum málefnum og við viljum ekki tjá okkur frekar um það fyrir utan að endurskoðunarákvæðið í samningnum var virkjað,“ segir Ómar en tímaramminn á endurskoðunarákvæðinu var fyrstu tvær vikur desembermánaðar að sögn deildarstjórans. Ómar staðfestir að sambandið hafi boðið upp á áfengi að loknum leiknum við Norður-Makedóníu en það var síðasti leikur liðsins í undankeppni HM. „Það er rétt að það var boðið upp á einn til tvo bjóra fyrir þá sem vildu. Einhverjir þáðu það. Aðrir ekki. Flestir sem fengu sér bjór fóru svo bara upp að sofa,“ segir Ómar en það er innan við ár síðan landsliðsþjálfari kvennalandsliðsins þurfti að hætta eftir að áfengi var haft um hönd eftir landsleik. Af hverju var KSÍ að bjóða upp á áfengi eftir leikinn? „Það er bara oft þannig. Menn sitja saman að loknu verkefni. Spjalla og fá sér einn til tvo bjóra áður en menn kveðja. Svona eins og fólk gerir.“ Ómar segir að leitin að nýjum aðstoðarlandsliðsþjálfara hefjist fljótlega og þar muni Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari ráða för. Arnar hefur ekki gefið kost á viðtali vegna málsins í dag.
KSÍ Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira