Gagnrýnir farþegana í liði PSG og segir liðið eiga enga möguleika Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. nóvember 2021 12:32 Neymar og Lionel Messi ganga saman af velli eftir tapið á móti Manchester City í gær. AP/Scott Heppell Flest lið myndu eflaust gefa mikið fyrir að geta telft fram framlínutríóinu Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Þessir þrír standa þó í vegi fyrir möguleikum Paris Saint Germain að mati knattspyrnusérfræðings Sky Sports. Gamli Liverpool miðvörðurinn Jamie Carragher var nefnilega með sterka skoðun á framherjunum þremur eftir tap PSG á móti Manchester City í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Kylian Mbappe kom PSG reyndar í 1-0 í leiknum en mörk frá Raheem Sterling og Gabriel Jesus tryggði ensku meisturunum sigurinn í seinni hálfleik. Jamie Carragher hit the nail on the head last night during his damning analysis of PSG's superstar trio, they're becoming a problem! https://t.co/5tMGqBlbPR— SPORTbible (@sportbible) November 25, 2021 „Ég er á því að í dag geti lið ekki verið með farþega,“ sagði Jamie Carragher á CBS Sports. „Það eru fjögur lið sem mér finnst geta unnið Meistaradeildina og það eru Man City, Liverpool, Chelsea eða Bayern München. Það er enginn farþegi í þeim liðum,“ sagði Carragher. „Þetta PSG lið er með þrjá farþega í sínu liði og þessa vegna eiga þeir enga möguleika á því að vinna Meistaradeildina, alls enga,“ sagði Carragher. Hann er þá að tala um tríóið Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Carragher er sérstaklega ósáttur með Mbappe, sem er mun yngri en Messi, en sýnir engan vilja í að hlaupa til baka og hjálpa sínu liði í varnarleiknum. Really pleased to see @ManCity beat #PSG tonight as it showed no matter what superstars you have in your team you can t carry passengers defensively. PSG can t win #UCL with only 7 players defending! #MCIPSG— Jamie Carragher (@Carra23) November 24, 2021 „Ég verð pirraður að horfa á þetta og þá sérstaklega Mbappe. Ég get skilið það með Messi upp að ákveðnu marki af því að hann er 34 ára og þarf að spara sig fyrir ákveðin móment,“ sagði Carragher. „Ég tel samt að þeir geti ekki borið hann í mark og við skulum ekki gleyma því heldur að Barcelona hefur ekki unnið Meistaradeildina í langan tíma,“ sagði Carragher. „En Mbappe er enn bara 22 ára gamall og hann ætti að vera hlaupa til baka til að hjálpa liðsfélögum sínum á móti toppliði eins og Man. City. Þetta snýst um að þeir eru að labba um völlinn og það er ekki fyrr mig,“ sagði Carragher. Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira
Gamli Liverpool miðvörðurinn Jamie Carragher var nefnilega með sterka skoðun á framherjunum þremur eftir tap PSG á móti Manchester City í Meistaradeildinni í gærkvöldi. Kylian Mbappe kom PSG reyndar í 1-0 í leiknum en mörk frá Raheem Sterling og Gabriel Jesus tryggði ensku meisturunum sigurinn í seinni hálfleik. Jamie Carragher hit the nail on the head last night during his damning analysis of PSG's superstar trio, they're becoming a problem! https://t.co/5tMGqBlbPR— SPORTbible (@sportbible) November 25, 2021 „Ég er á því að í dag geti lið ekki verið með farþega,“ sagði Jamie Carragher á CBS Sports. „Það eru fjögur lið sem mér finnst geta unnið Meistaradeildina og það eru Man City, Liverpool, Chelsea eða Bayern München. Það er enginn farþegi í þeim liðum,“ sagði Carragher. „Þetta PSG lið er með þrjá farþega í sínu liði og þessa vegna eiga þeir enga möguleika á því að vinna Meistaradeildina, alls enga,“ sagði Carragher. Hann er þá að tala um tríóið Lionel Messi, Kylian Mbappe og Neymar. Carragher er sérstaklega ósáttur með Mbappe, sem er mun yngri en Messi, en sýnir engan vilja í að hlaupa til baka og hjálpa sínu liði í varnarleiknum. Really pleased to see @ManCity beat #PSG tonight as it showed no matter what superstars you have in your team you can t carry passengers defensively. PSG can t win #UCL with only 7 players defending! #MCIPSG— Jamie Carragher (@Carra23) November 24, 2021 „Ég verð pirraður að horfa á þetta og þá sérstaklega Mbappe. Ég get skilið það með Messi upp að ákveðnu marki af því að hann er 34 ára og þarf að spara sig fyrir ákveðin móment,“ sagði Carragher. „Ég tel samt að þeir geti ekki borið hann í mark og við skulum ekki gleyma því heldur að Barcelona hefur ekki unnið Meistaradeildina í langan tíma,“ sagði Carragher. „En Mbappe er enn bara 22 ára gamall og hann ætti að vera hlaupa til baka til að hjálpa liðsfélögum sínum á móti toppliði eins og Man. City. Þetta snýst um að þeir eru að labba um völlinn og það er ekki fyrr mig,“ sagði Carragher.
Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Franski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Fleiri fréttir Túfa gerir þriggja ára samning í Svíþjóð Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Bæjarar aftur á sigurbraut Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Barcelona með fjögurra stiga forskot inn í nýtt ár Alvöru innkoma: Kjartan með stoðsendingu gegn Celtic í sínum fyrsta leik Sandra María hetjan og með þeim markahæstu í Þýskalandi Katla skoraði annan leikinn í röð Tómas Bent og félagar unnu Rangers og náðu átta stiga forskoti á toppnum Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Hildur áfram í bikarnum og Amanda enn á toppnum Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Sjá meira