Brentford mun ekki gefa út nýja búninga fyrir næsta tímabil Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 25. nóvember 2021 22:30 Þeir sem eiga Brentford treyju heima hjá sér þurfa ekki að hafa áhyggjur af því að þurfa að kaupa nýja næsta tímabil. Eddie Keogh/Getty Images Sú hefð hefur skapast í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, sem og víðar, að lið láti hanna nýja búninga fyrir hvert tímabil. Líklega er það gert í gróðaskyni, en nýliðar Brentford ætla sér að endurnýta sína búninga á næsta tímabili til að vera sjálfbærari og spara stuðningsmönnum sínum aurinn. Mörg lið í ensku úrvalsdeildinni ganga svo langt að gefa út þrjá nýja búninga fyrir hvert tímabil, en framkvæmdastjóri Brentford, Jon Varney, segir að fótbolti eigi að vera á viðráðanlegu verði fyrir aðdáendur íþróttarinnar. „Okkur finnst að fótboltinn eigi að vera á viðráðanlegu verði fyrir stuðningsmennina okkar og við vitum að íþróttin þarf að huga meira að sjálfbærni,“ sagði Varney. „Þetta er kannski ekki stórt, en við höfum trú á því að þetta hjálpi.“ Ef horft er á sjálfbærniþáttinn sem Varney nefnir þá hefur ein treyja sem er gerð úr pólýester - eins og flestar fótboltatreyjur - meira en tvöfalt kolefnisfótspor treyju sem ferð er úr bómull. Þannig skilur ein treyja úr pólýester eftir sig 5,5 kíló af koltvísýringi samanborið við 2,1 kíló sem bómullartreyja skilur eftir sig. Varney hélt áfram, og segir að það geti í það minnsta ekki verið slæmt að endurnýta treyjurnar. „Þegar við bárum þessa hugmynd undir starfsfólk félagsins tóku allir mjög vel í hana. Við höldum líka að þetta sé skref í rétta átt fyrir umhverfið.“ #BrentfordFC have announced they will continue to wear their current home shirt next season, as they look to make their kits more sustainable and affordable for fans 🐝♻️— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021 Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira
Mörg lið í ensku úrvalsdeildinni ganga svo langt að gefa út þrjá nýja búninga fyrir hvert tímabil, en framkvæmdastjóri Brentford, Jon Varney, segir að fótbolti eigi að vera á viðráðanlegu verði fyrir aðdáendur íþróttarinnar. „Okkur finnst að fótboltinn eigi að vera á viðráðanlegu verði fyrir stuðningsmennina okkar og við vitum að íþróttin þarf að huga meira að sjálfbærni,“ sagði Varney. „Þetta er kannski ekki stórt, en við höfum trú á því að þetta hjálpi.“ Ef horft er á sjálfbærniþáttinn sem Varney nefnir þá hefur ein treyja sem er gerð úr pólýester - eins og flestar fótboltatreyjur - meira en tvöfalt kolefnisfótspor treyju sem ferð er úr bómull. Þannig skilur ein treyja úr pólýester eftir sig 5,5 kíló af koltvísýringi samanborið við 2,1 kíló sem bómullartreyja skilur eftir sig. Varney hélt áfram, og segir að það geti í það minnsta ekki verið slæmt að endurnýta treyjurnar. „Þegar við bárum þessa hugmynd undir starfsfólk félagsins tóku allir mjög vel í hana. Við höldum líka að þetta sé skref í rétta átt fyrir umhverfið.“ #BrentfordFC have announced they will continue to wear their current home shirt next season, as they look to make their kits more sustainable and affordable for fans 🐝♻️— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) November 25, 2021
Enski boltinn Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Coote dæmdur í átta vikna bann fyrir ummælin um Klopp Enska augnablikið: Sá allra svalasti „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Bale af golfvellinum og á skjáinn Hákon Rafn gæti fengið sénsinn Donnarumma skilinn eftir heima Enska augnablikið: Hlaupið út úr húsinu Hafa selt næstum alla vörnina en liðsstyrkur á leiðinni frá liði Hákonar Grealish lánaður burt en City vill ekki selja Savinho Crystal Palace tapaði áfrýjun og þarf að spila í Sambandsdeildinni Newcastle loks að fá leikmann Delap með tvö í öruggum sigri í síðasta leik fyrir mót Palace stefnir á að selja fyrirliðann fyrir gluggalok Enska augnablikið: Skellur þegar hann hrinti dómaranum Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Sjá meira