Tveir markmenn í byrjunarliðinu og leikurinn flautaður af Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. nóvember 2021 11:31 Leikmenn Belenses voru að öllum líkindum frekar ósáttir við að þurfa að spila gegn Benfica í gær. Valter Gouveia/NurPhoto via Getty Images Leikur Belenenses og Benfica í portúgölsku deildinni í fótbolta var í gær flautaður af eftir að Belenenses var aðeins með sex leikmenn eftir á vellinum snemma í seinni hálfleik. Heimamenn í Belenenses byrjuðu leikinn með aðeins níu leikmenn á vellinum eftir að kórónuveiruhópsmit greindist í hópnum. Alls voru 17 leikmenn sem ekki gátu tekið þátt vegna smitsins. Meðal þessara níu leikmanna sem byrjuðu leikinn voru tveir markmenn, en einn þeirra neyddist til að spila sem útileikmaður. Eins og gefur að skilja gekk illa hjá Belenenses að spila leikinn, en í hálfleik var staðan orðin 7-0, Benfica í vil. Meiðsli settu svo enn freakari strik í reikninginn og snemma í seinni hálfleik voru aðeins sex leikmenn Belenenses eftir á vellinum. Samkvæmt knattspyrnulögunum þurfti dómarinn að flauta leikinn af, sem og hann gerði. „Dökkur kafli í portúgölskum fótbolta“ Rui Costa, fyrrverandi leikmaður Benfica og núverandi forseti félagsins, segir að lið hans hafi verið neytt til að spila leikinn. Liðin hefðu getað frestað leiknum, en deildin hafi komið í veg fyrir það. „Ég sé eftir því sem gerðist í dag. Þetta er dökkur kafli í portúgölskum fótbolta og fyrir landið allt,“ sagði Costa eftir þennan stutta leik. Bernardo Silva, leikmaður Manchester City og portúgalska landsliðsins, furðaði sig einnig á ákvörðun deildarinnar að leikurinn skyldi fara fram. „Hvað er í gangi? Er ég sá eini sem skilur ekki af hverju þessum leik var ekki frestað?“ skrifaði miðjumaðurinn á Twitter-síðu sinni? O que é isto? Sou o único a não perceber o porquê do jogo não ter sido adiado? 🤦🏻♂️— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) November 27, 2021 Portúgal Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Heimamenn í Belenenses byrjuðu leikinn með aðeins níu leikmenn á vellinum eftir að kórónuveiruhópsmit greindist í hópnum. Alls voru 17 leikmenn sem ekki gátu tekið þátt vegna smitsins. Meðal þessara níu leikmanna sem byrjuðu leikinn voru tveir markmenn, en einn þeirra neyddist til að spila sem útileikmaður. Eins og gefur að skilja gekk illa hjá Belenenses að spila leikinn, en í hálfleik var staðan orðin 7-0, Benfica í vil. Meiðsli settu svo enn freakari strik í reikninginn og snemma í seinni hálfleik voru aðeins sex leikmenn Belenenses eftir á vellinum. Samkvæmt knattspyrnulögunum þurfti dómarinn að flauta leikinn af, sem og hann gerði. „Dökkur kafli í portúgölskum fótbolta“ Rui Costa, fyrrverandi leikmaður Benfica og núverandi forseti félagsins, segir að lið hans hafi verið neytt til að spila leikinn. Liðin hefðu getað frestað leiknum, en deildin hafi komið í veg fyrir það. „Ég sé eftir því sem gerðist í dag. Þetta er dökkur kafli í portúgölskum fótbolta og fyrir landið allt,“ sagði Costa eftir þennan stutta leik. Bernardo Silva, leikmaður Manchester City og portúgalska landsliðsins, furðaði sig einnig á ákvörðun deildarinnar að leikurinn skyldi fara fram. „Hvað er í gangi? Er ég sá eini sem skilur ekki af hverju þessum leik var ekki frestað?“ skrifaði miðjumaðurinn á Twitter-síðu sinni? O que é isto? Sou o único a não perceber o porquê do jogo não ter sido adiado? 🤦🏻♂️— Bernardo Silva (@BernardoCSilva) November 27, 2021
Portúgal Mest lesið Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Fleiri fréttir Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Stórstjörnur Barcelona sektaðar fyrir brot á lyfjaprófsreglum Manchester United staðfestir kaupin á Sesko Segja Sölva hæðast að Bröndby Fékk flugeld í punginn í leik Enska augnablikið: Grætti barnið en var slétt sama Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Þór lagði Fylki og þjarma að toppliðunum í Lengjudeildinni Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti