Muni skýrast á næstu vikum hvort herða þurfi aðgerðir vegna Ómíkron Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. nóvember 2021 17:35 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir margt enn óljóst um nýjasta afbrigði kórónuveirunnar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir að það muni skýrast á næstu vikum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða vegna útbreiðslu Ómíkron-afbrigðis kórónuveirunnar. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvernig afbrigðið hagar sér en svo virðist sem það sé meira smitandi. Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti hertar aðgerðir á landamærunum í gær vegna Ómíkron-afbrigðisins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að um sé að ræða fyrstu skrefin á meðan væri verið að afla frekari upplýsinga. „Þetta eru bara fyrstu aðgerðir meðan að verið er að átta sig betur á þessu nýja afbrigði, hvernig það er, hvernig það hegðar sér og hvers er að vænta af því, að reyna að koma í veg fyrir að það komi inn í landið með þessum ráðstöfunum,“ segir Þórólfur. Það muni síðan skýrast á næstu dögum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. „Það fer bara eftir þeim upplýsingum sem berast erlendis frá um eðli þessa afbrigðis og hvernig það er, er þetta til dæmis afbrigði sem kemst undan bóluefnunum? Við fáum sennilega ekki svör við því fyrr en eftir svona tvær vikur eða svo,“ segir Þórólfur. Afbrigðið hefur nú greinst í nokkrum löndum utan Suður-Afríku, þar sem veiran greindist fyrst, til að mynda Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi, og Ástralíu. Tilfellin innan Evrópu hafa verið að greinast síðustu daga og er grunur um að afbrigðið sé í raun komið til fleiri landa. Þórólfur vísar til þess að Ísland hafi fengið öll önnur afbrigði veirunnar og því mögulegt að nýja afbrigðið greinist einnig hér. „Ef að við höfum góð tök á landamærunum, tökum sýni og setjum fólk í sóttkví, þá ætti okkur alla vega að takast að hamla því eins mikið og mögulegt er. En síðan verðum við bara að sjá hvað gerist,“ segir Þórólfur. Það sem virðist valda mestum áhyggjum er fjöldi stökkbreytinga sem afbrigðið er með, sem eru alls 32 talsins. Hröð útbreiðsla virðist einnig benda til þess að afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði, þó það hafi ekki verið staðfest. „Þetta er bara ekki alveg vitað núna og það er kannski ekki rétt að fara mikið fram úr sér heldur bara að ræða þær staðreyndir sem liggja fyrir. Þær eru akkúrat þessar eins og staðan er núna, að það virðist vera meira smitandi, en meira er ekki svo sem vitað á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur. Hann segir mikilvægt að brugðist sé hratt við og vonast til að hægt sé að nýta sömu aðgerðir og yfirvöld hafa gert síðastliðin tvö ár, ef til þess kemur. Þá eigi það eftir að skýrast hvort bóluefnin veiti nægilega vernd. „En meðan við vitum það ekki nákvæmlega þá þurfum við bara að halda áfram að bólusetja. Við verðum líka að halda áfram að verja okkur gegn þessu Delta afbrigði sem að er allsráðandi hér og í Evrópu, það má ekki gleyma því,“ segir Þórólfur. „Það er bara komin ný á sem að við þurfum að fara yfir, það er bara þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00 Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar. 28. nóvember 2021 11:34 Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Heilbrigðisráðuneytið tilkynnti hertar aðgerðir á landamærunum í gær vegna Ómíkron-afbrigðisins. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að um sé að ræða fyrstu skrefin á meðan væri verið að afla frekari upplýsinga. „Þetta eru bara fyrstu aðgerðir meðan að verið er að átta sig betur á þessu nýja afbrigði, hvernig það er, hvernig það hegðar sér og hvers er að vænta af því, að reyna að koma í veg fyrir að það komi inn í landið með þessum ráðstöfunum,“ segir Þórólfur. Það muni síðan skýrast á næstu dögum hvort grípa þurfi til frekari aðgerða. „Það fer bara eftir þeim upplýsingum sem berast erlendis frá um eðli þessa afbrigðis og hvernig það er, er þetta til dæmis afbrigði sem kemst undan bóluefnunum? Við fáum sennilega ekki svör við því fyrr en eftir svona tvær vikur eða svo,“ segir Þórólfur. Afbrigðið hefur nú greinst í nokkrum löndum utan Suður-Afríku, þar sem veiran greindist fyrst, til að mynda Ítalíu, Þýskalandi, Bretlandi, og Ástralíu. Tilfellin innan Evrópu hafa verið að greinast síðustu daga og er grunur um að afbrigðið sé í raun komið til fleiri landa. Þórólfur vísar til þess að Ísland hafi fengið öll önnur afbrigði veirunnar og því mögulegt að nýja afbrigðið greinist einnig hér. „Ef að við höfum góð tök á landamærunum, tökum sýni og setjum fólk í sóttkví, þá ætti okkur alla vega að takast að hamla því eins mikið og mögulegt er. En síðan verðum við bara að sjá hvað gerist,“ segir Þórólfur. Það sem virðist valda mestum áhyggjum er fjöldi stökkbreytinga sem afbrigðið er með, sem eru alls 32 talsins. Hröð útbreiðsla virðist einnig benda til þess að afbrigðið sé meira smitandi en fyrri afbrigði, þó það hafi ekki verið staðfest. „Þetta er bara ekki alveg vitað núna og það er kannski ekki rétt að fara mikið fram úr sér heldur bara að ræða þær staðreyndir sem liggja fyrir. Þær eru akkúrat þessar eins og staðan er núna, að það virðist vera meira smitandi, en meira er ekki svo sem vitað á þessum tímapunkti,“ segir Þórólfur. Hann segir mikilvægt að brugðist sé hratt við og vonast til að hægt sé að nýta sömu aðgerðir og yfirvöld hafa gert síðastliðin tvö ár, ef til þess kemur. Þá eigi það eftir að skýrast hvort bóluefnin veiti nægilega vernd. „En meðan við vitum það ekki nákvæmlega þá þurfum við bara að halda áfram að bólusetja. Við verðum líka að halda áfram að verja okkur gegn þessu Delta afbrigði sem að er allsráðandi hér og í Evrópu, það má ekki gleyma því,“ segir Þórólfur. „Það er bara komin ný á sem að við þurfum að fara yfir, það er bara þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Suður-Afríka Tengdar fréttir Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00 Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar. 28. nóvember 2021 11:34 Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Sjá meira
Ómíkron greinist í Ástralíu og WHO gagnrýnir auðugri þjóðir heims Yfirvöld í Ástralíu hafa staðfest að tveir íbúar eru smitaðir af ómíkron-afbrigði Covid-19. Báðir voru að koma til landsins erlendis frá og eru fullbólusettir. Fólkið er nýkomið frá Suður-Afríku og greindist smitað í sóttkví í Sydney, höfuðborg Ástralíu. 28. nóvember 2021 12:00
Kári um Ómíkron: „Viðbrögðin langt umfram það sem gögnin gefa tilefni til“ Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar segir að Íslendingar ættu að draga andann djúpt þegar kemur að Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Engin gögn hafi komið fram sem sýni að það sé hættulegra en önnur afbrigði veirunnar. 28. nóvember 2021 11:34
Engum nema Ísraelum hleypt til Ísrael vegna Ómíkrons-afbrigðisins Yfirvöld í Ísrael munu banna öllum útlendingum að koma til landsins næstu tvær vikurnar vegna Ómíkrons-afbrigðis kórónuveirunnar, að því er miðlar þar í landi halda fram. 28. nóvember 2021 07:38