„Hefði viljað standa þetta af mér“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2021 11:31 Patrik Sigurður Gunnarsson bendir á að hann hafi engan veginn búist við því að samherji hans myndi ráðast á hann. Skjáskot/Discovery+ „Eftir á að hyggja hefði maður viljað standa þetta af sér, en ég er með áverka á hálsinum sem segja svolítið til um hversu fast höggið var,“ segir landsliðsmarkvörðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson um það þegar liðsfélagi hans fékk rautt spjald eftir að hafa hrint Patrik. Patrik segir að í raun hafi mjög lítill aðdragandi verið að því þegar liðsfélagi hans hjá norska liðinu Viking, David Brekalo, missti stjórn á skapi sínu í gær. Viking hafði þá skorað tvö mörk seint í leiknum sem á endanum dugðu til 3-2 útisigurs gegn Kristiansund, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brekalo fékk að líta rauða spjaldið á fimmtu mínútu uppbótartíma, fyrir að hrinda Patriki eins og sjá má hér að neðan. Hva er det som skjer med Viking?! Brekalo angriper egen keeper og blir utvist på overtid. Utrolige scener på tampen! pic.twitter.com/MdyvGQIHfv— Eurosport Norge (@EurosportNorge) November 28, 2021 Patrik tekur undir það að sér sárni að á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum sé fjallað um atvikið með þeim hætti að hann hafi „fiskað“ liðsfélaga sinn af velli með leikaraskap. „Ég slæ ekki frá mér, og hvort sem maður slær frá sér og leikmaðurinn dettur eða ekki þá er það rautt spjald. Mér sárnar smá að maður sé gerður að sökudólgi þó að ég hafi ekki slegið frá mér. En við gerðum báðir mistök, lærum af þessu og þetta er bara búið,“ segir Patrik. Have you ever seen anything like this before? — Eurosport UK (@Eurosport_UK) November 29, 2021 „Þetta gerðist eftir fyrirgjöf að okkar marki. Hann lét boltann fara og bjóst við því að ég myndi taka hann. Ég kallaði aldrei neitt og lét boltann vera, sem rúllaði svo aftur fyrir endalínu. Síðan sneri ég mér við og lét hann vita að ég hefði ekki sagt neitt, og að þá taki ég ekki boltann. Í hita leiksins koma fram tilfinningar og hann ýtti nokkrum sinnum frá sér. Rak hendurnar frá viðbeini og upp í háls,“ segir Patrik. Held að það þurfi talsvert högg til að fá áverka á hálsi Hann viðurkennir að í hægri endursýningu í sjónvarpi sé ef til vill skiljanlegt að atvikið líti þannig út að hann geri meira úr því en efni standi til. „Þetta „slow motion view“ lítur ekkert æðislega út fyrir mig sjálfan, þrátt fyrir að ég sé með áverka á hálsinum eftir hann og að þeir leikmenn sem sáu þetta á vellinum hafi séð að þetta var meira högg. Ég er nú ekki þekktur fyrir að leika og ég held það þurfi talsvert högg til þess að maður sé með áverka á hálsinum. Ef manni er ýtt í háls og ofar þá myndu flestir grípa um höfuðið. Ég bjóst líka ekki við þessu frá eigin leikmanni, svo ég var ekki í jafnvægi og þá er auðveldara að detta aftur fyrir sig. En ég hefði viljað standa þetta af mér,“ segir Patrik. „Ekkert vesen á milli okkar tveggja“ Patrik segir að þeir Brekalo hafi nánast strax verið farnir að geta gert grín að því sem gerðist. „Það var eiginlega farið að gera grín að þessu um leið og við löbbuðum inn í klefa. Það er búið að gera svolítið mikið úr þessu á samfélagsmiðlum. Það var ekkert vesen á milli okkar tveggja, hvorki fyrir né eftir, og við skildum bara sáttir eftir þetta. Við höfum haft gott samband, eins og oft er þegar leikmenn koma inn í lið á svipuðum tíma,“ segir Patrik en þeir Brekalo komu báðir til Viking í ágúst. Det er bare smil å se på Kvernberget Flystasjon Heia Viking! pic.twitter.com/TFHYVulcAh— Viking Fotball (@vikingfotball) November 28, 2021 „Hann [Brekalo] fór sjálfur í viðtal í norskum fjölmiðlum í gær og baðst afsökunar á þessu. Hann gerði auðvitað mistök með því að slá frá sér.“ Á leið í viðræður við Brentford Eftir sigurinn í gær er allt útlit fyrir að Viking endi í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar en liðið vantar aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sér það, og þar með Evrópusæti, eftir að hafa verið í 6. sæti þegar Patrik kom. Hann er hjá Viking að láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford og mun að óbreyttu snúa aftur til Englands í árslok en Patrik mun á næstunni ræða við forráðamenn Brentford um framhaldið. Norski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Sjá meira
Patrik segir að í raun hafi mjög lítill aðdragandi verið að því þegar liðsfélagi hans hjá norska liðinu Viking, David Brekalo, missti stjórn á skapi sínu í gær. Viking hafði þá skorað tvö mörk seint í leiknum sem á endanum dugðu til 3-2 útisigurs gegn Kristiansund, í norsku úrvalsdeildinni í fótbolta. Brekalo fékk að líta rauða spjaldið á fimmtu mínútu uppbótartíma, fyrir að hrinda Patriki eins og sjá má hér að neðan. Hva er det som skjer med Viking?! Brekalo angriper egen keeper og blir utvist på overtid. Utrolige scener på tampen! pic.twitter.com/MdyvGQIHfv— Eurosport Norge (@EurosportNorge) November 28, 2021 Patrik tekur undir það að sér sárni að á samfélagsmiðlum og í fjölmiðlum sé fjallað um atvikið með þeim hætti að hann hafi „fiskað“ liðsfélaga sinn af velli með leikaraskap. „Ég slæ ekki frá mér, og hvort sem maður slær frá sér og leikmaðurinn dettur eða ekki þá er það rautt spjald. Mér sárnar smá að maður sé gerður að sökudólgi þó að ég hafi ekki slegið frá mér. En við gerðum báðir mistök, lærum af þessu og þetta er bara búið,“ segir Patrik. Have you ever seen anything like this before? — Eurosport UK (@Eurosport_UK) November 29, 2021 „Þetta gerðist eftir fyrirgjöf að okkar marki. Hann lét boltann fara og bjóst við því að ég myndi taka hann. Ég kallaði aldrei neitt og lét boltann vera, sem rúllaði svo aftur fyrir endalínu. Síðan sneri ég mér við og lét hann vita að ég hefði ekki sagt neitt, og að þá taki ég ekki boltann. Í hita leiksins koma fram tilfinningar og hann ýtti nokkrum sinnum frá sér. Rak hendurnar frá viðbeini og upp í háls,“ segir Patrik. Held að það þurfi talsvert högg til að fá áverka á hálsi Hann viðurkennir að í hægri endursýningu í sjónvarpi sé ef til vill skiljanlegt að atvikið líti þannig út að hann geri meira úr því en efni standi til. „Þetta „slow motion view“ lítur ekkert æðislega út fyrir mig sjálfan, þrátt fyrir að ég sé með áverka á hálsinum eftir hann og að þeir leikmenn sem sáu þetta á vellinum hafi séð að þetta var meira högg. Ég er nú ekki þekktur fyrir að leika og ég held það þurfi talsvert högg til þess að maður sé með áverka á hálsinum. Ef manni er ýtt í háls og ofar þá myndu flestir grípa um höfuðið. Ég bjóst líka ekki við þessu frá eigin leikmanni, svo ég var ekki í jafnvægi og þá er auðveldara að detta aftur fyrir sig. En ég hefði viljað standa þetta af mér,“ segir Patrik. „Ekkert vesen á milli okkar tveggja“ Patrik segir að þeir Brekalo hafi nánast strax verið farnir að geta gert grín að því sem gerðist. „Það var eiginlega farið að gera grín að þessu um leið og við löbbuðum inn í klefa. Það er búið að gera svolítið mikið úr þessu á samfélagsmiðlum. Það var ekkert vesen á milli okkar tveggja, hvorki fyrir né eftir, og við skildum bara sáttir eftir þetta. Við höfum haft gott samband, eins og oft er þegar leikmenn koma inn í lið á svipuðum tíma,“ segir Patrik en þeir Brekalo komu báðir til Viking í ágúst. Det er bare smil å se på Kvernberget Flystasjon Heia Viking! pic.twitter.com/TFHYVulcAh— Viking Fotball (@vikingfotball) November 28, 2021 „Hann [Brekalo] fór sjálfur í viðtal í norskum fjölmiðlum í gær og baðst afsökunar á þessu. Hann gerði auðvitað mistök með því að slá frá sér.“ Á leið í viðræður við Brentford Eftir sigurinn í gær er allt útlit fyrir að Viking endi í 3. sæti norsku úrvalsdeildarinnar en liðið vantar aðeins eitt stig úr síðustu tveimur leikjunum til að tryggja sér það, og þar með Evrópusæti, eftir að hafa verið í 6. sæti þegar Patrik kom. Hann er hjá Viking að láni frá enska úrvalsdeildarfélaginu Brentford og mun að óbreyttu snúa aftur til Englands í árslok en Patrik mun á næstunni ræða við forráðamenn Brentford um framhaldið.
Norski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Fleiri fréttir Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Sjá meira