„Donald Trump Frakklands“ býður sig fram til forseta Atli Ísleifsson skrifar 30. nóvember 2021 08:02 Eric Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam og fjölskyldumál. AP Franski sjónvarpsmaðurinn Eric Zemmour, sem þekktur er fyrir hægri öfgaskoðanir sínar, hyggst bjóða sig fram til forseta í Frakklandi í kosningunum á næsta ári. Franskir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir nánum samstarfsmönnum Zemmour en reiknað er með að Zemmour muni tilkynna formlega um framboðið síðar í dag. Skoðanakannanir benda til þess að hann njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Hinn 63 ár Zemmour hefur ekki áður greint með skýrum hætti frá því að hann ætli sér að bjóða sig fram til forseta, en hann hefur þó gefið vísbendingar um slíkt. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hann meira fylgis en Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, sem atti kappi við Macron í síðari umferð forsetakosninganna árið 2017. Hefur Zemmour mælst með stuðning um 17 prósent kjósenda. Innflytjendamál, hefðbundin fjölskyldugildi og pólitísk rétthyggja Zemmour hefur sagt að forsetaframboð Donalds Trump í Bandaríkjunum árið 2016 hafi veitt honum mikinn innblástur og sagt þá Trump vera skoðanabræður þegar kemur að málum eins og innflytjendamálum, orkumálum og pólitískri rétthyggju. Hann hefur sömuleiðis sagst mikill aðdáandi Napóleons og Charles de Gaulle. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. „Íslamskt lýðveldi“ Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam. Hefur hann sagt að Frakkland sé á leiðinni að „deyja“ og að landið verði brátt „íslamskt lýðveldi“. Þá hefur hann sagt franska karlmenn vera í djúpri tilvistarkreppu og að konur vilji í raun láta stjórna sér af sterkum karlmönnum. Hann hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda. Sonur innflytjenda Foreldrar Zemmour komu á sínum tíma til Frakklands frá Alsír og fæddist Eric Zemmour í París. Hann segir að börn innflytjenda verði að ákveða sig hverjum þeir vilji tilheyra. „Vandamálið er að Frakkland, og leiðtogar landsins, eru of miklir heiglar til að krefjast þess að slík ákvörðun sé tekin,“ er haft eftir Zemmour. Hann hefur sömuleiðis lagt til bann við að frönsk börn geti ekki fengið nafn sem ekki teljast vera „frönsk. „Enginn Frakki á að geta nefnt barnið sitt Mohammed,“ er sömuleiðis haft eftir Zemmour. Zemmour hefur áður hlotið dóm fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sinna um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“. Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira
Franskir fjölmiðlar greina frá þessu og hafa eftir nánum samstarfsmönnum Zemmour en reiknað er með að Zemmour muni tilkynna formlega um framboðið síðar í dag. Skoðanakannanir benda til þess að hann njóti nægilegs stuðnings til að komast í síðari umferð forsetakosninganna, þar sem þá yrði kosið milli hans og Emmanuel Macron Frakklandsforseta. Hinn 63 ár Zemmour hefur ekki áður greint með skýrum hætti frá því að hann ætli sér að bjóða sig fram til forseta, en hann hefur þó gefið vísbendingar um slíkt. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hann meira fylgis en Marine Le Pen, leiðtoga Þjóðfylkingarinnar, sem atti kappi við Macron í síðari umferð forsetakosninganna árið 2017. Hefur Zemmour mælst með stuðning um 17 prósent kjósenda. Innflytjendamál, hefðbundin fjölskyldugildi og pólitísk rétthyggja Zemmour hefur sagt að forsetaframboð Donalds Trump í Bandaríkjunum árið 2016 hafi veitt honum mikinn innblástur og sagt þá Trump vera skoðanabræður þegar kemur að málum eins og innflytjendamálum, orkumálum og pólitískri rétthyggju. Hann hefur sömuleiðis sagst mikill aðdáandi Napóleons og Charles de Gaulle. Fyrri umferð frönsku forsetakosninganna fara fram þann 10. apríl næstkomandi. Hljóti enginn frambjóðandi hreinan meirihluta í fyrri umferð kosninganna, eins og líklegt verður að teljast, verður kosið milli þeirra tveggja sem hluti flest atkvæði tveimur vikum síðar, eða þann 24. apríl. „Íslamskt lýðveldi“ Zemmour er þekktur fyrir skoðanir sínar sem hann kemur á framfæri meðal annars í frönsku sjónvarpi, en þar tjáir hann sig mikið um islam. Hefur hann sagt að Frakkland sé á leiðinni að „deyja“ og að landið verði brátt „íslamskt lýðveldi“. Þá hefur hann sagt franska karlmenn vera í djúpri tilvistarkreppu og að konur vilji í raun láta stjórna sér af sterkum karlmönnum. Hann hefur áður starfað sem blaðamaður hjá blaðinu Le Figaro. Þaðan fór hann svo til CNews þar sem hann stýrði spjallþætti, en þátturinn Face à L'Info hefur þar verið á dagskrá flest kvöld og er með um milljón áhorfenda. Sonur innflytjenda Foreldrar Zemmour komu á sínum tíma til Frakklands frá Alsír og fæddist Eric Zemmour í París. Hann segir að börn innflytjenda verði að ákveða sig hverjum þeir vilji tilheyra. „Vandamálið er að Frakkland, og leiðtogar landsins, eru of miklir heiglar til að krefjast þess að slík ákvörðun sé tekin,“ er haft eftir Zemmour. Hann hefur sömuleiðis lagt til bann við að frönsk börn geti ekki fengið nafn sem ekki teljast vera „frönsk. „Enginn Frakki á að geta nefnt barnið sitt Mohammed,“ er sömuleiðis haft eftir Zemmour. Zemmour hefur áður hlotið dóm fyrir hatursorðræðu vegna ummæla sinna um að „flestir fíkniefnasalar séu svartir eða arabar“.
Frakkland Kosningar í Frakklandi Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Innlent Fleiri fréttir Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Sjá meira