Milan aðeins stigi frá toppnum eftir að Napoli missteig sig | Markalaust hjá PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 22:15 Zlatan var á skotskónum í kvöld. Andrea Bruno Diodato/Getty Images Öll þrjú topplið Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, léku í kvöld. Inter vann sinn leik fyrr í kvöld örugglega, AC Milan gerði slíkt hið sama en topplið Napoli missteig sig gegn Sassuolo eftir að hafa komist 2-0 yfir. Topplið Napoli sótti Sassuoli heim í ítölsku úrvalsdeildinni og segja má að liðið hafi hent stigunum þremur frá sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Fabian gestunum yfir á 51. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Dries Mertens forystuna. Piotr Zielinski gerði sér lítið fyrir og lagði upp bæði mörkin. Gianluca Scamacca minnkaði muninn fyrir heimamenn á 71. mínútu og Gian Marco Ferrari jafnaði metin þegar ein mínúta var til leiksloka. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. Luciano Spalletti, þjálfari Napoli, var eitthvað pirraður undir lok leiks og lét reka sig upp í stúku. AC Milan vann svo öruggan 3-0 útisigur á Genoa. Sænska brýnið Zlatan Ibrahimović kom Milan yfir og Junior Messias tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Hann bætti svo þriðja markinu við þegar rúm klukkustund var liðin. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 3-0 sigri AC Milan. Sigurinn þýðir að nú munar aðeins stigi á Milan og Napoli á toppi deildarinnar. Napoli er með 36 stig á toppnum, Milan þar á eftir með 35 og Inter með 34. Öll þrjú liðin hafa leikið 15 leiki. Í Frakklandi gerði PSG markalaust jafntefli við Nice. Var þetta aðeins þriðji deildarleikur liðsins af 16 sem það vinnur ekki. PSG er með 41 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum meira en Marseille sem er í öðru sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35 Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sjá meira
Topplið Napoli sótti Sassuoli heim í ítölsku úrvalsdeildinni og segja má að liðið hafi hent stigunum þremur frá sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Fabian gestunum yfir á 51. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Dries Mertens forystuna. Piotr Zielinski gerði sér lítið fyrir og lagði upp bæði mörkin. Gianluca Scamacca minnkaði muninn fyrir heimamenn á 71. mínútu og Gian Marco Ferrari jafnaði metin þegar ein mínúta var til leiksloka. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. Luciano Spalletti, þjálfari Napoli, var eitthvað pirraður undir lok leiks og lét reka sig upp í stúku. AC Milan vann svo öruggan 3-0 útisigur á Genoa. Sænska brýnið Zlatan Ibrahimović kom Milan yfir og Junior Messias tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Hann bætti svo þriðja markinu við þegar rúm klukkustund var liðin. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 3-0 sigri AC Milan. Sigurinn þýðir að nú munar aðeins stigi á Milan og Napoli á toppi deildarinnar. Napoli er með 36 stig á toppnum, Milan þar á eftir með 35 og Inter með 34. Öll þrjú liðin hafa leikið 15 leiki. Í Frakklandi gerði PSG markalaust jafntefli við Nice. Var þetta aðeins þriðji deildarleikur liðsins af 16 sem það vinnur ekki. PSG er með 41 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum meira en Marseille sem er í öðru sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35 Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30 Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Club Brugge - Barcelona | Börsungar í Belgíu Man. City - Dortmund | Tekst gamla liðinu að stöðva Haaland? „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sjá meira
Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35
Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30