Milan aðeins stigi frá toppnum eftir að Napoli missteig sig | Markalaust hjá PSG Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. desember 2021 22:15 Zlatan var á skotskónum í kvöld. Andrea Bruno Diodato/Getty Images Öll þrjú topplið Serie A, ítölsku úrvalsdeildarinnar, léku í kvöld. Inter vann sinn leik fyrr í kvöld örugglega, AC Milan gerði slíkt hið sama en topplið Napoli missteig sig gegn Sassuolo eftir að hafa komist 2-0 yfir. Topplið Napoli sótti Sassuoli heim í ítölsku úrvalsdeildinni og segja má að liðið hafi hent stigunum þremur frá sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Fabian gestunum yfir á 51. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Dries Mertens forystuna. Piotr Zielinski gerði sér lítið fyrir og lagði upp bæði mörkin. Gianluca Scamacca minnkaði muninn fyrir heimamenn á 71. mínútu og Gian Marco Ferrari jafnaði metin þegar ein mínúta var til leiksloka. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. Luciano Spalletti, þjálfari Napoli, var eitthvað pirraður undir lok leiks og lét reka sig upp í stúku. AC Milan vann svo öruggan 3-0 útisigur á Genoa. Sænska brýnið Zlatan Ibrahimović kom Milan yfir og Junior Messias tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Hann bætti svo þriðja markinu við þegar rúm klukkustund var liðin. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 3-0 sigri AC Milan. Sigurinn þýðir að nú munar aðeins stigi á Milan og Napoli á toppi deildarinnar. Napoli er með 36 stig á toppnum, Milan þar á eftir með 35 og Inter með 34. Öll þrjú liðin hafa leikið 15 leiki. Í Frakklandi gerði PSG markalaust jafntefli við Nice. Var þetta aðeins þriðji deildarleikur liðsins af 16 sem það vinnur ekki. PSG er með 41 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum meira en Marseille sem er í öðru sæti. Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35 Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Topplið Napoli sótti Sassuoli heim í ítölsku úrvalsdeildinni og segja má að liðið hafi hent stigunum þremur frá sér. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom Fabian gestunum yfir á 51. mínútu og átta mínútum síðar tvöfaldaði Dries Mertens forystuna. Piotr Zielinski gerði sér lítið fyrir og lagði upp bæði mörkin. Gianluca Scamacca minnkaði muninn fyrir heimamenn á 71. mínútu og Gian Marco Ferrari jafnaði metin þegar ein mínúta var til leiksloka. Staðan orðin 2-2 og reyndust það lokatölur. Luciano Spalletti, þjálfari Napoli, var eitthvað pirraður undir lok leiks og lét reka sig upp í stúku. AC Milan vann svo öruggan 3-0 útisigur á Genoa. Sænska brýnið Zlatan Ibrahimović kom Milan yfir og Junior Messias tvöfaldaði forystuna undir lok fyrri hálfleiks. Hann bætti svo þriðja markinu við þegar rúm klukkustund var liðin. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 3-0 sigri AC Milan. Sigurinn þýðir að nú munar aðeins stigi á Milan og Napoli á toppi deildarinnar. Napoli er með 36 stig á toppnum, Milan þar á eftir með 35 og Inter með 34. Öll þrjú liðin hafa leikið 15 leiki. Í Frakklandi gerði PSG markalaust jafntefli við Nice. Var þetta aðeins þriðji deildarleikur liðsins af 16 sem það vinnur ekki. PSG er með 41 stig á toppi frönsku úrvalsdeildarinnar, 12 stigum meira en Marseille sem er í öðru sæti.
Fótbolti Ítalski boltinn Franski boltinn Tengdar fréttir Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35 Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30 Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Inter upp í annað sætið á meðan Mourinho sá gult í tapi Roma Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins í Serie A, ítölsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er nú lokið. Ítalíumeistarar Inter unnu 2-0 heimasigur á Spezia á meðan lærisveinar José Mourinho í Roma töpuðu 1-0 fyrir Bologna á útivelli. 1. desember 2021 19:35
Zlatan sagði Mbappé að fara til Real en ráðlagði PSG að selja hann ekki Hinn fertugi Zlatan Ibrahimović getur verið skondinn þegar sá gállinn er á honum. Hann hefur nú lagt orð í belg varðandi framtíð hins franska Kylian Mbappé. 1. desember 2021 18:30