Mörk Ronaldo krufin: Flest með hægri fæti og meira en helmingur í treyju Real Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 3. desember 2021 14:45 Ronaldo fagnar 800. markinu á ferlinum. Hann bætti svo því 801. við skömmu síðar. Matthew Peters/Getty Images Cristiano Ronaldo skoraði tvívegis í 3-2 sigri Manchester United á Arsenal er liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gærkvöld. Var hinn 36 ára gamli Portúgali að skora sitt 800. og 801. mark á ferlinum. Ronaldo er þar með fyrsti leikmaðu sögunnar til að skora meira en 800 mörk fyrir landslið og félagslið á ferli sínum. Brasilíska goðsögnin Pelé skoraði vissulega 1.283 mörk á sínum tíma en þar af voru „aðeins“ 757 mörk skráð í keppnisleikjum með félagsliðum og landsliði. Cristiano Ronaldo hóf ferilinn með Sporting Lissabon í Portúgal en var aðeins 18 ára gamall þegar Sir Alex Ferguson ákvað að gera hann að dýrasta táningi sögunnar á þeim tíma. Hann lék með Manchester United frá 2003 áður en leiðin lá til Madrídar þar sem hann gekk til liðs við Real Madríd. Hann var hjá Madríd til 2018 áður en hann gekk til liðs við Juventus og síðasta sumar sneri hann aftur „heim“ á Old Trafford. Það var undir lokin hjá Man United sem Ronaldo fór úr því að vera skemmtikraftur í að vera algjör markamaskína. Það kemur því lítið á óvart að flest marka hans hafi komið meðan hann var leikmaður Real Madríd enda skoraði hann svo gott sem í hverjum einasta leik. Alls skoraði hann 450 mörk fyrir Real á sínum tíma. Þá er hann kominn með 130 mörk fyrir Manchester United og 115 fyrir portúgalska landsliðið. Þó tími hans með Juventus hafi ef til vill ekki verið jafn magnaður og árin þar á undan þá skoraði hann samt sem áður 101 mark fyrir félagið. Hann hóf þessa ótrúlegu markaskorun heima í Portúgal en alls skoraði hann fimm mörk fyrir Sporting frá 2002 til 2003. Oct 02: No.1 vs MoreirenseJan 08: No.100 vs SpursDec 10: No.200 vs ValenciaMay 12: No.300 vs GranadaJan 14: No.400 vs CeltaSep 15: No.500 vs MalmoJun 17: No.600 vs JuveOct 19: No.700 vs UkraineDec 21: No.800 vs Arsenal19 years, 800 goals. pic.twitter.com/NRCbSAeAgn— William Hill (@WilliamHill) December 2, 2021 Ronaldo notar hægri fótinn hvað mest þegar kemur að því að lúðra boltanum í netið. Alls hefur hann skorað 510 mörk með hægri fæti sínum, 149 mörk hafa komið með vinstri fæti og 140 hafa verið skoruð með höfðinu. Þá hafa tvö mörk verið skoruð með öðrum líkamshlutum. Þó svo að Ronaldo sé vissulega markaskorari af guðs náð þá hefur hann einnig verið duglegur að leggja upp mörk á samherja sína í gegnum tíðina. Samkvæmt vefnum Transfermarkt – þar sem má finna allskyns tölfræði – hefur Ronaldo gefið 300 stoðsendingar til þessa. Þrátt fyrir að vera kominn með 801 mark og 300 stoðsendingar á ferlinum má reikna með að Ronaldo sé hvergi nærri hættur. Hann fær tækifæri til að bæta enn frekar við ótrúlegan fjölda marka og stoðsendinga er Man Utd tekur á móti Crystal Palace á sunnudaginn kemur, það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Þjóðverjans Ralf Rangnick. Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira
Ronaldo er þar með fyrsti leikmaðu sögunnar til að skora meira en 800 mörk fyrir landslið og félagslið á ferli sínum. Brasilíska goðsögnin Pelé skoraði vissulega 1.283 mörk á sínum tíma en þar af voru „aðeins“ 757 mörk skráð í keppnisleikjum með félagsliðum og landsliði. Cristiano Ronaldo hóf ferilinn með Sporting Lissabon í Portúgal en var aðeins 18 ára gamall þegar Sir Alex Ferguson ákvað að gera hann að dýrasta táningi sögunnar á þeim tíma. Hann lék með Manchester United frá 2003 áður en leiðin lá til Madrídar þar sem hann gekk til liðs við Real Madríd. Hann var hjá Madríd til 2018 áður en hann gekk til liðs við Juventus og síðasta sumar sneri hann aftur „heim“ á Old Trafford. Það var undir lokin hjá Man United sem Ronaldo fór úr því að vera skemmtikraftur í að vera algjör markamaskína. Það kemur því lítið á óvart að flest marka hans hafi komið meðan hann var leikmaður Real Madríd enda skoraði hann svo gott sem í hverjum einasta leik. Alls skoraði hann 450 mörk fyrir Real á sínum tíma. Þá er hann kominn með 130 mörk fyrir Manchester United og 115 fyrir portúgalska landsliðið. Þó tími hans með Juventus hafi ef til vill ekki verið jafn magnaður og árin þar á undan þá skoraði hann samt sem áður 101 mark fyrir félagið. Hann hóf þessa ótrúlegu markaskorun heima í Portúgal en alls skoraði hann fimm mörk fyrir Sporting frá 2002 til 2003. Oct 02: No.1 vs MoreirenseJan 08: No.100 vs SpursDec 10: No.200 vs ValenciaMay 12: No.300 vs GranadaJan 14: No.400 vs CeltaSep 15: No.500 vs MalmoJun 17: No.600 vs JuveOct 19: No.700 vs UkraineDec 21: No.800 vs Arsenal19 years, 800 goals. pic.twitter.com/NRCbSAeAgn— William Hill (@WilliamHill) December 2, 2021 Ronaldo notar hægri fótinn hvað mest þegar kemur að því að lúðra boltanum í netið. Alls hefur hann skorað 510 mörk með hægri fæti sínum, 149 mörk hafa komið með vinstri fæti og 140 hafa verið skoruð með höfðinu. Þá hafa tvö mörk verið skoruð með öðrum líkamshlutum. Þó svo að Ronaldo sé vissulega markaskorari af guðs náð þá hefur hann einnig verið duglegur að leggja upp mörk á samherja sína í gegnum tíðina. Samkvæmt vefnum Transfermarkt – þar sem má finna allskyns tölfræði – hefur Ronaldo gefið 300 stoðsendingar til þessa. Þrátt fyrir að vera kominn með 801 mark og 300 stoðsendingar á ferlinum má reikna með að Ronaldo sé hvergi nærri hættur. Hann fær tækifæri til að bæta enn frekar við ótrúlegan fjölda marka og stoðsendinga er Man Utd tekur á móti Crystal Palace á sunnudaginn kemur, það verður fyrsti leikur liðsins undir stjórn Þjóðverjans Ralf Rangnick.
Fótbolti Enski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Mest lesið Sakaður um svindl á HM í pílukasti Sport Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Enski boltinn Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Íslenski boltinn Albert skoraði í fyrsta sigri Fiorentina Fótbolti Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ótrúleg tíðindi á HM í pílukasti: „Mikið sjokk“ Sport Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Fleiri fréttir Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Sjá meira