Þungavigtin: Gummi Tóta kveður New York í úrslitaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. desember 2021 14:45 Þungavigtin Guðmundur Þórarinsson er búinn að fá nóg af því að fá ekki traustið hjá þjálfara New York City þrátt fyrir að skila hvað eftir annað frábærri frammistöðu inn á vellinum. Guðmundur átti mikinn þátt í því að lið hans spilar til úrslita um titilinn. Guðmundur og félagar í New York City tryggðu sér í gærkvöldi sigur í Austurdeild MLS-deildarinnar og um leið sæti í úrslitaleiknum um bandaríska meistaratitilinn. Guðmundur Þórarinsson í leiknum með New York City FC á móti Philadelphia Union í gær.getty/Ira L. Black Annan leikinn í röð kom Guðmundur inn á sem varamaður og breytti leiknum fyrir New York City. Hann lagði upp mark í 2-2 jafntefli í undanúrslitaleiknum og lagði svo upp sigurmarkið í gær. Ríkharð Óskar Guðnason var með Guðmund í viðtali fyrir Þungavigtina og þar kom fram að hann er búinn að fá nóg af meðferðinni hjá þjálfara liðsins Ronny Deila. „Þetta er búið að vera svona heitt-kalt samband á milli okkar í rauninni síðan ég kom. Ég skrifa undir rétt áður en hann kemur og ég held að ég sé sókndjarfari bakvörður heldur en hann hefur viljað. Ef ég les rétt í þetta,“ sagði Guðmundur Þórarinsson. „Ég er bara orðinn svolítið þreyttur á þessu því ég er búinn að sanna það margoft að ég á að spila alla leiki. Ég gerði það meira eða minna allt tímabilið. Þetta er eins og allir vita bara harður heimur og samkeppni auðvitað,“ sagði Guðmundur. Ríkharð spurði Guðmund út í það hvort að úrslitaleikurinn um næstu helgi geti mögulega verið síðasti leikurinn hans með New York City. Klippa: Þungavigtin: Gummi Tóta um framtíðina hjá New York City „Já, ég held að ég vilji það. Þetta er búið að vera sérstakur tími. Ég lenti fyrst í því að öllu er lokað og svo er búin að vera brekka meira eða minna allan tímann. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta. Maður hefur aldrei fengið þetta traust að fá að spila fótbolta,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi til baka yfir þennan tíma þá er bara ótrúlegt hvað ég náð þó að spila og staðið mig vel af því að það þekkja það allir leikmenn og þeir sem hafa verið í og í kringum fótbolta að það er rosalega mikilvægt að fá vott að smá trausti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu við Rikka G. Það má hlusta á þetta brot hér fyrir ofan. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu þangað inn og tryggir þér áskrift. MLS Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira
Guðmundur og félagar í New York City tryggðu sér í gærkvöldi sigur í Austurdeild MLS-deildarinnar og um leið sæti í úrslitaleiknum um bandaríska meistaratitilinn. Guðmundur Þórarinsson í leiknum með New York City FC á móti Philadelphia Union í gær.getty/Ira L. Black Annan leikinn í röð kom Guðmundur inn á sem varamaður og breytti leiknum fyrir New York City. Hann lagði upp mark í 2-2 jafntefli í undanúrslitaleiknum og lagði svo upp sigurmarkið í gær. Ríkharð Óskar Guðnason var með Guðmund í viðtali fyrir Þungavigtina og þar kom fram að hann er búinn að fá nóg af meðferðinni hjá þjálfara liðsins Ronny Deila. „Þetta er búið að vera svona heitt-kalt samband á milli okkar í rauninni síðan ég kom. Ég skrifa undir rétt áður en hann kemur og ég held að ég sé sókndjarfari bakvörður heldur en hann hefur viljað. Ef ég les rétt í þetta,“ sagði Guðmundur Þórarinsson. „Ég er bara orðinn svolítið þreyttur á þessu því ég er búinn að sanna það margoft að ég á að spila alla leiki. Ég gerði það meira eða minna allt tímabilið. Þetta er eins og allir vita bara harður heimur og samkeppni auðvitað,“ sagði Guðmundur. Ríkharð spurði Guðmund út í það hvort að úrslitaleikurinn um næstu helgi geti mögulega verið síðasti leikurinn hans með New York City. Klippa: Þungavigtin: Gummi Tóta um framtíðina hjá New York City „Já, ég held að ég vilji það. Þetta er búið að vera sérstakur tími. Ég lenti fyrst í því að öllu er lokað og svo er búin að vera brekka meira eða minna allan tímann. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að útskýra þetta. Maður hefur aldrei fengið þetta traust að fá að spila fótbolta,“ sagði Guðmundur. „Þegar ég horfi til baka yfir þennan tíma þá er bara ótrúlegt hvað ég náð þó að spila og staðið mig vel af því að það þekkja það allir leikmenn og þeir sem hafa verið í og í kringum fótbolta að það er rosalega mikilvægt að fá vott að smá trausti,“ sagði Guðmundur í viðtalinu við Rikka G. Það má hlusta á þetta brot hér fyrir ofan. Þáttinn í heild sem og aðra þætti Þungavigtarinnar má finna á tal.is/vigtin. Ef þú vilt hlusta á allan þáttinn ferðu þangað inn og tryggir þér áskrift.
MLS Mest lesið Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Íslenski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Bayern varð sófameistari Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ „Náðum að nýta kröftuga byrjun með mörkum“ Lille bjargaði mikilvægu stigi Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Bayern varð sófameistari Logi skoraði í tapi en Stefán setti sigurmark Erfitt hjá Íslendingunum í Svíþjóð Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Vont tap hjá Alberti í Rómarborg Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Sjá meira