Messi sagður efast um að Pochettino ráði við starfið Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 7. desember 2021 12:30 Lionel Messi er sagður efast um að Mauricio Pochettino sé starfi sínu vaxinn sem knattspyrnustjóri franska ofurliðsins Paris Saint-Germain. Geert van Erven/BSR Agency/Getty Images Lionel Messi, leikmaður Paris Saint-Germain og einn besti knattspyrnumaður sögunnar, er sagður efast um að landi sinn, Mauricio Pochettino, ráði við starfið sem knattspyrnustjóri félagsins. Messi hefur greint frá áhyggjum sínum varðandi leikskipulag Pochettino og efast um hæfni hans til að hafa stjórn á stórstjörnum liðsins innan búningsherbergisins. Þrátt fyrir að PSG sitji í efsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með ellefu stiga forskot, benda ýmsar fregnir til þess að Messi hafi áhyggjur af stöðu félagsins undir stjórn landa síns. Væntingarnar sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið voru, eins og gefur að skilja, gríðarlegar, enda hefur Parísarliðið safnað til sín stórstjörnum í nánast hverja einustu stöðu. Talið er að Messi þyki leikstíll Pochettino of hamlandi og að hann leiði til þess að stjörnuprýdd sóknarlína liðsins fái ekki að njóta sín til hins ýtrasta. Lionel Messi 'unhappy' with Mauricio Pochettino's PSG approach and dressing room issueshttps://t.co/shQzIzRAyb pic.twitter.com/SB5THFG1Se— Mirror Football (@MirrorFootball) December 6, 2021 Messi hefur aðeins skorað eitt mark í frönsku deildinni síðan hann gekk til liðs við frönsku risana í sumar, en betur hefur gengið í Meistaradeildinni þar sem hann hefur skorað þrjú mörk í þremur leikjum. Eins og áður segir er liðið í góðum málum í deildinni heima fyrir, en aðalmarkmið PSG er að vinna loksins Meistaradeildina. Liðið situr þar í öðru sæti A-riðils og hefur nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum, en Pochettino veit líklega manna best að liðið þarf að gera alvöru atlögu að titlinum ætli hann sér að halda starfi sínu. Franski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira
Messi hefur greint frá áhyggjum sínum varðandi leikskipulag Pochettino og efast um hæfni hans til að hafa stjórn á stórstjörnum liðsins innan búningsherbergisins. Þrátt fyrir að PSG sitji í efsta sæti frönsku úrvalsdeildarinnar með ellefu stiga forskot, benda ýmsar fregnir til þess að Messi hafi áhyggjur af stöðu félagsins undir stjórn landa síns. Væntingarnar sem gerðar voru til liðsins fyrir tímabilið voru, eins og gefur að skilja, gríðarlegar, enda hefur Parísarliðið safnað til sín stórstjörnum í nánast hverja einustu stöðu. Talið er að Messi þyki leikstíll Pochettino of hamlandi og að hann leiði til þess að stjörnuprýdd sóknarlína liðsins fái ekki að njóta sín til hins ýtrasta. Lionel Messi 'unhappy' with Mauricio Pochettino's PSG approach and dressing room issueshttps://t.co/shQzIzRAyb pic.twitter.com/SB5THFG1Se— Mirror Football (@MirrorFootball) December 6, 2021 Messi hefur aðeins skorað eitt mark í frönsku deildinni síðan hann gekk til liðs við frönsku risana í sumar, en betur hefur gengið í Meistaradeildinni þar sem hann hefur skorað þrjú mörk í þremur leikjum. Eins og áður segir er liðið í góðum málum í deildinni heima fyrir, en aðalmarkmið PSG er að vinna loksins Meistaradeildina. Liðið situr þar í öðru sæti A-riðils og hefur nú þegar tryggt sér sæti í 16-liða úrslitum, en Pochettino veit líklega manna best að liðið þarf að gera alvöru atlögu að titlinum ætli hann sér að halda starfi sínu.
Franski boltinn Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Fótbolti Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Svona var blaðamannafundur Arnars Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Ánægð með að mæta Íslandi „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Sjá meira