Guðmundur Þórarinsson og félagar MLS-meistarar eftir vítaspyrnukeppni Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 11. desember 2021 23:20 Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í New York City FC tryggðu sér MLS-titilinn í kvöld. Ira L. Black - Corbis/Getty Images Guðmundur Þórarinsson og félagar hans í New York City FC urðu MLS-meistarar í fótbolta er liðið lagði Portland Timbers 4-2 í vítaspyrnukeppni eftir að staðan var jöfn eftir framlengingu, 1-1, í úrslitaleik bandarísku MLS-deildarinnar í fótbolta. Guðmundur var í byrjunarliði New York, en það var Valentin Castellanos sem skoraði fyrsta mark leiksins á 41. mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Maxi Moralez í netið og staðan var því 1-0 í hálfleik. Liðsmenn Portland færðu sig framar á völlinn og reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin í seinni hálfleik. Guðmundur Þórarinsson var tekin af velli í uppbótartíma, en Felipe Mora jafnaði metin með seinustu spyrnu leiksins eftir mikinn darraðardans í teginum. Niðurstaðan að venjulegum leiktíma loknum 1-1 jafntefli og því var komið að framlengingu. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Valentin Castellanos var fyrstur á punktinn og kom New York yfir. Sean Johnson gerði sér svo lítið fyrir og varði fyrstu spyrnu Portland og New York hafði því forystuna. Hún lifði þó ekki lengi því Steve Clark varði aðra spyrnu Portland, áður en Sean Johnson varði á ný. Bæði lið skoruðu svo úr næstu tveimur spyrnum og varnarmaðurinn Alexander Callens gat því tryggt New York sigurinn með fimmtu spyrnu liðsins. Callens skoraði af miklu öryggi og fyrsti MLS-titill New York City FC því staðreynd. 𝗖𝗛𝗔𝗠𝗣𝗜𝗢𝗡𝗦 🏆 pic.twitter.com/5x4Yfxu2yn— New York City FC (@NYCFC) December 11, 2021 MLS Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Guðmundur var í byrjunarliði New York, en það var Valentin Castellanos sem skoraði fyrsta mark leiksins á 41. mínútu þegar hann skallaði aukaspyrnu Maxi Moralez í netið og staðan var því 1-0 í hálfleik. Liðsmenn Portland færðu sig framar á völlinn og reyndu hvað þeir gátu til þess að jafna metin í seinni hálfleik. Guðmundur Þórarinsson var tekin af velli í uppbótartíma, en Felipe Mora jafnaði metin með seinustu spyrnu leiksins eftir mikinn darraðardans í teginum. Niðurstaðan að venjulegum leiktíma loknum 1-1 jafntefli og því var komið að framlengingu. Hvorugu liðinu tókst að koma boltanum í netið í framlengingunni og því þurfti að grípa til vítaspyrnukeppni til að skera úr um sigurvegara. Valentin Castellanos var fyrstur á punktinn og kom New York yfir. Sean Johnson gerði sér svo lítið fyrir og varði fyrstu spyrnu Portland og New York hafði því forystuna. Hún lifði þó ekki lengi því Steve Clark varði aðra spyrnu Portland, áður en Sean Johnson varði á ný. Bæði lið skoruðu svo úr næstu tveimur spyrnum og varnarmaðurinn Alexander Callens gat því tryggt New York sigurinn með fimmtu spyrnu liðsins. Callens skoraði af miklu öryggi og fyrsti MLS-titill New York City FC því staðreynd. 𝗖𝗛𝗔𝗠𝗣𝗜𝗢𝗡𝗦 🏆 pic.twitter.com/5x4Yfxu2yn— New York City FC (@NYCFC) December 11, 2021
MLS Mest lesið Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Róbert hættir hjá HSÍ Handbolti Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Handbolti Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Fótbolti Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist Fótbolti „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Íslenski boltinn Vann Ólympíubrons en ætlar að keppa á Steraleikunum og slá heimsmetið Sport Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Enski boltinn Mourinho strax kominn með nýtt starf Fótbolti Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Sædís og Arna í Meistaradeild Evrópu Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Mourinho strax kominn með nýtt starf Messi að framlengja við Inter Miami Enduðu á nærbuxunum og gátu ekki flogið Wildcard hugleiðingar Fantasýn: Haaland inn, Salah út og bíða með Isak Fær nýjan þriggja ára samning þrátt fjögur töp í fyrstu fjórum leikjunum Ísland stendur í stað þrátt fyrir stórsigur Fimm sigurmörk á síðustu sjö mínútunum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ Sjáðu dramatíkina á Anfield: Van Dijk skoraði og Simeone brjálaðist „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Mourinho tekur við Benfica „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Swansea gafst ekki upp og skaut Forest úr leik Tvenna Thuram tryggði Inter sigur og PSG fór létt með Atalanta Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn John Andrews tekur við KR Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Klúðruðu víti en sóttu stigið með stórkostlegu skoti Nýi þjálfarinn hvíldi Elías í bikarsigri Eggert lagði upp tvö en slæmt tap hjá liði Stefáns Gæti hrellt félagið sitt eftir sextán daga í burtu að láni Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann