Breytti leikstílnum og Real komið með aðra hönd á titilinn Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 14. desember 2021 07:01 Carlo Ancelotti og Luka Modric fagna sigri Real á Atlético. Jose Breton/Getty Images La Liga, spænska úrvalsdeildin í knattpsyrnu, er vart hálfnuð en það má með sanni segja að lærisveinar Carlo Ancelotti í Real Madríd séu nú þegar komnir með aðra hönd á titilinn. Real Madríd lagði ríkjandi Spánarmeistara og nágranna sína í Atlético Madríd nokkuð örugglega um helgina þökk sé mörkum Karim Benzema og Marco Asensio, lokatölur 2-0 Real í vil. Arkitekt beggja marka var vængmaðurinn knái Vinícius Juníor, sá hefur heldur betur blómstrað undanfarnar vikur og mánuði. Rekja má gott form hans til breytinga sem Ancelotti gerði er tímabilið var farið af stað. HIGHLIGHTS | @realmadriden storm to victory in the derby! #RealMadridAtleti pic.twitter.com/m6Rry44Ssz— LaLiga English (@LaLigaEN) December 12, 2021 Real er sem stendur 42 stig þegar 17 leikjum er lokið í La Liga. Átta stigum þar á eftir koma Sevilla með leik til góða en fáir spekingar telja liðið eiga raunhæfa möguleika á að halda í við Real allt fram til loka tímabilsins. Real Betis situr í 3. sæti og ríkjandi meistarar í Atlético eru í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa leikið 16 leiki. Það þýðir að þó að Atlético vinni leikinn sem það á til góða þá munar enn 10 stigum á lærisveinum Ancelotti og lærisveinum Diego Simeone. Að því sögðu þá ákvað Ancelotti að taka blaðsíðu úr bók Simeone fyrir ekki allt svo löngu síðan. Þó Real hafi byrjað tímabilið ágætlega þá var Ancelotti ekki sáttur með varnarleik liðsins. Eftir að Ítalinn tók við Real á nýjan leik vildi hann reyna að uppfæra leikstíl liðsins. Ancelotti vildi sjá Real spila af meiri ákafa og pressa stífar en það hefur gert undanfarin ár. Það gekk hins vegar ekki nægilega vel, leikmannahópur liðsins var ekki settur saman til að spila slíkan bolta. Miðja liðsins - sem þurfti að hlaupa mun meira en áður - er að vissu leyti komin á aldur og þá var hann með nýtt miðvarðarpar sem var of berskjaldað vegna leikstílsins. Ancelotti tók því þá ákvörðun að fara aftur í það sem hefur virkað á undanförnum árum. Liðið varð aðeins varnarsinnaðra sem og beinskeyttara í sínum aðgeðrum. Þar kemur hraðinn hans Vinícius sér vel og er hann með betri vængmönnum Evrópu um þessar mundir. 36-year-old Luka Modri completed more take-ons (4) than any other player on the pitch in the Madrid derby.Pure class. pic.twitter.com/fCraEMqKwg— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2021 Miðjumennirnir Luka Modric og Toni Kroos njóta sín mun betur og Casemiro nær að verja miðvarðarparið David Alaba og Éder Militão mun betur en áður. Þá hjálpar að hafa Alaba þarna aftast en hann er eflaust með betur spilandi miðvörðum heims um þessar mundir. Ásamt þeim þá hefur Karim Benzema verið nær óstöðvandi undanfarin misseri og virðist ekkert lát þar vera á. Nú er bara að bíða og sjá hvort breyttur leikstíll hjálpi Real-liði Ancelotti að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu líkt og það virðist ætla að gera á Spáni. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira
Real Madríd lagði ríkjandi Spánarmeistara og nágranna sína í Atlético Madríd nokkuð örugglega um helgina þökk sé mörkum Karim Benzema og Marco Asensio, lokatölur 2-0 Real í vil. Arkitekt beggja marka var vængmaðurinn knái Vinícius Juníor, sá hefur heldur betur blómstrað undanfarnar vikur og mánuði. Rekja má gott form hans til breytinga sem Ancelotti gerði er tímabilið var farið af stað. HIGHLIGHTS | @realmadriden storm to victory in the derby! #RealMadridAtleti pic.twitter.com/m6Rry44Ssz— LaLiga English (@LaLigaEN) December 12, 2021 Real er sem stendur 42 stig þegar 17 leikjum er lokið í La Liga. Átta stigum þar á eftir koma Sevilla með leik til góða en fáir spekingar telja liðið eiga raunhæfa möguleika á að halda í við Real allt fram til loka tímabilsins. Real Betis situr í 3. sæti og ríkjandi meistarar í Atlético eru í 4. sæti með 29 stig eftir að hafa leikið 16 leiki. Það þýðir að þó að Atlético vinni leikinn sem það á til góða þá munar enn 10 stigum á lærisveinum Ancelotti og lærisveinum Diego Simeone. Að því sögðu þá ákvað Ancelotti að taka blaðsíðu úr bók Simeone fyrir ekki allt svo löngu síðan. Þó Real hafi byrjað tímabilið ágætlega þá var Ancelotti ekki sáttur með varnarleik liðsins. Eftir að Ítalinn tók við Real á nýjan leik vildi hann reyna að uppfæra leikstíl liðsins. Ancelotti vildi sjá Real spila af meiri ákafa og pressa stífar en það hefur gert undanfarin ár. Það gekk hins vegar ekki nægilega vel, leikmannahópur liðsins var ekki settur saman til að spila slíkan bolta. Miðja liðsins - sem þurfti að hlaupa mun meira en áður - er að vissu leyti komin á aldur og þá var hann með nýtt miðvarðarpar sem var of berskjaldað vegna leikstílsins. Ancelotti tók því þá ákvörðun að fara aftur í það sem hefur virkað á undanförnum árum. Liðið varð aðeins varnarsinnaðra sem og beinskeyttara í sínum aðgeðrum. Þar kemur hraðinn hans Vinícius sér vel og er hann með betri vængmönnum Evrópu um þessar mundir. 36-year-old Luka Modri completed more take-ons (4) than any other player on the pitch in the Madrid derby.Pure class. pic.twitter.com/fCraEMqKwg— Squawka Football (@Squawka) December 12, 2021 Miðjumennirnir Luka Modric og Toni Kroos njóta sín mun betur og Casemiro nær að verja miðvarðarparið David Alaba og Éder Militão mun betur en áður. Þá hjálpar að hafa Alaba þarna aftast en hann er eflaust með betur spilandi miðvörðum heims um þessar mundir. Ásamt þeim þá hefur Karim Benzema verið nær óstöðvandi undanfarin misseri og virðist ekkert lát þar vera á. Nú er bara að bíða og sjá hvort breyttur leikstíll hjálpi Real-liði Ancelotti að fara alla leið í Meistaradeild Evrópu líkt og það virðist ætla að gera á Spáni.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Fleiri fréttir Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Sjá meira