Ranieri vill að sínir menn verði eins og „ísmenn“ inn á vellinum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2021 17:00 Claudio Ranieri sést hér vera að stýra liði Watford á móti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni. Getty/Robin Jones Claudio Ranieri hefur einfalda uppskrift fyrir sína leikmenn í Watford ætli liðið að bjarga sér frá falli úr deildinni næsta vor. Watford liðið heimsækir Burnley í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Knattspyrnustjóri Watford segir eina leiðin fyrir sína menn sé að missa ekki trúna á það að vinnusemi skili árangri inn á vellinum. „Ég þekki bara eitt meðal og það er að leggja mikið á sig og trúa á sjálfan sig,“ sagði Claudio Ranieri. Watford er nú tveimur stigum fyrir ofan fallsæti en í þriðja sæti sitja einmitt næstu mótherjar liðsins í Burnley. "We have to be ice men on the pitch." Watford boss Claudio Ranieri says his players have to keep composure on the pitch amid the pressure of the relegation battle, ahead of their trip to Burnley tomorrow. pic.twitter.com/0dqzTegXzu— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 14, 2021 „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Ég hef mikla trú á mínum mönnum. Nálgunin er alltaf sú sama og við ætlum ekki að breyta okkar hugmyndafræði. Ég veit að þetta verður mikil barátta því Burnley er lið sem hefur aldrei neitt eftir fyrr en að leikurinn er flautaður af. Þetta verður góður og mikill baráttuleikur,“ sagði Ranieri. „Ég segi alltaf við mína leikmenn að spila til sigurs en að það sé líka mikilvægt að þeir tapi ekki. Það er mín hugmyndafræði. Þú veist aldrei hvað er að fara að gerast í hverjum leik og þú verður því að berjast til sigurs en þú verður um leið að sýna þau klókindi að tapa ekki leikjum sem þú getur ekki unnið. Við þurfum að vera eins og ísmenn inn á vellinum,“ sagði Ranieri. Í liði Burnley er náttúrulega eini raunverulegi Ísmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni eða Jóhann Berg Guðmundsson. Það tengist þó örugglega lítið ummælum Ranieri fyrir leikinn. Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira
Watford liðið heimsækir Burnley í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. Knattspyrnustjóri Watford segir eina leiðin fyrir sína menn sé að missa ekki trúna á það að vinnusemi skili árangri inn á vellinum. „Ég þekki bara eitt meðal og það er að leggja mikið á sig og trúa á sjálfan sig,“ sagði Claudio Ranieri. Watford er nú tveimur stigum fyrir ofan fallsæti en í þriðja sæti sitja einmitt næstu mótherjar liðsins í Burnley. "We have to be ice men on the pitch." Watford boss Claudio Ranieri says his players have to keep composure on the pitch amid the pressure of the relegation battle, ahead of their trip to Burnley tomorrow. pic.twitter.com/0dqzTegXzu— Sky Sports News (@SkySportsNews) December 14, 2021 „Þetta er mjög mikilvægur leikur. Ég hef mikla trú á mínum mönnum. Nálgunin er alltaf sú sama og við ætlum ekki að breyta okkar hugmyndafræði. Ég veit að þetta verður mikil barátta því Burnley er lið sem hefur aldrei neitt eftir fyrr en að leikurinn er flautaður af. Þetta verður góður og mikill baráttuleikur,“ sagði Ranieri. „Ég segi alltaf við mína leikmenn að spila til sigurs en að það sé líka mikilvægt að þeir tapi ekki. Það er mín hugmyndafræði. Þú veist aldrei hvað er að fara að gerast í hverjum leik og þú verður því að berjast til sigurs en þú verður um leið að sýna þau klókindi að tapa ekki leikjum sem þú getur ekki unnið. Við þurfum að vera eins og ísmenn inn á vellinum,“ sagði Ranieri. Í liði Burnley er náttúrulega eini raunverulegi Ísmaðurinn í ensku úrvalsdeildinni eða Jóhann Berg Guðmundsson. Það tengist þó örugglega lítið ummælum Ranieri fyrir leikinn.
Enski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Leoni færist nær Liverpool Tony Adams vill að Arsenal skipti um fyrirliða Rooney sár út í Tom Brady: „Fannst hann vera mjög ósanngjarn“ Chelsea gefur fjölskyldu Jota hluta af HM-bónusunum Nýja stórstjarna Liverpool fékk ekki að hafa sjónvarp heima hjá sér Enska augnablikið: AGUERO!! Leik U21 liðs Man United hætt vegna meiðsla leikmanns Calvert-Lewin á leið til Leeds Willum lagði upp sigurmark Birmingham Sjá meira