Barcelona valtaði yfir Köge á meðan Hoffenheim vann Arsenal óvænt Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. desember 2021 22:25 Ekkert vesen á Barcelona í kvöld. Twitter/@FCBfemeni Lokaumferð C-riðils Meistaradeildar kvenna í knattspyrnu fór fram í kvöld. Evrópumeistarar Barcelona unnu 5-0 sigur á HB Köge á meðan Hoffenheim vann óvæntan 4-1 sigur á Arsenal. Sigur Barcelona kom engum á óvart og eftir þrjú mörk í fyrri hálfleik var ljóst að Danirnir myndu eyða síðari hálfleik í að lágmarka skaðann. Börsungar bættu við tveimur mörkum til viðbótar og unnu á endanum 5-0 sigur. LIEKE MARTENS THAT IS OUTRAGEOUS https://t.co/BejjI5sVa1 https://t.co/amjWP5h0sZ https://t.co/RnrkNQM9cp pic.twitter.com/f7pYyZfXYT— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Mörkin dreifðust milli fimm leikmanna, þeirra Leilu Ouahabi, Fridolinu Rolfo, Alexiu Putellas, Ingrid Engen og Lieke Martens. Mörkin hefðu hæglega getað verið fleiri en Barcelona átti samtals 40 skot í kvöld, þar af 20 á markið. 40 shots for @FCBfemeni this evening - the most in a UWCL group stage match this season......and 20 of them were on target, a joint record this campaign pic.twitter.com/JkXkKmyA2j— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Þó Arsenal hafi verið komið áfram í útsláttarkeppnina þá var samt búist við sigri Lundúnaliðsins er það heimsótti Þýskaland í kvöld. Eftir að staðan var jöfn í hálfleik virðist sem Skytturnar hafi ekki mætt út í síðari hálfleik en liðið fékk á sig þrjú mörk á fimm mínútna kafla. Staðan orðin 4-1 þegar klukkutími var liðinn og reyndist það lokatölur leiksins. Arsenal architects to their own downfall Hagel has her second. https://t.co/WSzJyTNhen https://t.co/HPinI4LI6E pic.twitter.com/5V0msXMjuw— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Barcelona endar á toppi C-riðils með fullt hús stiga og þar á eftir kemur Arsenal með níu stig líkt og Hoffenheim sem er með lakari markatölu. Þá vann Arsenal fyrri leik liðanna 4-0 og hafði því líka betur í innbyrðisviðureignum liðanna. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira
Sigur Barcelona kom engum á óvart og eftir þrjú mörk í fyrri hálfleik var ljóst að Danirnir myndu eyða síðari hálfleik í að lágmarka skaðann. Börsungar bættu við tveimur mörkum til viðbótar og unnu á endanum 5-0 sigur. LIEKE MARTENS THAT IS OUTRAGEOUS https://t.co/BejjI5sVa1 https://t.co/amjWP5h0sZ https://t.co/RnrkNQM9cp pic.twitter.com/f7pYyZfXYT— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Mörkin dreifðust milli fimm leikmanna, þeirra Leilu Ouahabi, Fridolinu Rolfo, Alexiu Putellas, Ingrid Engen og Lieke Martens. Mörkin hefðu hæglega getað verið fleiri en Barcelona átti samtals 40 skot í kvöld, þar af 20 á markið. 40 shots for @FCBfemeni this evening - the most in a UWCL group stage match this season......and 20 of them were on target, a joint record this campaign pic.twitter.com/JkXkKmyA2j— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Þó Arsenal hafi verið komið áfram í útsláttarkeppnina þá var samt búist við sigri Lundúnaliðsins er það heimsótti Þýskaland í kvöld. Eftir að staðan var jöfn í hálfleik virðist sem Skytturnar hafi ekki mætt út í síðari hálfleik en liðið fékk á sig þrjú mörk á fimm mínútna kafla. Staðan orðin 4-1 þegar klukkutími var liðinn og reyndist það lokatölur leiksins. Arsenal architects to their own downfall Hagel has her second. https://t.co/WSzJyTNhen https://t.co/HPinI4LI6E pic.twitter.com/5V0msXMjuw— DAZN Football (@DAZNFootball) December 15, 2021 Barcelona endar á toppi C-riðils með fullt hús stiga og þar á eftir kemur Arsenal með níu stig líkt og Hoffenheim sem er með lakari markatölu. Þá vann Arsenal fyrri leik liðanna 4-0 og hafði því líka betur í innbyrðisviðureignum liðanna.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag Enski boltinn „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ Fótbolti Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Stundum þarf maður heppni“ Enski boltinn Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Fótbolti Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Enski boltinn Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Körfubolti Fleiri fréttir Salah skráði sig á spjöld sögunnar í endurkomunni í dag „Ég bið Lionel Messi innilega afsökunar“ „Stundum þarf maður heppni“ Tvö sjálfsmörk færðu Arsenal fimm stiga forkost á toppnum Tómas Bent og félagar með sex stiga forystu á toppnum „Verstu 48 klukkustundirnar“ síðan að hann kom til Chelsea Evrópumeistararnir í vandræðum með botnliðið Raphinha reddaði málunum fyrir Börsunga Brynjólfur með langþráð mark Fulham vann í markaleik á Turf Moor Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Viktor Bjarki skoraði enn eitt markið Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik „Kannski áttum við heppnina skilið í dag“ „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ „Þegar þú spilar fyrir Liverpool verðurðu bara að vinna leiki“ Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Cecilía fagnaði stórsigri gegn erkifjendunum Vigdís Lilja lét toppsætið af hendi Palmer skoraði í fyrsta sinn síðan í september Katla í markaskónum og Ingibjörg hélt hreinu Stöngin inn hjá Ásdísi skilaði sigri Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Þjálfari meistaranna á hálum ís Sjá meira