Þrjú af átta bestu með Íslending innanborðs Sindri Sverrisson skrifar 17. desember 2021 12:00 Sveindís Jane Jónsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir eru báðar á mála hjá félögum sem komin eru í 8-liða úrslit Meistaradeildar Evrópu, sem og hin hollenska Vivianne Miedema sem leikur með Arsenal. vísir/hulda margrét Á mánudaginn verður dregið í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta kvenna. Þrjú Íslendingalið verða í skálinni sem dregið verður úr. Í gær lauk riðlakeppninni þar sem Breiðablik varð að sætta sig við 6-0 tap gegn stórliði PSG í lokaleik sínum. Þegar dregið verður í 8-liða úrslitin geta lið frá sama landi mæst, en ekki lið sem voru saman í riðli í riðlakeppninni. Liðunum er skipt í tvo styrkleikaflokka eftir því hvort þau unnu sinn riðil eða enduðu í 2. sæti. Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi) Mest var spennan í A-riðli þar sem nýir liðsfélagar Sveindísar Jane Jónsdóttur í Wolfsburg þurftu þriggja marka sigur í gær gegn Chelsea, silfurliði síðustu leiktíðar, til að vinna riðilinn. Wolfsburg gerði gott betur og vann 4-0. Chelsea endaði í 3. sæti þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum og Wolfsburg, því Juventus endaði einnig með sama stigafjölda. Innbyrðis úrslit liðanna þriggja réðu því að Chelsea sat eftir. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg fékk Sveindísi frá Keflavík í lok síðasta árs en lánaði hana um leið til sænska félagsins Kristianstad. Nú er hún hins vegar mætt til Þýskalands og Wolfsburg getur skráð hana í Meistaradeildina fyrir leikina í 8-liða úrslitum sem verða í lok mars. Ólíklegt að Sara nái leik en Glódís og Karólína með Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, komst áfram úr D-riðli af öryggi þrátt fyrir að enda tveimur stigum á eftir Lyon, sigursælasta liði í sögu keppninnar. Lyon er einmitt þriðja Íslendingaliðið sem eftir er í keppninni en ólíklegt verður að teljast að Sara Björk Gunnarsdóttir nái að spila með liðinu í Meistaradeildinni á þessari leiktíð sem lýkur með úrslitaleik 22. maí. Sara, sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember, á sér þó þann draum að spila með íslenska landsliðinu á EM í Englandi í júlí. Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar klukkan 12 á mánudaginn og í kjölfarið verður einnig dregið í undanúrslit keppninnar. Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira
Í gær lauk riðlakeppninni þar sem Breiðablik varð að sætta sig við 6-0 tap gegn stórliði PSG í lokaleik sínum. Þegar dregið verður í 8-liða úrslitin geta lið frá sama landi mæst, en ekki lið sem voru saman í riðli í riðlakeppninni. Liðunum er skipt í tvo styrkleikaflokka eftir því hvort þau unnu sinn riðil eða enduðu í 2. sæti. Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi) Mest var spennan í A-riðli þar sem nýir liðsfélagar Sveindísar Jane Jónsdóttur í Wolfsburg þurftu þriggja marka sigur í gær gegn Chelsea, silfurliði síðustu leiktíðar, til að vinna riðilinn. Wolfsburg gerði gott betur og vann 4-0. Chelsea endaði í 3. sæti þrátt fyrir að ná jafnmörgum stigum og Wolfsburg, því Juventus endaði einnig með sama stigafjölda. Innbyrðis úrslit liðanna þriggja réðu því að Chelsea sat eftir. View this post on Instagram A post shared by VfL Wolfsburg Frauenfussball (@vfl.wolfsburg.frauen) Wolfsburg fékk Sveindísi frá Keflavík í lok síðasta árs en lánaði hana um leið til sænska félagsins Kristianstad. Nú er hún hins vegar mætt til Þýskalands og Wolfsburg getur skráð hana í Meistaradeildina fyrir leikina í 8-liða úrslitum sem verða í lok mars. Ólíklegt að Sara nái leik en Glódís og Karólína með Bayern München, lið Glódísar Perlu Viggósdóttur og Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur, komst áfram úr D-riðli af öryggi þrátt fyrir að enda tveimur stigum á eftir Lyon, sigursælasta liði í sögu keppninnar. Lyon er einmitt þriðja Íslendingaliðið sem eftir er í keppninni en ólíklegt verður að teljast að Sara Björk Gunnarsdóttir nái að spila með liðinu í Meistaradeildinni á þessari leiktíð sem lýkur með úrslitaleik 22. maí. Sara, sem eignaðist sitt fyrsta barn í nóvember, á sér þó þann draum að spila með íslenska landsliðinu á EM í Englandi í júlí. Dregið verður í 8-liða úrslit Meistaradeildarinnar klukkan 12 á mánudaginn og í kjölfarið verður einnig dregið í undanúrslit keppninnar.
Liðin í 8-liða úrslitum Sigurvegarar riðla: A: Wolfsburg (Þýskalandi) B: PSG (Frakklandi) C: Barcelona (Spáni, ríkjandi meistari) D: Lyon (Frakklandi) Lið sem enduðu í 2. sæti: A: Juventus (Ítalíu) B: Real Madrid (Spáni) C: Arsenal (Englandi) D: Bayern München (Þýskalandi)
Meistaradeild Evrópu í fótbolta kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Fótbolti Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Fótbolti Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fótbolti Fleiri fréttir Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Spence og van de Ven báðust afsökunar Telja United mun líklegra til að enda í sjöunda en öðru sæti Rekinn eftir aðeins fimm mánuði í starfi Leitin heldur áfram og Lúðvík leysir af Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Eigandi Forest býður fram aðstoð eftir stunguárásina Sjá meira