Oddný með Covid: „Enginn vill vera í einangrun yfir jólin“ Samúel Karl Ólason skrifar 17. desember 2021 21:05 Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Oddný Harðardóttir, þingkona Samfylkingarinnar, er ein þeirra þingmanna sem greinst hefur með Covid-19. Hún er komin í einangrun og segir það vægast sagt ekki gaman. Enginn vilji vera í einangrun um jólin. „Þetta setur allt úr skorðum," segir Oddný í samtali við Vísi. Hún segir dóttur sína, tengdason og barnabörn hafa ætlað að vera hjá sér um jólin og að ekkert verði nú úr því. Þá muni hún ekki geta hitt fjölskylduna alla á jóladag. „Þetta er hundleiðinlegt en lítið við þessu að gera. Ég vona bara að maður lifi önnur jól.“ Oddný sagðist hafa miklar áhyggjur af þingstörfum og sagði það ekki gott í miðri fjárlagaumræðu ef margir þingmenn eða heilu þingflokkarnir þyrftu í sóttkví eða einangrun. Minnst þrír þingmenn hafa greinst með Covid-19 í dag og áttu von á niðurstöðum úr skimun þegar Vísir ræddi við Birgir Ármanns, þingforseta fyrr í kvöld. Tveir þingmenn úr Viðreisn höfðu einnig greinst smitaðir. Sjá einnig: Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum Oddný sagði frá því að hún hefði greinst með Covid-19 á Facebook í kvöld. Í Facebookfærslunni sagði Oddný að hún hefði fengið tvær sprautur og að hún vonaðist til þess að þær verðu hana gegn langvarandi og miklum veikindum. Hún sagðist nokkuð veik og með hita í samtali við Vísi. Vonandi yrði þau veikindi ekki verri. „Þetta eru mikil vonbrigði en getur komið fyrir mig eins og aðra. Maður verður bara að glíma við það," segir Oddný. Þá segir hún margt verra en að þurfa að vera í einangrun í hálfan mánuð, sleppi hún við lengri veikindi. „Ég vona bara að maður komist frá þessu og nái heilsu að nýju og passa mig að smita ekki aðra. Það er það sem maður verður að gera." Oddný sagðist einnig ekki ætla að leggjast í sjálfsvorkunn þó það væru jól og hún myndi nota tölvuna til að tala við fólkið sitt og búa til jólastemningu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira
„Þetta setur allt úr skorðum," segir Oddný í samtali við Vísi. Hún segir dóttur sína, tengdason og barnabörn hafa ætlað að vera hjá sér um jólin og að ekkert verði nú úr því. Þá muni hún ekki geta hitt fjölskylduna alla á jóladag. „Þetta er hundleiðinlegt en lítið við þessu að gera. Ég vona bara að maður lifi önnur jól.“ Oddný sagðist hafa miklar áhyggjur af þingstörfum og sagði það ekki gott í miðri fjárlagaumræðu ef margir þingmenn eða heilu þingflokkarnir þyrftu í sóttkví eða einangrun. Minnst þrír þingmenn hafa greinst með Covid-19 í dag og áttu von á niðurstöðum úr skimun þegar Vísir ræddi við Birgir Ármanns, þingforseta fyrr í kvöld. Tveir þingmenn úr Viðreisn höfðu einnig greinst smitaðir. Sjá einnig: Nokkrir þingmenn greinast með Covid-19 og aðrir bíða eftir niðurstöðum Oddný sagði frá því að hún hefði greinst með Covid-19 á Facebook í kvöld. Í Facebookfærslunni sagði Oddný að hún hefði fengið tvær sprautur og að hún vonaðist til þess að þær verðu hana gegn langvarandi og miklum veikindum. Hún sagðist nokkuð veik og með hita í samtali við Vísi. Vonandi yrði þau veikindi ekki verri. „Þetta eru mikil vonbrigði en getur komið fyrir mig eins og aðra. Maður verður bara að glíma við það," segir Oddný. Þá segir hún margt verra en að þurfa að vera í einangrun í hálfan mánuð, sleppi hún við lengri veikindi. „Ég vona bara að maður komist frá þessu og nái heilsu að nýju og passa mig að smita ekki aðra. Það er það sem maður verður að gera." Oddný sagðist einnig ekki ætla að leggjast í sjálfsvorkunn þó það væru jól og hún myndi nota tölvuna til að tala við fólkið sitt og búa til jólastemningu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Samfylkingin Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fyrrverandi ísraleskir foringjar biðla til Bandaríkjaforseta um að ljúka stríðinu Erlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Einn handtekinn vegna líkamsárasar Innlent Fleiri fréttir Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Sjá meira