Bielsa hrósar stuðningsmönnum Leeds í hástert Arnar Geir Halldórsson skrifar 19. desember 2021 08:00 Bielsa á hliðarlínunni í gær. vísir/Getty Það hefur ekki gengið vel hjá Leeds United að undanförnu en stuðningsmenn liðsins standa þétt við bakið á sínum mönnum. Leeds steinlá fyrir Arsenal á heimavelli í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni, 4-1. „Hálfleikarnir voru mjög ólíkir. Þeir hefðu getað náð meiri forystu í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik áttum við að skora meira en eitt mark og áttum ekki að fá á okkur mark,“ sagði Bielsa stjóri Leeds í leikslok. „Úrslitin eru sanngjörn. Þeir voru mun betri en við en við getum tekið hluti með okkur úr leiknum. Það er einfalt að greina þennan leik. Við náðum ekki að vinna af þeim boltann á þeirra vallarhelmingi. Jafnvel þótt við höfum pressað betur en við gerðum gegn Man City tókst okkur ekki að fá þá til að gera mistök. Þeir nýttu sér okkar mistök og því fór sem fór.“ Mikil meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Leeds að undanförnu en liðið fékk 7-0 skell gegn Manchester City á dögunum og hefur raunar ekki unnið leik í desembermánuði. „Ég get ekki litið framhjá því að okkur vantaði tíu leikmenn. Koch spilaði sinn fyrsta leik í fjóra mánuði og það var ekki gott fyrir okkur. Charlie Cresswell átti að spila en hann meiddist á öxl á æfingu á fimmtudag. Diego Llorente átti líka að spila en hann veiktist,“ sagði Bielsa. Stuðningsmenn Leeds eru ekki á því að snúa baki við liði sínu þrátt fyrir slæmt gengi og þeir sýndu það í verki í leikslok á Elland Road í gær þegar þeir sungu stuðningssöngva hástöfum þrátt fyrir stórt tap. „Þeir sýna það í verki hversu mikla ást þeir hafa á félaginu. Í dag eru lið aðallega studd þegar vel gengur en að finna fyrir þessum stuðningi eftir þriðja tapið í röð og eftir að hafa fengið 14 mörk á sig í þremur leikjum. Þetta lýsir stuðningsmönnum Leeds vel,“ sagði Bielsa. Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Leeds steinlá fyrir Arsenal á heimavelli í eina leik gærdagsins í ensku úrvalsdeildinni, 4-1. „Hálfleikarnir voru mjög ólíkir. Þeir hefðu getað náð meiri forystu í fyrri hálfleik. Í síðari hálfleik áttum við að skora meira en eitt mark og áttum ekki að fá á okkur mark,“ sagði Bielsa stjóri Leeds í leikslok. „Úrslitin eru sanngjörn. Þeir voru mun betri en við en við getum tekið hluti með okkur úr leiknum. Það er einfalt að greina þennan leik. Við náðum ekki að vinna af þeim boltann á þeirra vallarhelmingi. Jafnvel þótt við höfum pressað betur en við gerðum gegn Man City tókst okkur ekki að fá þá til að gera mistök. Þeir nýttu sér okkar mistök og því fór sem fór.“ Mikil meiðsli hafa herjað á leikmannahóp Leeds að undanförnu en liðið fékk 7-0 skell gegn Manchester City á dögunum og hefur raunar ekki unnið leik í desembermánuði. „Ég get ekki litið framhjá því að okkur vantaði tíu leikmenn. Koch spilaði sinn fyrsta leik í fjóra mánuði og það var ekki gott fyrir okkur. Charlie Cresswell átti að spila en hann meiddist á öxl á æfingu á fimmtudag. Diego Llorente átti líka að spila en hann veiktist,“ sagði Bielsa. Stuðningsmenn Leeds eru ekki á því að snúa baki við liði sínu þrátt fyrir slæmt gengi og þeir sýndu það í verki í leikslok á Elland Road í gær þegar þeir sungu stuðningssöngva hástöfum þrátt fyrir stórt tap. „Þeir sýna það í verki hversu mikla ást þeir hafa á félaginu. Í dag eru lið aðallega studd þegar vel gengur en að finna fyrir þessum stuðningi eftir þriðja tapið í röð og eftir að hafa fengið 14 mörk á sig í þremur leikjum. Þetta lýsir stuðningsmönnum Leeds vel,“ sagði Bielsa.
Enski boltinn Mest lesið Leik lokið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn