„Við erum bara með nýja veiru“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2021 19:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. Þá meta almannavarnir stöðuna svo alvarlega að tölur á Covid.is voru uppfærðar í dag, sem venjulega er ekki gert um helgar. Þar sést til dæmis að hlutfall jákvæðra einkennasýna hefur aldrei verið hærra en í gær, eða tæp 14 prósent, en tveimur dögum áður stóð hlutfallið í rúmum átta prósentum. Segir faraldurinn í veldisvexti Um 160 manns hafa nú greinst með ómíkron-afbrigðið hér á landi, sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að nái yfirhöndinni á næstu vikum. „Við erum bara með nýja veiru getum við sagt sem hegðar sér öðruvísi en hinar veirurnar. Og það virðist vera að bólusetningarnar, sem við erum búin að standa okkur gríðarlega vel í, að þrjár sprautur vernda upp að vissu marki, sérstaklega virðist vera gegn alvarlegum veikindum, það er spurning með smit. En tvær sprautur vernda lítið sem ekkert,“ segir Þórólfur. „Mér sýnist þetta komið í veldisvöxt og þetta er svona það hæsta sem við höfum séð, og sjö daga nýgengið er það hæsta sem við höfum séð. Við erum bara með nýtt landslag með þessari nýju veiru og það ræðst ekkert við það nema með þeim aðferðum sem við teljum að muni duga.“ Norræna þróunin óhjákvæmileg Tólf lágu á Landspítala með Covid í morgun, einn á gjörgæslu og í öndunarvél, og staðan þar því oft verið verri. Þórólfur bendir á að hlutfall þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron í Danmörku sé talsvert lægra en af delta-afbrigðinu en hafa verði í huga að ómíkron virðist mun meira smitandi. „En ef það eru 0,5 eða 0,7 prósent sem þurfa að leggjast inn þá getur það orðið umtalsverður fjöldi ef útbreiðslan er mjög mikill, ef við förum að fá kannski 300, 400, 500 tilfelli á dag.“ Hann bendir á hraða útbreiðslu ómíkron í Noregi og Danmörku. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt miðað við þessa þróun að það muni gerast hér. Auðvitað er það háð því til hvaða aðgerða við grípum,“ segir Þórólfur, sem reiknaði með því í morgun að skila minnisblaði um nýjar aðgerðir til heilbrigðisráðherra í dag. Hann var þó ekki búinn að skila minnisblaðinu á sjötta tímanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 „Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. Þá meta almannavarnir stöðuna svo alvarlega að tölur á Covid.is voru uppfærðar í dag, sem venjulega er ekki gert um helgar. Þar sést til dæmis að hlutfall jákvæðra einkennasýna hefur aldrei verið hærra en í gær, eða tæp 14 prósent, en tveimur dögum áður stóð hlutfallið í rúmum átta prósentum. Segir faraldurinn í veldisvexti Um 160 manns hafa nú greinst með ómíkron-afbrigðið hér á landi, sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að nái yfirhöndinni á næstu vikum. „Við erum bara með nýja veiru getum við sagt sem hegðar sér öðruvísi en hinar veirurnar. Og það virðist vera að bólusetningarnar, sem við erum búin að standa okkur gríðarlega vel í, að þrjár sprautur vernda upp að vissu marki, sérstaklega virðist vera gegn alvarlegum veikindum, það er spurning með smit. En tvær sprautur vernda lítið sem ekkert,“ segir Þórólfur. „Mér sýnist þetta komið í veldisvöxt og þetta er svona það hæsta sem við höfum séð, og sjö daga nýgengið er það hæsta sem við höfum séð. Við erum bara með nýtt landslag með þessari nýju veiru og það ræðst ekkert við það nema með þeim aðferðum sem við teljum að muni duga.“ Norræna þróunin óhjákvæmileg Tólf lágu á Landspítala með Covid í morgun, einn á gjörgæslu og í öndunarvél, og staðan þar því oft verið verri. Þórólfur bendir á að hlutfall þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron í Danmörku sé talsvert lægra en af delta-afbrigðinu en hafa verði í huga að ómíkron virðist mun meira smitandi. „En ef það eru 0,5 eða 0,7 prósent sem þurfa að leggjast inn þá getur það orðið umtalsverður fjöldi ef útbreiðslan er mjög mikill, ef við förum að fá kannski 300, 400, 500 tilfelli á dag.“ Hann bendir á hraða útbreiðslu ómíkron í Noregi og Danmörku. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt miðað við þessa þróun að það muni gerast hér. Auðvitað er það háð því til hvaða aðgerða við grípum,“ segir Þórólfur, sem reiknaði með því í morgun að skila minnisblaði um nýjar aðgerðir til heilbrigðisráðherra í dag. Hann var þó ekki búinn að skila minnisblaðinu á sjötta tímanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 „Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09 Mest lesið Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Bolsonaro í stofufangelsi Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Innlent Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Innlent Fleiri fréttir Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður Sjá meira
Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28
„Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09