„Eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn“ Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 21. desember 2021 23:28 Kári Stefánsson telur nú auknar líkur á því að við náum blauta sápustykkinu. Vísir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, telur að innan tiltölulega skamms tíma verði meira og minna allir Íslendingar búnir að sýkjast af kórónuveirunni. Það sé mögulega eina leiðin til að binda hnút á þennan langdregna faraldur. Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 20 manna samkomubann muni taka gildi á Þorláksmessu, auknar takmarkanir yrði settar á viðburðahald og tveggja metra nálægarregla tekin upp á ný. Kári telur að stjórnvöld hafi tekið rétt skref með því að herða samkomutakmarkanir. „Ég held því fram að þetta komi til með að minnka þann fjölda sem smitast á næstu dögum, komi til með að fletja kúrfuna, og minnka líkurnar á því að heilbrigðiskerfið sökkvi,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Á von á því að 600 greinist á dag Kári á von á því að dagleg tilfelli haldi áfram að aukast og að fjöldinn eigi eftir að tvöfaldast fyrir áramót. Samhliða því muni „gestum á hótel Hringbraut“ koma til með að fjölga, og vísar hann þar til Landspítalans. „Við eigum eftir að fara upp í 600 greinda á dag, þrátt fyrir þessar hörðu aðgerðir núna. Ég hef fulla trú á því að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við þetta.“ Að loka landamærunum eins og að loka hænsnahúsi Aðspurður um næstu skref í landamæratakmörkunum segir Kári að hann telji landamærin skipta minna máli nú en nokkru sinni áður. „Að loka landamærunum núna er svona eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn. Það er að segja þetta er komið hér á fleygiferð og ég held að meirihlutinn af þeim sem smitast á næstu dögum komi til með að smitast af fólki hér innanlands en ekki þeim sem eru að koma yfir landamæri.“ Möguleiki að hjarðónæmi náist loksins Kári segir að um helmingur þeirra kórónuveirusýna sem raðgreind voru í gær hafi verið af ómíkron-afbrigðinu en um þriðjungur daginn áður. „Þannig að þetta afbrigði af veirunni er að taka yfir og mér finnst mjög líklegt að það taki yfir á næstunni. Nú það góða við þetta er að svona stuttur tími sem það tekur fyrir veiruna að komast milli fólks gerir það að verkum að það má reikna með því að innan tiltölulega skamms tíma verða allir búnir að sýkjast,“ segir Kári. Væri það gott? „Það lítur út fyrir að það sé eina leiðin til þess að við losnum við þetta að allflestir sýkist. Við þurfum að losna. Ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að núna náum við loksins þessu hjarðónæmi sem menn eru búnir að vera að tala um í tvö ár og hefur reynst vera svona eins og blautt sápustykki, það kemur enginn hönd á þetta almennilega.“ Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira
Heilbrigðisráðherra tilkynnti í dag að 20 manna samkomubann muni taka gildi á Þorláksmessu, auknar takmarkanir yrði settar á viðburðahald og tveggja metra nálægarregla tekin upp á ný. Kári telur að stjórnvöld hafi tekið rétt skref með því að herða samkomutakmarkanir. „Ég held því fram að þetta komi til með að minnka þann fjölda sem smitast á næstu dögum, komi til með að fletja kúrfuna, og minnka líkurnar á því að heilbrigðiskerfið sökkvi,“ sagði Kári í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Á von á því að 600 greinist á dag Kári á von á því að dagleg tilfelli haldi áfram að aukast og að fjöldinn eigi eftir að tvöfaldast fyrir áramót. Samhliða því muni „gestum á hótel Hringbraut“ koma til með að fjölga, og vísar hann þar til Landspítalans. „Við eigum eftir að fara upp í 600 greinda á dag, þrátt fyrir þessar hörðu aðgerðir núna. Ég hef fulla trú á því að heilbrigðiskerfið komi til með að ráða við þetta.“ Að loka landamærunum eins og að loka hænsnahúsi Aðspurður um næstu skref í landamæratakmörkunum segir Kári að hann telji landamærin skipta minna máli nú en nokkru sinni áður. „Að loka landamærunum núna er svona eins og að loka hænsnahúsi eftir að minkurinn er kominn inn. Það er að segja þetta er komið hér á fleygiferð og ég held að meirihlutinn af þeim sem smitast á næstu dögum komi til með að smitast af fólki hér innanlands en ekki þeim sem eru að koma yfir landamæri.“ Möguleiki að hjarðónæmi náist loksins Kári segir að um helmingur þeirra kórónuveirusýna sem raðgreind voru í gær hafi verið af ómíkron-afbrigðinu en um þriðjungur daginn áður. „Þannig að þetta afbrigði af veirunni er að taka yfir og mér finnst mjög líklegt að það taki yfir á næstunni. Nú það góða við þetta er að svona stuttur tími sem það tekur fyrir veiruna að komast milli fólks gerir það að verkum að það má reikna með því að innan tiltölulega skamms tíma verða allir búnir að sýkjast,“ segir Kári. Væri það gott? „Það lítur út fyrir að það sé eina leiðin til þess að við losnum við þetta að allflestir sýkist. Við þurfum að losna. Ég held að sá möguleiki sé fyrir hendi að núna náum við loksins þessu hjarðónæmi sem menn eru búnir að vera að tala um í tvö ár og hefur reynst vera svona eins og blautt sápustykki, það kemur enginn hönd á þetta almennilega.“ Hlusta má á viðtalið við Kára í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Fleiri fréttir Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Sjá meira