Hefur þroskast sem höfundur síðan hann skrifaði fyrstu bókina ellefu ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. desember 2021 15:01 Smári Hannesson rithöfundur. Vísir/Stöð 2 Fjórtán ára rithöfundur sem gaf út bók fyrir jól telur börn samsama sig betur skrifum hans en fullorðinna höfunda. Hann var aðeins ellefu ára þegar hann skrásetti söguna og segist hvergi nærri hættur. Smári Hannesson gaf út skáldsögu sína Afinn sem æfir fimleika í haust. Hún er til sölu í Pennanum Eymundsson og ætluð börnum á aldrinum 6-11 ára. Þó að titillinn vísi til afans er afastrákurinn Tómas aðalpersónan. „Við höfum fengið að heyra að börn kannski tengi aðeins meira við hvernig ég skrifa en þegar þau eru að lesa eitthvað eftir fullorðna rithöfunda. Þetta er svolítil ráðgáta og spennusaga en líka húmor í þessu,“ segir Smári. Viðbrögð hafi verið mjög góð og kennarar í skólanum til dæmis keypt eintök. Þá taki vinir hans vel í útgáfuna og styðji hann. Þroskast sem höfundur Smári hefur varið síðustu mánuðum í kynningu á bókinni; til dæmis með fjarupplestri fyrir grunnskólabörn á Þórshöfn. Hann hefur raunar nýtt flestar lausar stundir í ritstörf síðan hann lærði að skrifa og var aðeins ellefu ára þegar hann skrifaði söguna. „Og svo núna þegar ég les bókina þremur árum eftir að ég skrifaði hana þá tek ég eftir svolítið miklu sem ég hef bara tekið beint upp úr einhverju sem hefur komið fyrir mig.“ Hefurðu þroskast mikið sem höfundur síðan? „Mér finnst það. Ég skrifa allt öðruvísi núna.“ Gefur ekkert upp Ætlarðu að verða rithöfundur? „Já. Ég ætla að gera það. Og skrifa fleiri bækur.“ Og hann er þegar byrjaður á næsta verki. „En ég get eiginlega ekki sagt frá þeim á þessari stundu,“ segir Smári. Einmitt, þú tjáir þig ekki um það frekar? „Nei,“ segir hann dulur og brosir. Bókmenntir Krakkar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Smári Hannesson gaf út skáldsögu sína Afinn sem æfir fimleika í haust. Hún er til sölu í Pennanum Eymundsson og ætluð börnum á aldrinum 6-11 ára. Þó að titillinn vísi til afans er afastrákurinn Tómas aðalpersónan. „Við höfum fengið að heyra að börn kannski tengi aðeins meira við hvernig ég skrifa en þegar þau eru að lesa eitthvað eftir fullorðna rithöfunda. Þetta er svolítil ráðgáta og spennusaga en líka húmor í þessu,“ segir Smári. Viðbrögð hafi verið mjög góð og kennarar í skólanum til dæmis keypt eintök. Þá taki vinir hans vel í útgáfuna og styðji hann. Þroskast sem höfundur Smári hefur varið síðustu mánuðum í kynningu á bókinni; til dæmis með fjarupplestri fyrir grunnskólabörn á Þórshöfn. Hann hefur raunar nýtt flestar lausar stundir í ritstörf síðan hann lærði að skrifa og var aðeins ellefu ára þegar hann skrifaði söguna. „Og svo núna þegar ég les bókina þremur árum eftir að ég skrifaði hana þá tek ég eftir svolítið miklu sem ég hef bara tekið beint upp úr einhverju sem hefur komið fyrir mig.“ Hefurðu þroskast mikið sem höfundur síðan? „Mér finnst það. Ég skrifa allt öðruvísi núna.“ Gefur ekkert upp Ætlarðu að verða rithöfundur? „Já. Ég ætla að gera það. Og skrifa fleiri bækur.“ Og hann er þegar byrjaður á næsta verki. „En ég get eiginlega ekki sagt frá þeim á þessari stundu,“ segir Smári. Einmitt, þú tjáir þig ekki um það frekar? „Nei,“ segir hann dulur og brosir.
Bókmenntir Krakkar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira