Undanþágur gerðar vegna meðalhófs Snorri Másson skrifar 23. desember 2021 12:07 Heilbrigðisráðherra hefur sætt gagnrýni vegna undanþága sem hann veitti á nýjum samkomutakmörkunum. Vísir/vilhelm Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra segir að fjölmörg fordæmi séu fyrir því að veittar séu undanþágur þegar takmarkanir beri brátt að. Gæta beri meðalhófs. Þá segir hann að að Kári Stefánsson hafi bara lagt gott eitt til í gegnum faraldurinn. Willum segir að viðburðahaldarar og veitingamenn hafi að öllu leyti gengið lengra í sóttvörnum eftir að undanþágurnar voru veittar og að gætt hafi verið að öryggi gesta í hvívetna. Þetta eru íþyngjandi ákvarðanir, segir Willum, og þegar fyrirvarinn er eins skammur sé það í anda meðalhófs að koma til móts við fólk á málefnalegan hátt. Í samræmi við það sem áður hefur verið Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að Willum hafi gert ansi stór mistök með því að heimila Emmsjé Gauta og Bubba að halda jólatónleika með undanþágu þvert á gildandi takmarkanir. Þú telur ekki að þessar undanþágur hafi verið mistök? Willum: „Ég held að þær séu bara í samræmi við það sem áður hefur verið og er fordæmi fyrir. Við erum að taka tillit til þessa skamma fyrirvara og beita meðalhófinu.“ Kári segir að þetta hafi verið ansi stór mistök. Ég vildi spyrja þig út í þau ummæli. Willum: „Já, hann segir það. Ég vil nú bara segja það að sá góði maður hefur bara lagt gott til í gegnum þetta allt saman. Þannig að ég ætla ekkert að tjá mig neitt frekar um það.“ Veitingahúsin fengu að taka á móti 50 í hólfi í stað 20, eins og almennar takmarkanir kveða á um. „Þar er auðvitað verið að gæta áfram að ýtrustu sóttvörnum eins og með spritt og grímur og slíkt. Þar var fallist á að mæta þeim á málefnalegan hátt með meðalhófi með því að heimila þennan fjölda, en það var ekki fallist á að veita undanþágu frá styttri opnunartíma, sem var aðallínan í minnisblaði sóttvarnalækni,“ segir Willum. Þurfum að taka þetta mjög alvarlega Unnið er að því hörðum höndum í heilbrigðisráðuneytinu að losa um rými á Landspítala, enda er talið að innlögnum fjölgi á næstu dögum vegna Covid. Viðráðanlegt ástand akkúrat núna, segir ráðherra, en hann hefur þó áhyggjur af næstu dögum. Ef tölurnar þróast eins og þær hafi verið að gera komi það niður á heilbrigðisstarfsfólkinu yfir hátíðirnar. „Við þurfum bara öll að taka þetta mjög alvarlega og fara varlega,“ segir Willum. Eru það tilmæli þín, á maður bara að vera heima og sleppa því að hitta fólk? „Ég held að við verðum bara að passa upp á okkur. Það er nú bara aðalmálið,“ segir Willum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Willum segir að viðburðahaldarar og veitingamenn hafi að öllu leyti gengið lengra í sóttvörnum eftir að undanþágurnar voru veittar og að gætt hafi verið að öryggi gesta í hvívetna. Þetta eru íþyngjandi ákvarðanir, segir Willum, og þegar fyrirvarinn er eins skammur sé það í anda meðalhófs að koma til móts við fólk á málefnalegan hátt. Í samræmi við það sem áður hefur verið Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar sagði að Willum hafi gert ansi stór mistök með því að heimila Emmsjé Gauta og Bubba að halda jólatónleika með undanþágu þvert á gildandi takmarkanir. Þú telur ekki að þessar undanþágur hafi verið mistök? Willum: „Ég held að þær séu bara í samræmi við það sem áður hefur verið og er fordæmi fyrir. Við erum að taka tillit til þessa skamma fyrirvara og beita meðalhófinu.“ Kári segir að þetta hafi verið ansi stór mistök. Ég vildi spyrja þig út í þau ummæli. Willum: „Já, hann segir það. Ég vil nú bara segja það að sá góði maður hefur bara lagt gott til í gegnum þetta allt saman. Þannig að ég ætla ekkert að tjá mig neitt frekar um það.“ Veitingahúsin fengu að taka á móti 50 í hólfi í stað 20, eins og almennar takmarkanir kveða á um. „Þar er auðvitað verið að gæta áfram að ýtrustu sóttvörnum eins og með spritt og grímur og slíkt. Þar var fallist á að mæta þeim á málefnalegan hátt með meðalhófi með því að heimila þennan fjölda, en það var ekki fallist á að veita undanþágu frá styttri opnunartíma, sem var aðallínan í minnisblaði sóttvarnalækni,“ segir Willum. Þurfum að taka þetta mjög alvarlega Unnið er að því hörðum höndum í heilbrigðisráðuneytinu að losa um rými á Landspítala, enda er talið að innlögnum fjölgi á næstu dögum vegna Covid. Viðráðanlegt ástand akkúrat núna, segir ráðherra, en hann hefur þó áhyggjur af næstu dögum. Ef tölurnar þróast eins og þær hafi verið að gera komi það niður á heilbrigðisstarfsfólkinu yfir hátíðirnar. „Við þurfum bara öll að taka þetta mjög alvarlega og fara varlega,“ segir Willum. Eru það tilmæli þín, á maður bara að vera heima og sleppa því að hitta fólk? „Ég held að við verðum bara að passa upp á okkur. Það er nú bara aðalmálið,“ segir Willum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira