Að hætta með sóttkví og einangrun hefði alvarlegar afleiðingar Snorri Másson skrifar 27. desember 2021 12:05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ekki sérstaklega til skoðunar að herða aðgerðir innanlands. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ótímabært að hrósa happi yfir því að omíkron-afbrigðið hafi enn ekki skilað sér í auknum innlögnum á Landspítala. Næstu dagar skipta sköpum. 664 greindust með veiruna innanlands í gær. Fjórtán liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um fjóra frá því í gær. Enn eru fimm á gjörgæslu og þrír eru á öndunarvél. Hluti þeirra sem er að leggjast inn eru delta-sjúklingar. „Ég myndi nú ekki segja að við getum verið að fagna einu eða neinu og ég held að við eigum frekar að líta á það þannig að við gætum átt eftir að sjá fleiri innlagnir af völdum omíkron. Það tekur eina til tvær vikur að skila sér inn á spítalann. Sá tími er að fara í hönd núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ertu að hugsa um að leggja til hertari aðgerðir? „Það er ekkert endilega á borðinu en auðvitað er það alltaf eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, hafa frá því á föstudag hvorki þurft að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Slakað hefur verið verulega á aðgerðum þar í landi eftir innreið omíkron-afbrigðisins. Hér á Íslandi stendur ekki til að slá sóttkví og einangrun út af borðinu. „Tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu eru akkúrat þau að menn geri það ekki heldur haldi áfram og það er enginn á Norðurlöndunum sem gerir það. Ef við gerðum það væru við bara að bara að bjóða heim miklu hraðari og meiri útbreiðslu þá með alvarlegri afleiðingum,“ segir Þórólfur. Einangrunin var lengd í tíu daga fyrir alla fyrir skemmstu. Er það vegna raunverulegra vísbendinga um að fólk sé að smita eftir sjö dagana eða er það vegna þess að kerfið hefur ekki undan við að koma þeim boðum til fólks á réttum tíma að það losni úr sóttkví? „Þegar menn voru í sjö daga vorum við að sjá smit eftir sjö dagana hjá fólki sem var í einangrun og losnaði. Það var líka oft mjög óljóst hvort fólk hefði einkenni eða ekki einkenni. Þetta var mjög erfitt í framkvæmd að meta þetta þannig enda er það þannig að það eru flestir sem mæla með tíu dögum í einangrun,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira
Fjórtán liggja á Landspítala með Covid-19 og hefur þeim fjölgað um fjóra frá því í gær. Enn eru fimm á gjörgæslu og þrír eru á öndunarvél. Hluti þeirra sem er að leggjast inn eru delta-sjúklingar. „Ég myndi nú ekki segja að við getum verið að fagna einu eða neinu og ég held að við eigum frekar að líta á það þannig að við gætum átt eftir að sjá fleiri innlagnir af völdum omíkron. Það tekur eina til tvær vikur að skila sér inn á spítalann. Sá tími er að fara í hönd núna,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Ertu að hugsa um að leggja til hertari aðgerðir? „Það er ekkert endilega á borðinu en auðvitað er það alltaf eitthvað sem við þurfum að skoða.“ Suður-Afríkumenn, sem engin einkenni hafa af Covid-19, hafa frá því á föstudag hvorki þurft að fara í sóttkví né í PCR-próf hafi þeir komist í návígi við smitaðan einstakling. Slakað hefur verið verulega á aðgerðum þar í landi eftir innreið omíkron-afbrigðisins. Hér á Íslandi stendur ekki til að slá sóttkví og einangrun út af borðinu. „Tilmæli frá Sóttvarnastofnun Evrópu eru akkúrat þau að menn geri það ekki heldur haldi áfram og það er enginn á Norðurlöndunum sem gerir það. Ef við gerðum það væru við bara að bara að bjóða heim miklu hraðari og meiri útbreiðslu þá með alvarlegri afleiðingum,“ segir Þórólfur. Einangrunin var lengd í tíu daga fyrir alla fyrir skemmstu. Er það vegna raunverulegra vísbendinga um að fólk sé að smita eftir sjö dagana eða er það vegna þess að kerfið hefur ekki undan við að koma þeim boðum til fólks á réttum tíma að það losni úr sóttkví? „Þegar menn voru í sjö daga vorum við að sjá smit eftir sjö dagana hjá fólki sem var í einangrun og losnaði. Það var líka oft mjög óljóst hvort fólk hefði einkenni eða ekki einkenni. Þetta var mjög erfitt í framkvæmd að meta þetta þannig enda er það þannig að það eru flestir sem mæla með tíu dögum í einangrun,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Fleiri fréttir Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Sjá meira