Beitir neitunarvaldi gegn umdeildum fjölmiðlalögum Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2021 14:33 Andrzej Duda sagði að lögin hefðu haft mjög slæm áhrif á orðspor Póllands sem vænlegur fjárfestingastaður. EPA Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur beitt neitunarvaldi sínu gegn umdeildum fjölmiðlalögum sem pólska þingið samþykkti á dögunum og takmörkuðu erlent eignarhald. Stjórnarandstæðingar segja að frumvarpinu hafi verið ætlað að þagga niður í gagnrýnisröddum gegn stjórnvöldum, en ef lögin hefðu náð fram að ganga hefði bandaríski fjölmiðlarisinn Discovery til dæmis neyðst til að selja hlut sinn í pólska fjölmiðlafyrirtækinu TVN. Duda sagði eftir að hafa beitt neitunarvaldinu að lögin hefði haft mjög slæm áhrif á orðspor Póllands sem vænlegur fjárfestingastaður. Sagðist hann viðurkenna að lögin væru mjög óvinsæl meðal stórs hóps Pólverja, en þúsundir hafa mótmælt lögunum á götum Póllands úti síðustu vikurnar. Lögin hefðu komið í veg fyrir að aðilar utan Evrópu hefðu getað eignast að minnsta kosti helmingshlut í pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið gagnrýndu fyrirhugaða lagasetningu. Duda sagðist sammála því að réttast væri að koma í veg fyrir erlent eignarhald sem þetta. Sagði hann að réttara væri að það yrði gert síðar, en lögin hefðu tekið til aðila sem þegar væru á pólskum fjölmiðlamarkaði. Forsetinn sagðist á blaðamannafundi sömuleiðis hafa tekið tillit til þess að fjölbreytni væri á fjölmiðlamarkaði og tjáningarfrelsis. Liðsmenn pólska stjórnarflokksins Lög og réttlæti hafa lengi sagt að erlend fjölmiðlafyrirtæki séu of áhrifamikil í Póllandi og skekki almenna umræðu í landinu. Duda naut stuðnings Laga og réttlætis þegar hann bauð sig fram til forseta, en ákvörðun hans um að beita neitunarvaldi kann nú að hafa slæm áhrif á samband forsetans og helstu leiðtoga flokksins. Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. 20. desember 2021 09:09 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Stjórnarandstæðingar segja að frumvarpinu hafi verið ætlað að þagga niður í gagnrýnisröddum gegn stjórnvöldum, en ef lögin hefðu náð fram að ganga hefði bandaríski fjölmiðlarisinn Discovery til dæmis neyðst til að selja hlut sinn í pólska fjölmiðlafyrirtækinu TVN. Duda sagði eftir að hafa beitt neitunarvaldinu að lögin hefði haft mjög slæm áhrif á orðspor Póllands sem vænlegur fjárfestingastaður. Sagðist hann viðurkenna að lögin væru mjög óvinsæl meðal stórs hóps Pólverja, en þúsundir hafa mótmælt lögunum á götum Póllands úti síðustu vikurnar. Lögin hefðu komið í veg fyrir að aðilar utan Evrópu hefðu getað eignast að minnsta kosti helmingshlut í pólskum fjölmiðlafyrirtækjum. Bæði Bandaríkin og Evrópusambandið gagnrýndu fyrirhugaða lagasetningu. Duda sagðist sammála því að réttast væri að koma í veg fyrir erlent eignarhald sem þetta. Sagði hann að réttara væri að það yrði gert síðar, en lögin hefðu tekið til aðila sem þegar væru á pólskum fjölmiðlamarkaði. Forsetinn sagðist á blaðamannafundi sömuleiðis hafa tekið tillit til þess að fjölbreytni væri á fjölmiðlamarkaði og tjáningarfrelsis. Liðsmenn pólska stjórnarflokksins Lög og réttlæti hafa lengi sagt að erlend fjölmiðlafyrirtæki séu of áhrifamikil í Póllandi og skekki almenna umræðu í landinu. Duda naut stuðnings Laga og réttlætis þegar hann bauð sig fram til forseta, en ákvörðun hans um að beita neitunarvaldi kann nú að hafa slæm áhrif á samband forsetans og helstu leiðtoga flokksins.
Pólland Fjölmiðlar Tengdar fréttir Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. 20. desember 2021 09:09 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Mótmæltu nýjum lögum um takmarkað eignarhald erlendra aðila á fjölmiðlum Þúsundir mótmæltu nýjum fjölmiðlalögum í Póllandi í gær og fjöldi fólks mætti fyrir utan forsetahöllina til að þrýsta á forsetann Andrzej Duda að neita að undirrita lögin. 20. desember 2021 09:09