Kveðja brosandi baráttumann fyrir mannréttindum Heimir Már Pétursson skrifar 1. janúar 2022 19:41 Kista Desmonds Tutu borin út úr dómkirkju heilags Georgs í Höfðaborg í dag. AP/Nic Bothma Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskup í Suður Afríku var jarðsunginn í dag. Hanns er minnst um allan heim sem mikils mannréttindafrömuðar en hann lék lykilhlutverk í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku. Desmond Tutu erkibiskup dó á annan í jólum níræður að aldri. Hann fór fram með gleði og í nafni trúarinnar í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku og frelsun Nelson Mandela og fékk fyrir það friðarverðlaun Nobels árið 1984. Tutu var dáður af löndum sínum sem söfnuðust margir við ráðhús Höfðaborgar í gærkvöldi sem hafði verið lýst með fjólubláum lit embættis erkibiskubsins honum til heiðurs. Ein af þeim var Sarah Jane Wilson sem fór ekki leynt með aðdáun sína. „Sennilega einn af þremur merkustu mönnum þessa lands. Hann bjó yfir svo mikilli framsýni, svo mikilli manngæsku og auðmýkt og svo mikilli ást á þessu landi. Þetta er falleg leið til að enda árið,“ sagði Wilson. Werner Vermeulen dáist af þeim aðferðum sem Tutu beitti í baráttu sinni. „Biskupinn var sannur stjórnmálamaður, sannkristinn og hann vann fyrir fólkið. Hann trúði á réttlætið, frelsi fyrir alla og hann náði fram réttindum fyrir alla, konur. Það skipti ekki máli hvort maður var hommi eða lesbía, hann var réttsýnn maður og sönn hetja,“ sagði Vermuelen. Cyril Ramaphosa forseti Suður Afríku minntist Tutu með mikilli hlýju í minningarorðum sínum. Hann minnti á að erkibiskupinn fyrrverandi hafi verið maður með skopskyn og nálgast baráttumál sín með gleði.AP/Nic Bothma Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar voru aðeins um hundrað manns viðstaddir útför Tutu sem fram fór frá dómkirkjunni í Höfðaborg í morgun. Cyril Ramaphos forseti landsins fór með minningarorð í anda þeirrar gleði sem Tutu var þekktur fyrir í baráttu sinni. „Ef Desmond Tutu erkibiskup væri hér myndi hann segja: Hæ! Hæ! Af hverju eruð þið svona stúrin, svona vansæl? Hann hefði viljað kalla fram bros og hlátur hjá okkur öllum. Þannig maður var hann,“ sagði Ramaphosa. Erkibiskupinn hafi án nokkurs vafa verið sannur sóknarmaður í baráttunni fyrir frelsi, rétllæti, jafnrétti og friði. Ekki bara í heimalandinu heldur um allan heim. Suður-Afríka Tengdar fréttir Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56 Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Desmond Tutu erkibiskup dó á annan í jólum níræður að aldri. Hann fór fram með gleði og í nafni trúarinnar í baráttunni fyrir afnámi aðskilnaðarstefnunnar í Suður Afríku og frelsun Nelson Mandela og fékk fyrir það friðarverðlaun Nobels árið 1984. Tutu var dáður af löndum sínum sem söfnuðust margir við ráðhús Höfðaborgar í gærkvöldi sem hafði verið lýst með fjólubláum lit embættis erkibiskubsins honum til heiðurs. Ein af þeim var Sarah Jane Wilson sem fór ekki leynt með aðdáun sína. „Sennilega einn af þremur merkustu mönnum þessa lands. Hann bjó yfir svo mikilli framsýni, svo mikilli manngæsku og auðmýkt og svo mikilli ást á þessu landi. Þetta er falleg leið til að enda árið,“ sagði Wilson. Werner Vermeulen dáist af þeim aðferðum sem Tutu beitti í baráttu sinni. „Biskupinn var sannur stjórnmálamaður, sannkristinn og hann vann fyrir fólkið. Hann trúði á réttlætið, frelsi fyrir alla og hann náði fram réttindum fyrir alla, konur. Það skipti ekki máli hvort maður var hommi eða lesbía, hann var réttsýnn maður og sönn hetja,“ sagði Vermuelen. Cyril Ramaphosa forseti Suður Afríku minntist Tutu með mikilli hlýju í minningarorðum sínum. Hann minnti á að erkibiskupinn fyrrverandi hafi verið maður með skopskyn og nálgast baráttumál sín með gleði.AP/Nic Bothma Vegna útbreiðslu kórónuveirunnar voru aðeins um hundrað manns viðstaddir útför Tutu sem fram fór frá dómkirkjunni í Höfðaborg í morgun. Cyril Ramaphos forseti landsins fór með minningarorð í anda þeirrar gleði sem Tutu var þekktur fyrir í baráttu sinni. „Ef Desmond Tutu erkibiskup væri hér myndi hann segja: Hæ! Hæ! Af hverju eruð þið svona stúrin, svona vansæl? Hann hefði viljað kalla fram bros og hlátur hjá okkur öllum. Þannig maður var hann,“ sagði Ramaphosa. Erkibiskupinn hafi án nokkurs vafa verið sannur sóknarmaður í baráttunni fyrir frelsi, rétllæti, jafnrétti og friði. Ekki bara í heimalandinu heldur um allan heim.
Suður-Afríka Tengdar fréttir Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56 Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31 Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Sjá meira
Útför Desmonds Tutu hafin í Höfðaborg Útför Desmonds Tutu fyrrverandi erkibiskups Suður Afríku hófst í dómkirkjunni í Höfðaborg klukkan átta í morgun. Útförin fer fram með viðhöfn á vegum ríkisins. 1. janúar 2022 08:56
Biskupinn sem sagði Guð ekki vera kristinn Mikill fjöldi fólks hefur tjáð og sýnt Desmond Tutu fyrrverandi erkibiskupi Suður Afríku virðingu sína í dag. Hann ýfði oft fjaðrirnar á fólki innan krikjunnar, meðal annars þegar hann lýsti því yfir að Guð væri ekki kristinn. 30. desember 2021 19:31
Desmond Tutu er látinn Desmond Tutu, fyrrverandi erkibiskup Höfðaborgar í Suður-Afríku og Nóbelsverðlaunahafi, lést í dag, níræður að aldri. Hann er einna þekktastur fyrir baráttu sína gegn aðskilnaðarstefnu Suður-Afríku á sama tíma og Nelson Mandela, fyrrverandi forseti Suður-Afríku. 26. desember 2021 07:59