„Þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. janúar 2022 19:23 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn telur að landsmenn þurfi nú að taka því rólega eftir hátíðarhasarinn. Vísir/Vilhelm Metfjöldi greindist með kórónuveiruna á landamærunum í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri greinist smitaðir innanlands á næstu dögum eftir hátíðirnar að sögn Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Landsmenn þurfi að vera á varðbergi svo að spítalinn ráði við álagið. Samkvæmt bráðabirgðartölum frá almannavörnum greindust 949 smitaðir innanlands í gær auk þess sem 127 greindust smitaðir á landamærunum, sem er metfjöldi. Á Landspítala eru 23 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid. Sjö eru nú á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Þá lést kona á níræðisaldri vegna Covid á Landspítala í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstu dögum. „Það var bara svo sem eins og við höfum talað um, það sem við mátti búast en það sem auðvitað stendur aðeins upp úr hjá manni í dag er þetta andlát og maður vottar bara ættingjum viðkomandi innilega samúð,“ segir Víðir. Hann reiknar með því að tölur yfir fjölda smitaða muni vera á reiki næstu daga. Fleiri munu væntanlega fara í sýnatöku á morgun og mánudag. „Ég held að við komum til með að sjá svipað og við sáum eftir jólin, þar sem að seinni hlutinn í síðustu viku að þá voru það jólaboðin sem voru svona algengustu tengipunktarnir. Ég held að það verði bara mjög svipað núna, það verði áramótaboðin sem að verði helstu tengipunktarnir í smitum þegar líður aðeins á vikuna og við verðum að sjá bara hvernig það fer,“ segir Víðir. Þurfum að vera á varðbergi næstu daga Hann á ekki von á að fjöldi þeirra sem veikist alvarlega og þurfi að leggjast inn fjölgi jafn hratt og smituðum en engu að síður virðist spálíkan Landspítala um innlagnir að einhverju leiti vera að ganga eftir. Svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 60 verði inniliggjandi og 15 á gjörgæslu 10. janúar ef ekki tekst að hemja útbreiðslu veirunnar. „Covid-göngudeildin er að gera alveg ótrúlega flotta hluti í þessu og kemur í veg fyrir mikið af innlögnum,“ segir Víðir. „En innlögnum er heldur að fjölga og við þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana.“ Til að koma í veg fyrir að svartsýnustu spár gangi eftir á spítalanum þurfi allir að vera á varðbergi til að lágmarka smit. „Ég held að núna eftir þennan hátíðarhasar, jólin og áramótin og svona, þá þurfum við bara að slaka á núna og taka því rólega. Kannski þurfum við ekki nema bara viku eða tíu daga til að keyra þetta svolítið niður og við getum öll lagt okkar af mörkum í því, það er það sem við getum öll gert,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áramót Landspítalinn Tengdar fréttir Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 á Landspítalanum í gær. 38 dauðsföll hafa nú verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. 1. janúar 2022 11:37 Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12 Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Samkvæmt bráðabirgðartölum frá almannavörnum greindust 949 smitaðir innanlands í gær auk þess sem 127 greindust smitaðir á landamærunum, sem er metfjöldi. Á Landspítala eru 23 sjúklingar inniliggjandi vegna Covid. Sjö eru nú á gjörgæslu, þar af sex í öndunarvél. Þá lést kona á níræðisaldri vegna Covid á Landspítala í gær. Gera má ráð fyrir að fleiri muni greinast smitaðir á næstu dögum. „Það var bara svo sem eins og við höfum talað um, það sem við mátti búast en það sem auðvitað stendur aðeins upp úr hjá manni í dag er þetta andlát og maður vottar bara ættingjum viðkomandi innilega samúð,“ segir Víðir. Hann reiknar með því að tölur yfir fjölda smitaða muni vera á reiki næstu daga. Fleiri munu væntanlega fara í sýnatöku á morgun og mánudag. „Ég held að við komum til með að sjá svipað og við sáum eftir jólin, þar sem að seinni hlutinn í síðustu viku að þá voru það jólaboðin sem voru svona algengustu tengipunktarnir. Ég held að það verði bara mjög svipað núna, það verði áramótaboðin sem að verði helstu tengipunktarnir í smitum þegar líður aðeins á vikuna og við verðum að sjá bara hvernig það fer,“ segir Víðir. Þurfum að vera á varðbergi næstu daga Hann á ekki von á að fjöldi þeirra sem veikist alvarlega og þurfi að leggjast inn fjölgi jafn hratt og smituðum en engu að síður virðist spálíkan Landspítala um innlagnir að einhverju leiti vera að ganga eftir. Svartsýnustu spár gera ráð fyrir að 60 verði inniliggjandi og 15 á gjörgæslu 10. janúar ef ekki tekst að hemja útbreiðslu veirunnar. „Covid-göngudeildin er að gera alveg ótrúlega flotta hluti í þessu og kemur í veg fyrir mikið af innlögnum,“ segir Víðir. „En innlögnum er heldur að fjölga og við þurfum að vera mjög á varðbergi næstu dagana.“ Til að koma í veg fyrir að svartsýnustu spár gangi eftir á spítalanum þurfi allir að vera á varðbergi til að lágmarka smit. „Ég held að núna eftir þennan hátíðarhasar, jólin og áramótin og svona, þá þurfum við bara að slaka á núna og taka því rólega. Kannski þurfum við ekki nema bara viku eða tíu daga til að keyra þetta svolítið niður og við getum öll lagt okkar af mörkum í því, það er það sem við getum öll gert,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Áramót Landspítalinn Tengdar fréttir Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 á Landspítalanum í gær. 38 dauðsföll hafa nú verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. 1. janúar 2022 11:37 Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12 Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 Kona á níræðisaldri lést vegna Covid-19 á Landspítalanum í gær. 38 dauðsföll hafa nú verið rakin til Covid-19 hér á landi frá upphafi faraldursins. 1. janúar 2022 11:37
Stytting á einangrun áhættulítil en þó ekki áhættulaus Aldrei hafa fleiri tilfelli kórónuveirunnar greinst en í gær þegar 1. 601 greindist smitaður. Yfirlæknir á Landspítalanum segir að faraldurinn sé í veldisvexti og telur að fara þurfi varlega i að stytta einangrun frá sjö dögum í fimm þó það kunni að vera skynsamlegt. 31. desember 2021 12:12
Einangrun stytt í sjö daga Einangrunartími fyrir fólk með Covid-19 hér á landi hefur verið styttur í sjö daga úr tíu. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef heilbrigðisráðuneytisins. 30. desember 2021 18:01