Suður-Kóreumaður hefur flúið norður yfir landamærin Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. janúar 2022 08:26 Maðurinn er sagður hafa flúið yfir landamæri Suður- og Norður-Kóreu á ellefta tímanum í gærkvöldi. Yfirgripsmikil leit stóð yfir að manninum í gærkvöldi. EPA-EFE/YONHAP Suðurkóreskur ríkisborgari hefur flúið yfir landamærin til Norður-Kóreu. Þetta staðfestir suðurkóreski herinn en það er mjög sjaldséð að fólk flýi úr suðrinu og norður. Mikil leit stóð yfir eftir manninum í gærkvöldi austarlega á landamærum ríkjanna tveggja, sem mjög erfitt er að komast yfir vegna mikils vopnaburðar landamæravarða. Talið er að maðurinn hafi farið yfir landamærin á ellefta tímanum í gærkvöldi að staðartíma en yfirvöld í Suður-Kóreu segjast ekki geta staðhæft hvort maðurinn sé nú á lífi. Landamæraverðir hafi þó sent norðrinu tilkynningu um flóttann og óskað eftir því að maðurinn yrði verndaður. Flótti norður er ólöglegur í Suður-Kóreu og snúi maðurinn aftur suður gæti hann átt yfir sér fangelsisvist. Ótti ríkir nú um að hersveitir norðursins muni bana manninum vegna strangra sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirunnar. Landamæri Norður-Kóreu hafa verið lokuð með öllu síðan í ársbyrjun 2020 vegna faraldurs kórónuveiru þrátt fyrir að yfirvöld þar í landi vilji meina að enginn hafi greinst smitaður af veirunni. Yfirvöld norðursins voru harðlega gagnrýnd fyrir tveimur árum eftir að hersveitir bönuðu suðurkóreskum embættismanni sem hafði týnst á sjó. Honum hafði skolað upp á land í Norður-Kóreu en hersveitir skutu hann strax og báru fyrir sig að hann hefði getað borið kórónuveiruna til landsins. Tveimur mánuðum áður hafði Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að maður flúði norður frá Suður-Kóreu en Kim sagði manninn vera með einkenni Covid-19. Harðar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi í Norður-Kóreu í nær tvö ár og hafa þær gert það að verkum að ferðalög milli héraða hafa verið skert. Það hefur leitt til þess að aldrei hafa eins fáir flúið frá Norður-Kóreu til suðurs. Þá hafa samskipti milli ríkjanna tveggja verið verulega slæm eftir að viðræður yfirvalda í Washington og Pyongyang um afvopnun kjarnorkuvopna stöðnuðu eftir misheppnaðan fund þáverandi leiðtoga ríkjanna árið 2019. Suður-Kórea er tæknilega séð enn í stríði við Norður-Kóreu eftir að Kórustríðið, sem stóð yfir á árunum 1950-1953, endaði með vopnahléi. Enn hefur enginn friðarsamningur milli ríkjanna verið undirritaður. Suður-Kórea Norður-Kórea Tengdar fréttir Kóreumenn hóta öryggisráðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. 3. október 2021 20:00 Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Mikil leit stóð yfir eftir manninum í gærkvöldi austarlega á landamærum ríkjanna tveggja, sem mjög erfitt er að komast yfir vegna mikils vopnaburðar landamæravarða. Talið er að maðurinn hafi farið yfir landamærin á ellefta tímanum í gærkvöldi að staðartíma en yfirvöld í Suður-Kóreu segjast ekki geta staðhæft hvort maðurinn sé nú á lífi. Landamæraverðir hafi þó sent norðrinu tilkynningu um flóttann og óskað eftir því að maðurinn yrði verndaður. Flótti norður er ólöglegur í Suður-Kóreu og snúi maðurinn aftur suður gæti hann átt yfir sér fangelsisvist. Ótti ríkir nú um að hersveitir norðursins muni bana manninum vegna strangra sóttvarnaaðgerða vegna kórónuveirunnar. Landamæri Norður-Kóreu hafa verið lokuð með öllu síðan í ársbyrjun 2020 vegna faraldurs kórónuveiru þrátt fyrir að yfirvöld þar í landi vilji meina að enginn hafi greinst smitaður af veirunni. Yfirvöld norðursins voru harðlega gagnrýnd fyrir tveimur árum eftir að hersveitir bönuðu suðurkóreskum embættismanni sem hafði týnst á sjó. Honum hafði skolað upp á land í Norður-Kóreu en hersveitir skutu hann strax og báru fyrir sig að hann hefði getað borið kórónuveiruna til landsins. Tveimur mánuðum áður hafði Kim Jong Un, leiðtogi Norður-Kóreu, lýst yfir neyðarástandi í landinu eftir að maður flúði norður frá Suður-Kóreu en Kim sagði manninn vera með einkenni Covid-19. Harðar sóttvarnaaðgerðir hafa verið í gildi í Norður-Kóreu í nær tvö ár og hafa þær gert það að verkum að ferðalög milli héraða hafa verið skert. Það hefur leitt til þess að aldrei hafa eins fáir flúið frá Norður-Kóreu til suðurs. Þá hafa samskipti milli ríkjanna tveggja verið verulega slæm eftir að viðræður yfirvalda í Washington og Pyongyang um afvopnun kjarnorkuvopna stöðnuðu eftir misheppnaðan fund þáverandi leiðtoga ríkjanna árið 2019. Suður-Kórea er tæknilega séð enn í stríði við Norður-Kóreu eftir að Kórustríðið, sem stóð yfir á árunum 1950-1953, endaði með vopnahléi. Enn hefur enginn friðarsamningur milli ríkjanna verið undirritaður.
Suður-Kórea Norður-Kórea Tengdar fréttir Kóreumenn hóta öryggisráðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. 3. október 2021 20:00 Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46 Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35 Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Sjá meira
Kóreumenn hóta öryggisráðinu Ráðamenn í Norður-Kóreu hafa brugðist reiði við ályktunartillögu Frakka til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og hótuðu ráðinu í dag fyrir að gagnrýna eldflaugavopnaáætlun ríkisins. 3. október 2021 20:00
Gerðu tilraun með nýja eldflaug Ráðamenn í Norður-Kóreu segjast hafa gert tilraun með nýja tegund eldflauga sem hafi verið þróaðar til að skjóta niður flugvélar og aðrar eldflaugar. Nýju eldflauginni var skotið á loft í gær og var það í fjórða sinn á nokkrum vikum sem Kóreumenn skjóta eldflaug á loft. 1. október 2021 09:46
Sakar Bandaríkin um leikaraskap en vill opna aftur á samskiptin við Suður-Kóreu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, segir tilboð Bandaríkjamanna um viðræður og sættir leikrit en hann hafi fyrirskipað embættismönnum að opna aftur fyrir samskiptalínur við Suður-Kóreu til að „stuðla að friði“. 30. september 2021 07:35