WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Eiður Þór Árnason skrifar 4. janúar 2022 16:45 Heilbrigðisstarfsmaður tekur PCR-sýni á spítala í Kolkata á Indlandi. Getty/NurPhoto Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. „Við erum að sjá fleiri og fleiri rannsóknir sem benda til að ómíkron sé að sýkja efri hluta líkamans, ólíkt hinum sem sýkja lungun og geta leitt til alvarlegrar lungnabólgu,“ sagði Abdi Mahamud, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) við fréttamenn í dag. „Þetta gætu verið góðar fréttir en fleiri rannsóknir þarf til að sanna þetta.“ Gögn WHO sýna að frá því að stökkbreytta afbrigðið var fyrst uppgötvað í nóvember hefur það dreift sér hratt um heiminn. Hefur það greinst í minnst 128 ríkjum og lagt stein í götu stjórnvalda sem bundu vonir við að geta endurreist efnahagskerfi og eðlilegt líf eftir langvarandi takmarkanir. Megi ekki lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku Á sama tíma og smittölur hafa náð nýjum hæðum hefur hlutfall þeirra sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús eða deyja af völdum Covid-19 víða mælst lægra en í fyrri bylgjum faraldursins. Ummæli Mahamud ríma við gögn frá Suður-Afríku sem var eitt af fyrstu ríkjunum til að greina ómíkron-afbrigðið. Mahamud varar hins vegar við því að lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku. Íbúar þar séu yngri en víða annars staðar sem geti haft áhrif á tíðni alvarlegra veikinda. Sömuleiðis varar Mahamud við því að hröð dreifing ómíkron geti verið ógn við heilbrigðiskerfi í ríkjum þar sem stór hluti íbúa er óbólusettur. Ekki gott að setja öll eggin í sömu körfu Mahamud segir að WHO spái því að núverandi bóluefni gegn Covid-19 veiti áfram vörn gegn sjúkrahússinnlögnum og dauðsföllum af völdum ómíkron. Bóluefnin sjálf hafi ekki verið vandamálið heldur fremur dræm bólusetning. Of snemmt sé að segja til um hvort þörf er á sérstökum bóluefnum gegn ómíkron og slík ákvörðun eigi að byggja á alþjóðlegu samstarfi en ekki vera tekin einhliða af lyfjaframleiðendum. „Þú getur farið af stað og sett öll eggin í þá körfu, og nýtt afbrigði sem er enn meira smitandi og kemst frekar fram hjá ónæmiskerfinu gæti svo mætt á sjónarsviðið.“ Besta leiðin til að draga úr áhrifum afbrigðisins sé að ná markmiði WHO um að bólusetja 70% heimsbyggðarinnar fyrir lok júlí, frekar en að bjóða þriðja og fjórða skammtinn í sumum ríkjum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34 Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
„Við erum að sjá fleiri og fleiri rannsóknir sem benda til að ómíkron sé að sýkja efri hluta líkamans, ólíkt hinum sem sýkja lungun og geta leitt til alvarlegrar lungnabólgu,“ sagði Abdi Mahamud, sérfræðingur hjá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) við fréttamenn í dag. „Þetta gætu verið góðar fréttir en fleiri rannsóknir þarf til að sanna þetta.“ Gögn WHO sýna að frá því að stökkbreytta afbrigðið var fyrst uppgötvað í nóvember hefur það dreift sér hratt um heiminn. Hefur það greinst í minnst 128 ríkjum og lagt stein í götu stjórnvalda sem bundu vonir við að geta endurreist efnahagskerfi og eðlilegt líf eftir langvarandi takmarkanir. Megi ekki lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku Á sama tíma og smittölur hafa náð nýjum hæðum hefur hlutfall þeirra sjúklinga sem leggjast inn á sjúkrahús eða deyja af völdum Covid-19 víða mælst lægra en í fyrri bylgjum faraldursins. Ummæli Mahamud ríma við gögn frá Suður-Afríku sem var eitt af fyrstu ríkjunum til að greina ómíkron-afbrigðið. Mahamud varar hins vegar við því að lesa of mikið í stöðuna í Suður-Afríku. Íbúar þar séu yngri en víða annars staðar sem geti haft áhrif á tíðni alvarlegra veikinda. Sömuleiðis varar Mahamud við því að hröð dreifing ómíkron geti verið ógn við heilbrigðiskerfi í ríkjum þar sem stór hluti íbúa er óbólusettur. Ekki gott að setja öll eggin í sömu körfu Mahamud segir að WHO spái því að núverandi bóluefni gegn Covid-19 veiti áfram vörn gegn sjúkrahússinnlögnum og dauðsföllum af völdum ómíkron. Bóluefnin sjálf hafi ekki verið vandamálið heldur fremur dræm bólusetning. Of snemmt sé að segja til um hvort þörf er á sérstökum bóluefnum gegn ómíkron og slík ákvörðun eigi að byggja á alþjóðlegu samstarfi en ekki vera tekin einhliða af lyfjaframleiðendum. „Þú getur farið af stað og sett öll eggin í þá körfu, og nýtt afbrigði sem er enn meira smitandi og kemst frekar fram hjá ónæmiskerfinu gæti svo mætt á sjónarsviðið.“ Besta leiðin til að draga úr áhrifum afbrigðisins sé að ná markmiði WHO um að bólusetja 70% heimsbyggðarinnar fyrir lok júlí, frekar en að bjóða þriðja og fjórða skammtinn í sumum ríkjum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34 Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53 Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign Innlent Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Innlent Fleiri fréttir Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Sjá meira
Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. 31. desember 2021 23:34
Vara ríki við að draga úr ráðstöfunum og segja einum hagsmunum skipt út fyrir aðra Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir ekki skynsamlegt að slaka á sóttvarnakröfum á þessum tímapunkti og að með ákvörðunum um að stytta einangrunartímabilið vegna Covid-19 sé verið að skipta út einum hagsmunum fyrir aðra. 30. desember 2021 06:53
Áhyggjur af flóðbylgju Covid: Smituðum fjölgaði um ellefu prósent á einni viku Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hefur áhyggjur af mikilli fjölgun þeirra sem smitast hafa af Covid-19 á heimsvísu. Sagði hann að dreifing bæði ómíkron- og delta-afbrigðum kórónuveirunnar hefði leitt til flóðbylgju smita á heimsvísu. 29. desember 2021 16:49