Bretar sem greinast jákvæðir í hraðprófi þurfa ekki lengur að fara í PCR próf Hólmfríður Gísladóttir skrifar 11. janúar 2022 10:27 Á Íslandi hafa þeir sem greinast jákvæðir í hrað- og heimaprófum verið skikkaðir til að fara í PCR-próf til að staðfesta niðurstöðuna. Getty/Danny Lawson Bretar með einkenni Covid-19 þurfa ekki lengur að gangast undir PCR próf eftir að hafa fengið jákvæða niðurstöðu úr hrað- eða heimaprófi. Bresk heilbrigðisyfirvöld segja breytinguna mega rekja til mikillar útbreiðslu og nákvæmni hraðprófanna. Yfirvöld vonast til þess að reglubreytingin verði meðal annars til þess að þeir sem eru með einkenni Covid-19 komist að í PCR-próf en margir hafa átt erfitt með að fá tíma eftir að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar kom af stað mikilli bylgju í samfélaginu. Samanlögð greiningargeta Breta eru um 800 þúsund á dag en 6. janúar síðastliðinn voru um það bil 698 þúsund próf framkvæmd og 613 þúsund próf 9. janúar. Þó hafa margir átt erfitt með að komast í próf en auk einstaklinga með einkenni hafa ýmsar starfstéttir verið skikkaðar í PCR-próf. Til dæmis hafa heilbrigðisstarfsmenn, starfsmenn í samgönguþjónustu og fleiri verið skikkaðir í reglulega sýnatöku. Í gær hófst síðan dagleg sýnataka hjá um það bil 100 þúsund starfsmönnum í mikilvægum störfum, svo sem í matvælaiðnaði og landamæragæslu. Um 218 þúsund greindust með Covid-19 á Bretlandseyjum fyrir viku síðan en 142 þúsund í gær. Samkvæmt breskum heilbrigðisyfirvöldum nema hraðprófin Covid-19 hjá meira en 80 prósent þeirra sem eru mikið smitandi. Af hverjum 10 þúsund prófum séu færri en þrjár ranglega jákvæðar niðurstöður. Þeir sem greinast jákvæðir í hraðprófi þurfa að einangra sig jafnvel þótt þeir sýni ekki einkenni. Þeir eru lausir úr einangrun ef þeir mælast neikvæðir í tveimur aðskildum prófum sem framkvæmd eru á dögum sex og sjö, með 24 klukkustunda millibili. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira
Yfirvöld vonast til þess að reglubreytingin verði meðal annars til þess að þeir sem eru með einkenni Covid-19 komist að í PCR-próf en margir hafa átt erfitt með að fá tíma eftir að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar kom af stað mikilli bylgju í samfélaginu. Samanlögð greiningargeta Breta eru um 800 þúsund á dag en 6. janúar síðastliðinn voru um það bil 698 þúsund próf framkvæmd og 613 þúsund próf 9. janúar. Þó hafa margir átt erfitt með að komast í próf en auk einstaklinga með einkenni hafa ýmsar starfstéttir verið skikkaðar í PCR-próf. Til dæmis hafa heilbrigðisstarfsmenn, starfsmenn í samgönguþjónustu og fleiri verið skikkaðir í reglulega sýnatöku. Í gær hófst síðan dagleg sýnataka hjá um það bil 100 þúsund starfsmönnum í mikilvægum störfum, svo sem í matvælaiðnaði og landamæragæslu. Um 218 þúsund greindust með Covid-19 á Bretlandseyjum fyrir viku síðan en 142 þúsund í gær. Samkvæmt breskum heilbrigðisyfirvöldum nema hraðprófin Covid-19 hjá meira en 80 prósent þeirra sem eru mikið smitandi. Af hverjum 10 þúsund prófum séu færri en þrjár ranglega jákvæðar niðurstöður. Þeir sem greinast jákvæðir í hraðprófi þurfa að einangra sig jafnvel þótt þeir sýni ekki einkenni. Þeir eru lausir úr einangrun ef þeir mælast neikvæðir í tveimur aðskildum prófum sem framkvæmd eru á dögum sex og sjö, með 24 klukkustunda millibili. Ítarlega frétt um málið má finna hjá BBC.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hækka hitann í Breiðholtslaug Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Erlent Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Innlent Fleiri fréttir Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Vill fimm milljarða Bandaríkjadala frá BBC Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Sjá meira